Siðferði og veiðistjórnun Elvar Árni Lund skrifar 8. maí 2012 06:00 Skotveiðifélag Íslands – Skotvís – hefur allt frá stofnun þess barist fyrir siðbót meðal skotveiðimanna á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan um miðjan áttunda áratuginn, þegar félagið var stofnað, og er óhætt að segja að vel hafi gengið að koma siðbótinni á. Það er í raun aðdáunarvert að sjá hve frumkvöðlar félagsins voru framsýnir, en til vitnis um það eru siðareglur Skotvís (sjá á www.skotvis.is). Í siðareglunum er farið yfir hvernig góður veiðimaður skuli haga sér gagnvart sjálfum sér, öðru fólki og síðast en ekki síst náttúru landsins. Siðareglurnar eru til halds og trausts fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í veiðum og fyrir eldri og reyndari veiðimenn til að spegla sig í og máta sig við. Eitt af því sem fram kemur í siðareglum Skotvís er að góður skotveiðimaður tekur þátt í rannsóknum og eykur stöðugt þekkingu sína á veiðistofnum. Skotvís hefur oftar en ekki átt frumkvæðið að því að leggja vísindamönnum lið með öflun sýna og talningu á stofnum. Nýlega voru sýndir í Ríkissjónvarpinu hreint magnaðir þættir BBC með David Attenborough um líf á heimsskautunum. Þar kom fram að í Kanada hafa stjórnvöld fengið frumbyggja landsins í lið með sér til að afla upplýsinga um breytingar á búsvæðum þeirra. Slík verkefni eru varla framkvæmanleg nema með samstarfi frumbyggja og vísindamanna, en veiðar þeirra fyrrnefndu hafa mótað þeirra lífsafkomu alla tíð og vitneskja þeirra um lífríkið, dýrastofna og umhverfið er ómetanlegt framlag í svona verkefni. Svona samstarf þekktist hérlendis á árum áður, en hefur því miður farið mikið aftur. Svo virðist sem lítill sem enginn vilji ríki hjá núverandi stjórnvöldum til að taka höndum saman með veiðimönnum og vinna verkefnin í samstarfi. Þess í stað er ítrekað lagt til eitt og annað sem snýr að því að þrengja rétt manna til að veiða og nýta það sem landið gefur af sér. Á síðustu árum hafa augu æ fleiri opnast fyrir því hversu rík þjóð við erum þegar kemur að heilnæmum afurðum úr lífríki Íslands. Afurðir villtra dýra eru einhver heilnæmasti matur sem finna má og dýrin sem veidd eru hafa lifað við ólíkt betri aðstæður en þau sem alin eru til manneldis með búskaparháttum verksmiðjuframleiðslu. Þessa auðlind er sjálfsagt að nýta og með samstarfi við þúsundir veiðimanna væri hægt að fá mun skýrari mynd af áhrifum veiða á ástand veiðistofnanna og í framhaldi af því móta heildstæða stefnu um skotveiðar og aðrar nytjar. Öðru hverju skjóta upp kollinum fréttir af slæmri umgengni veiðimanna, en ég fullyrði að um fáa einstaklinga er að ræða úr hópi þeirra þúsunda sem stunda veiðar á löglegan og ábyrgan hátt. Agaleysi meðal veiðimanna þekkist hins vegar því miður, ekki síður en hjá öðrum hópum, en við í Skotvís teljum að besta leiðin til að uppræta óæskilega hegðun sé fræðsla og að veiðimenn leggi sig fram um að vera hver öðrum góð fyrirmynd. Það þarf að gera öllum ljóst að í samfélagi veiðimanna líðst ekki slæm umgengni. Náttúra Íslands er dýrmætasta auðlind veiðimannsins og um hana ber okkur öllum að ganga af virðingu. Landspjöll eftir ökutæki eru annað brýnt umhverfismál en því miður er það svo að sá málaflokkur og ramminn utan um hann er á kolvitlausri leið enda er samráð við forsvarsmenn ferðafólks sorglega lítið og enn minna gert með tillögur þeirra. Ástæður þess að erfitt reynist að koma böndum á „utanvegaakstur“ eru margvíslegar en maður spyr sig hvort ekki sé um sama hóp að ræða og ekur um vegi og götur landsins á ofsahraða og virðir ekki umferðarreglur. Hvers vegna ætti sá hópur að virða frekar lög um náttúruvernd þar sem sektir og úrræði eru jafnvel enn minni en heimildir í umferðarlögum leyfa? Vandinn liggur að stórum hluta í lélegri upplýsingagjöf, misræmi í reglum og agaleysi. Skotveiðifélag Íslands hefur frá upphafi náð ótrúlega góðum árangri og fyrir framtak félagsins má segja að siðbót og aga hafi verið komið á í veiðum og umgengni veiðimanna. Markmið félagsins eiga oftar en ekki heilmargt sameiginlegt með markmiðum náttúruverndarsamtaka enda gerir félagið sér það ljóst að án heilbrigðra dýrastofna og því sem næst ósnortinnar náttúru verða engar veiðar stundaðar til framtíðar. Næstkomandi haust mun Skotvís standa fyrir ráðstefnu um faglega veiðistjórnun í samvinnu við Umhverfisstofnun með það að markmiði að efla veiðistjórnun á Íslandi, en til að það geti gerst þarf að auka mikið samvinnu og samstarf á milli vísindasamfélagsins og þeirra sem þekkja landið sitt í gegnum veiðar, nytjar eða aðra útiveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands – Skotvís – hefur allt frá stofnun þess barist fyrir siðbót meðal skotveiðimanna á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan um miðjan áttunda áratuginn, þegar félagið var stofnað, og er óhætt að segja að vel hafi gengið að koma siðbótinni á. Það er í raun aðdáunarvert að sjá hve frumkvöðlar félagsins voru framsýnir, en til vitnis um það eru siðareglur Skotvís (sjá á www.skotvis.is). Í siðareglunum er farið yfir hvernig góður veiðimaður skuli haga sér gagnvart sjálfum sér, öðru fólki og síðast en ekki síst náttúru landsins. Siðareglurnar eru til halds og trausts fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í veiðum og fyrir eldri og reyndari veiðimenn til að spegla sig í og máta sig við. Eitt af því sem fram kemur í siðareglum Skotvís er að góður skotveiðimaður tekur þátt í rannsóknum og eykur stöðugt þekkingu sína á veiðistofnum. Skotvís hefur oftar en ekki átt frumkvæðið að því að leggja vísindamönnum lið með öflun sýna og talningu á stofnum. Nýlega voru sýndir í Ríkissjónvarpinu hreint magnaðir þættir BBC með David Attenborough um líf á heimsskautunum. Þar kom fram að í Kanada hafa stjórnvöld fengið frumbyggja landsins í lið með sér til að afla upplýsinga um breytingar á búsvæðum þeirra. Slík verkefni eru varla framkvæmanleg nema með samstarfi frumbyggja og vísindamanna, en veiðar þeirra fyrrnefndu hafa mótað þeirra lífsafkomu alla tíð og vitneskja þeirra um lífríkið, dýrastofna og umhverfið er ómetanlegt framlag í svona verkefni. Svona samstarf þekktist hérlendis á árum áður, en hefur því miður farið mikið aftur. Svo virðist sem lítill sem enginn vilji ríki hjá núverandi stjórnvöldum til að taka höndum saman með veiðimönnum og vinna verkefnin í samstarfi. Þess í stað er ítrekað lagt til eitt og annað sem snýr að því að þrengja rétt manna til að veiða og nýta það sem landið gefur af sér. Á síðustu árum hafa augu æ fleiri opnast fyrir því hversu rík þjóð við erum þegar kemur að heilnæmum afurðum úr lífríki Íslands. Afurðir villtra dýra eru einhver heilnæmasti matur sem finna má og dýrin sem veidd eru hafa lifað við ólíkt betri aðstæður en þau sem alin eru til manneldis með búskaparháttum verksmiðjuframleiðslu. Þessa auðlind er sjálfsagt að nýta og með samstarfi við þúsundir veiðimanna væri hægt að fá mun skýrari mynd af áhrifum veiða á ástand veiðistofnanna og í framhaldi af því móta heildstæða stefnu um skotveiðar og aðrar nytjar. Öðru hverju skjóta upp kollinum fréttir af slæmri umgengni veiðimanna, en ég fullyrði að um fáa einstaklinga er að ræða úr hópi þeirra þúsunda sem stunda veiðar á löglegan og ábyrgan hátt. Agaleysi meðal veiðimanna þekkist hins vegar því miður, ekki síður en hjá öðrum hópum, en við í Skotvís teljum að besta leiðin til að uppræta óæskilega hegðun sé fræðsla og að veiðimenn leggi sig fram um að vera hver öðrum góð fyrirmynd. Það þarf að gera öllum ljóst að í samfélagi veiðimanna líðst ekki slæm umgengni. Náttúra Íslands er dýrmætasta auðlind veiðimannsins og um hana ber okkur öllum að ganga af virðingu. Landspjöll eftir ökutæki eru annað brýnt umhverfismál en því miður er það svo að sá málaflokkur og ramminn utan um hann er á kolvitlausri leið enda er samráð við forsvarsmenn ferðafólks sorglega lítið og enn minna gert með tillögur þeirra. Ástæður þess að erfitt reynist að koma böndum á „utanvegaakstur“ eru margvíslegar en maður spyr sig hvort ekki sé um sama hóp að ræða og ekur um vegi og götur landsins á ofsahraða og virðir ekki umferðarreglur. Hvers vegna ætti sá hópur að virða frekar lög um náttúruvernd þar sem sektir og úrræði eru jafnvel enn minni en heimildir í umferðarlögum leyfa? Vandinn liggur að stórum hluta í lélegri upplýsingagjöf, misræmi í reglum og agaleysi. Skotveiðifélag Íslands hefur frá upphafi náð ótrúlega góðum árangri og fyrir framtak félagsins má segja að siðbót og aga hafi verið komið á í veiðum og umgengni veiðimanna. Markmið félagsins eiga oftar en ekki heilmargt sameiginlegt með markmiðum náttúruverndarsamtaka enda gerir félagið sér það ljóst að án heilbrigðra dýrastofna og því sem næst ósnortinnar náttúru verða engar veiðar stundaðar til framtíðar. Næstkomandi haust mun Skotvís standa fyrir ráðstefnu um faglega veiðistjórnun í samvinnu við Umhverfisstofnun með það að markmiði að efla veiðistjórnun á Íslandi, en til að það geti gerst þarf að auka mikið samvinnu og samstarf á milli vísindasamfélagsins og þeirra sem þekkja landið sitt í gegnum veiðar, nytjar eða aðra útiveru.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun