Munaðarlaus þjóð? Kristín Ómarsdóttir skrifar 4. maí 2012 09:15 Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun