Leikur að eldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 9. maí 2012 06:00 Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar