Munaðarlaus þjóð? Kristín Ómarsdóttir skrifar 4. maí 2012 09:15 Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar