Leikur að eldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 9. maí 2012 06:00 Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur vart farið framhjá landsmönnum að umfangsmikið málþóf á sér stað á Alþingi þessa dagana. Tilefnið er tillaga um fækkun ráðuneyta og verkaskipting innan stjórnarráðsins. Frá því vorið 2011 hefur stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkur og hluti Framsóknarflokks) rætt skipan stjórnarráðsins af kappi, með hléum. Nú má að sjálfsögðu hafa á þessu máli ólíkar skoðanir eins og öðrum, en að ræða það dögum og vikum saman er nú fullmikið af því góða. Í flestum þingræðisríkjum er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra í millum einfaldlega ákveðin með reglugerð forsætisráðherra. Verkaskipting stjórnarráðsins er talin á ábyrgð ríkisstjórnar en ekki þingsins. Þar sem skipan ráðuneyta er ákveðin með lögum, t.d. í Finnlandi, dytti engum í hug að efna til stórpólitískra deilna eða málþófs í þingsal vegna breytinga á stjórnarráðinu. Langdregin ræðuhöld um stjórnarráðið á Alþingi verður að skoða í þessu ljósi. Þetta leiðir óneitanlega hugann að því að málþóf er nær óþekkt fyrirbæri í þingræðisríkjum Evrópu. Hollast er okkur að líta til nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef þingmenn vilja sterkt þing og sjálfstætt í störfum þá eru norrænu þingin góð fyrirmynd. Hér á landi er gjarnan talað um málþóf sem eðlilegt og sjálfsagt vopn stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Nánast er talað um málþóf eins og náttúrulögmál. Ég skora á þá sem verja málþóf að benda á norræn dæmi máli sínu til stuðnings. Með því að stunda málþóf um fjölda ráðuneyta hefur verið settur nýr mælikvarði um málþóf á Alþingi. Stjórnarandstaðan leikur sér að eldi. Hér eftir verður málþóf réttlætanlegt um hvaða mál sem er, jafnvel fjárlög. Ég skora því á þingmenn stjórnarandstöðunnar að hugsa sig um tvisvar áður en málþófi um fjölda ráðuneyta verður fram haldið. Þingmenn stjórnarflokkanna verða einnig að hugsa með gagnrýnum hætti um þingstörfin enda eru margir þeirra börn hinnar illræmdu málþófshefðar. Málþóf um fjölda ráðuneyta er sjúkdómseinkenni, undirliggjandi er sjúkdómur sem takast þarf á við.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun