Argumentum ad hominem Sigurður Gizurarson skrifar 7. maí 2012 06:00 Niðurstaða Landsdóms og viðbrögð Geirs H. Haarde við honum hafa verið til umræðu undanfarna daga. Dómstóllinn sýknaði Geir af öllum ákæruatriðum nema því að hann hefði af stórfelldu gáleysi látið fyrir farast að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Eðlilega tók Geir sakfellinguna óstinnt upp. Hann kvaðst reiður yfir niðurstöðunni og álíta ljóst, að pólitísk sjónarmið hefðu laumað sér inn í landsdóminn. Viðbrögð Geirs hafa svo aftur orðið til þess að margir hafa talið sig sjálfkjörna til að fella siðferðilegan viðbótardóm yfir Geir. Fyrrverandi hæstaréttardómari, Magnús Thoroddsen, fordæmdi viðbrögð Geirs í útvarpi og lagaprófessorinn Sigurður Líndal kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu. Hann segir m.a.: „En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.“ Sigurður Líndal gerir sig sjálfan einmitt beran að því sem hann segist vera að gagnrýna. Það sem hann ber Geir H. Haarde á brýn er einmitt rök gegn manni en ekki málefni. Grein hans er öll „argumentum ad hominem“ auk þess að vera merkingarlaust níð. Hann gagnrýnir skapgerð Geirs en ekki rök hans gegn niðurstöðu Landsdóms. Aðferð Sigurðar er þó ekkert einsdæmi, því að iðulega ræðst hann gegn persónu manna og á ég þá ekki eingöngu við baktal hans um einstaka menn, heldur greinaskrif hans á opinberum vettvangi. Í greinum í Fréttablaðinu 17. marz og 9. og 15. apríl 2011 réðst hann gegn persónu stjórnlagaráðsmanna, þótt þeir hefðu þá ekki enn látið neinar tillögur að stjórnarskrá frá sér fara. Talaði Sigurður um „hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir … Ef markmiði verður ekki náð löglega er lögbrot einungis „önnur leið“ til að ná því.“ Réttur Geirs H. Haarde til að vefengja niðurstöðu Landsdóms sem og til að gagnrýna persónu sjálfra dómendanna er grundvallarmannréttindi hans. Engum er siðferðilega skylt að samþykkja með þögn áfellisdóm annarra yfir sjálfum sér. Allir hafa rétt til að mótmæla árás á mannorð sitt, hvort heldur hún er opinber niðurstaða dómstóls eða venjulegt níð úti í þjóðfélaginu. Árás á Geir í þeirri stöðu sem hann er í þegar hann er nýbúinn að taka við áfellisdómi Landsdóms, getur ekki kallazt annað en spark í mann sem stendur höllum fæti – þótt ekki teljist hann liggjandi. Það er dæmigert fyrir Sigurð Líndal að slá sig til riddara sem „hæfileika“ mann er ástundi skynsamlega rökræðu um leið og hann sparkar í Geir H. Haarde þegar svona stendur á. Röksemdir „ad hominem“ eru ekki skóladæmi um rökþrot. Dómstólar kveða ekki ávallt upp réttláta dóma og ástæða getur þá verið til að gagnrýna dómendurna. Í Frakklandi hlauzt stjórnmálakreppa, þegar Alfred Dreyfus var dæmdur 1894 til fangelsisvistar fyrir landráð. Dreyfus var liðsforingi í franska hernum af gyðingaættum, sem var dæmdur á grundvelli sönnunargagna sem reyndust fölsuð. Árið 1898 skrifaði rithöfundurinn Emil Zola opið bréf undir fyrirsögninni „Ég ákæri“ (J"accuse) til varnar Dreyfusi. Sú staðreynd að Zola beindi beittum penna sínum gegn ákærendum og dómendum gerði ekki gagnrýni hans merkingarlausa, heldur enn þá beittari en ella. Dreyfus hafði verið fangelsaður, en var síðar náðaður af Frakklandsforseta. Eftir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna 12. desember 2000 í málinu Bush v. Gore, þar sem meirihluti dómstólsins afhenti George W. Bush forsetaembætti Bandaríkjanna með úrskurði sínum, héldu mikilhæfir lögfræðingar því fram, að dómendurnir hefðu gerzt sekir um landráð. Lagaprófessor við Yale-háskólann líkti niðurstöðunni við það „þegar Kennedy var ráðinn af dögum“ og að margra áliti voru það engar ýkjur. Sigurður Líndal gagnrýnir aldrei niðurstöður Hæstaréttar Íslands né dómstóla yfirleitt. Það eru stjórnmál hans og lögfræði í hnotskurn. Þegar dómarar bregðast skyldum sínum er auðvitað full ástæða til að gagnrýna þá. Og þegar lagaprófessor bregst þeirri skyldu sinni að gagnrýna niðurstöður dómstóla er einnig ástæða til að gagnrýna hann. Sigurður hefur brugðizt hlutverki sínu sem lagaprófessor, því að hann hefur áratugum saman þegið laun úr ríkissjóði fyrir það verkefni að brjóta niðurstöður íslenzkra dómstóla til mergjar, en þess sér hvergi stað. Hvort þar veldur vangeta eða óheilindi skal ósagt látið. Víst er hins vegar, að skinhelgi og sýndarmennska eru hans ær og kýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Niðurstaða Landsdóms og viðbrögð Geirs H. Haarde við honum hafa verið til umræðu undanfarna daga. Dómstóllinn sýknaði Geir af öllum ákæruatriðum nema því að hann hefði af stórfelldu gáleysi látið fyrir farast að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni, svo sem boðið er í 17. gr. stjórnarskrárinnar. Eðlilega tók Geir sakfellinguna óstinnt upp. Hann kvaðst reiður yfir niðurstöðunni og álíta ljóst, að pólitísk sjónarmið hefðu laumað sér inn í landsdóminn. Viðbrögð Geirs hafa svo aftur orðið til þess að margir hafa talið sig sjálfkjörna til að fella siðferðilegan viðbótardóm yfir Geir. Fyrrverandi hæstaréttardómari, Magnús Thoroddsen, fordæmdi viðbrögð Geirs í útvarpi og lagaprófessorinn Sigurður Líndal kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu. Hann segir m.a.: „En hér fellur Geir í þá gryfju að nota rök gegn dómendum í stað þess að tefla fram rökum gegn niðurstöðu þeirra. Hann býr sér til forsendur um hugarfar þeirra í því skyni að gera þá fyrirfram tortryggilega og þegar af þeirri ástæðu standist niðurstaða þeirra ekki. Þetta er í rökfræðinni kallað rök gegn manni en ekki málefni (argumentum ad hominem) og er skóladæmi um rökþrot. Með því er máli drepið á dreif og orðræðan verður merkingarlaus. En viðbrögð Geirs hafa víðari skírskotun. Þau varpa ljósi á pólitíska umræðu í þjóðfélaginu nú um stundir sem einkennist sífellt meira af merkingarleysi. Og smám saman einangrast hún frá öllum veruleika og því lífi sem lifað er í landinu. Hætt er við að hæfileikafólk kjósi sér annan starfsvettvang en stjórnmál og atgervisflótti verði – ef hann er þá ekki þegar hafinn.“ Sigurður Líndal gerir sig sjálfan einmitt beran að því sem hann segist vera að gagnrýna. Það sem hann ber Geir H. Haarde á brýn er einmitt rök gegn manni en ekki málefni. Grein hans er öll „argumentum ad hominem“ auk þess að vera merkingarlaust níð. Hann gagnrýnir skapgerð Geirs en ekki rök hans gegn niðurstöðu Landsdóms. Aðferð Sigurðar er þó ekkert einsdæmi, því að iðulega ræðst hann gegn persónu manna og á ég þá ekki eingöngu við baktal hans um einstaka menn, heldur greinaskrif hans á opinberum vettvangi. Í greinum í Fréttablaðinu 17. marz og 9. og 15. apríl 2011 réðst hann gegn persónu stjórnlagaráðsmanna, þótt þeir hefðu þá ekki enn látið neinar tillögur að stjórnarskrá frá sér fara. Talaði Sigurður um „hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir … Ef markmiði verður ekki náð löglega er lögbrot einungis „önnur leið“ til að ná því.“ Réttur Geirs H. Haarde til að vefengja niðurstöðu Landsdóms sem og til að gagnrýna persónu sjálfra dómendanna er grundvallarmannréttindi hans. Engum er siðferðilega skylt að samþykkja með þögn áfellisdóm annarra yfir sjálfum sér. Allir hafa rétt til að mótmæla árás á mannorð sitt, hvort heldur hún er opinber niðurstaða dómstóls eða venjulegt níð úti í þjóðfélaginu. Árás á Geir í þeirri stöðu sem hann er í þegar hann er nýbúinn að taka við áfellisdómi Landsdóms, getur ekki kallazt annað en spark í mann sem stendur höllum fæti – þótt ekki teljist hann liggjandi. Það er dæmigert fyrir Sigurð Líndal að slá sig til riddara sem „hæfileika“ mann er ástundi skynsamlega rökræðu um leið og hann sparkar í Geir H. Haarde þegar svona stendur á. Röksemdir „ad hominem“ eru ekki skóladæmi um rökþrot. Dómstólar kveða ekki ávallt upp réttláta dóma og ástæða getur þá verið til að gagnrýna dómendurna. Í Frakklandi hlauzt stjórnmálakreppa, þegar Alfred Dreyfus var dæmdur 1894 til fangelsisvistar fyrir landráð. Dreyfus var liðsforingi í franska hernum af gyðingaættum, sem var dæmdur á grundvelli sönnunargagna sem reyndust fölsuð. Árið 1898 skrifaði rithöfundurinn Emil Zola opið bréf undir fyrirsögninni „Ég ákæri“ (J"accuse) til varnar Dreyfusi. Sú staðreynd að Zola beindi beittum penna sínum gegn ákærendum og dómendum gerði ekki gagnrýni hans merkingarlausa, heldur enn þá beittari en ella. Dreyfus hafði verið fangelsaður, en var síðar náðaður af Frakklandsforseta. Eftir dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna 12. desember 2000 í málinu Bush v. Gore, þar sem meirihluti dómstólsins afhenti George W. Bush forsetaembætti Bandaríkjanna með úrskurði sínum, héldu mikilhæfir lögfræðingar því fram, að dómendurnir hefðu gerzt sekir um landráð. Lagaprófessor við Yale-háskólann líkti niðurstöðunni við það „þegar Kennedy var ráðinn af dögum“ og að margra áliti voru það engar ýkjur. Sigurður Líndal gagnrýnir aldrei niðurstöður Hæstaréttar Íslands né dómstóla yfirleitt. Það eru stjórnmál hans og lögfræði í hnotskurn. Þegar dómarar bregðast skyldum sínum er auðvitað full ástæða til að gagnrýna þá. Og þegar lagaprófessor bregst þeirri skyldu sinni að gagnrýna niðurstöður dómstóla er einnig ástæða til að gagnrýna hann. Sigurður hefur brugðizt hlutverki sínu sem lagaprófessor, því að hann hefur áratugum saman þegið laun úr ríkissjóði fyrir það verkefni að brjóta niðurstöður íslenzkra dómstóla til mergjar, en þess sér hvergi stað. Hvort þar veldur vangeta eða óheilindi skal ósagt látið. Víst er hins vegar, að skinhelgi og sýndarmennska eru hans ær og kýr.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar