Sögulegur árangur frönsku Þjóðfylkingarinnar Torfi H. Tulinius skrifar 4. maí 2012 06:00 Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sl. sunnudag. Hún nær tvöfaldaði fylgi föður síns, Jean-Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastólinn í seinni umferð forsetakosninganna 2002. Marine Le Pen er langt frá því að hafa náð fylgi þeirra tveggja frambjóðenda sem efstir voru sl. sunnudag, sitjandi forseta Sarkozy með 27% atkvæða og sósíal-istans Hollande með 28,5. Hún er eigi að síður komin í stöðu þriðja mannsins sem getur gert út um kjör annars hvors frambjóðandans sem mætast í seinni umferð 6. maí nk. Hún sigraði að því leyti vinstri manninn Jean-Luc Mélenchon sem vonaðist til að komast í álíka stöðu. Þessi árangur veikir Sarkozy, sem er með 4% minna fylgi nú en eftir fyrri umferð síðustu kosninga. Kannanir sem gerðar voru að kvöldi 22. apríl, eftir að niðurstöður fyrri umferðar voru kunnar, benda til þess að Hollande fari með sigur af hólmi, og einnig að heldur er að draga saman með þeim Sarkozy. Þó sigurvegari fyrri umferðar hafi undantekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur Marine Le Pen sendir þrenns konar skilaboð til annarra stjórnmálamanna. Í fyrsta lagi er hinn svokallaði „innflytjendavandi“ orðinn að einhverju sem tala má opinskátt um í frönskum stjórnmálum. Lengi var litið á Þjóðfylkinguna sem öfgaflokk til hægri, enda þótti andúð á útlendingum stríða gegn grunngildum Frakka. Gamli Le Pen hafði á sér öfga-stimpil, m.a. fyrir fræg ummæli sín um að útrýming Gyðinga í seinni heimsstyrjöld væri „smáatriði“ í sögulegu tilliti. Dóttir hans hefur mildari ásjónu og henni virðist hafa tekist að gera flokk föður síns að ásættanlegum valkosti fyrir þá sem óttast fjölmenningu, í líkingu við danska Þjóðarflokkinn og önnur ámóta samtök víðs vegar í Evrópu. Í öðru lagi segir fylgi Le Pen að almenningur í Frakklandi sé ósáttur við kreppuna sem í vændum er. Hann kveinkar sér undan þeim einkennum hennar sem nú þegar eru farin að bíta, þ.e. samdrætti í kaupmætti og auknu atvinnuleysi, og óttast afleiðingar versnandi kreppu og nauðsynlegra aðhaldsaðgerða. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að Grikkjum og Spánverjum eru Frökkum ofarlega í huga og þeir vita að það þarf að taka rækilega til í ríkisfjármálum eigi ekki að fara eins fyrir þeim. Loks gefur samanlagt fylgi Sarkozy og Le Pen, sem er um 45%, vísbendingu um að meirihluti franskra kjósenda sé fremur til hægri. Bayrou, sem er hægra megin við miðju, fékk ríflega 9%. Kjósendur hans eru taldir hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og raunsæja sýn á nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Þeir eru mjög ólíklegir til að styðja hreinræktaða vinstri stefnu og hafa gjarnan kosið Gaullista í seinni umferð á síðustu áratugum. Ef nánast allir kjósendur Le Pen fara yfir á Sarkozy – en það er óvíst – þarf hann ekki að gera mikið til að sá efasemdum á miðjunni um hæfni Hollande. Þannig er hugsanlegt að sitjandi forseti nái hylli miðjumanna sem annars eru taldir hafa andúð á honum. Kosningabaráttan fram til 6. maí mun því snúast um það hvor líklegastur sé til að geta leitt þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Tekist verður á bæði um persónur og stefnu. Þjóðin þekkir Sarkozy. Hann er duglegur, hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en hefur ekki tekist að treysta efnahag landsins á fimm ára valdatíð. Enn fremur þykir hann vera hallur undir þá ríku og skorta raunverulega framtíðarsýn sem gerir Frakklandi kleift að ná sér út úr kreppunni og tryggja áframhaldandi velmegun í landinu. Hollande er ekki eins þekktur og hefur litla reynslu af landstjórn. Hann hefur ræktað með sér alþýðlegt en jafnframt landsföðurlegt yfirbragð og vill minna á Mitterrand sem sigraði einmitt sitjandi forseta hægri manna 1981. Hollande hefur sagt að hann ætlist til af þeim sem mest eiga að þeir leggi fram drýgstan skerf til þeirrar nauðsynlegu endurreisnar sem fram undan er. Hyggst hann meðal annars breyta skattkerfinu í því skyni. Nokkrir af fremstu hagfræðingum Frakka lýstu því nýlega yfir að stefna hans í efnahagsmálum væri að flestu leyti betur hugsuð en stefna keppinautar hans. Hvor heldur sem vinnur kosningarnar 6. maí, þá á sá hinn sami eftir að tryggja sér þingmeirihluta fyrir stefnu sinni í þingkosningunum 11. og 17. júní. Óvissa mun því ríkja enn um skeið um stjórnarstefnuna í Frakklandi, a.m.k. þangað til og e.t.v. mun lengur, verði sá meirihluti sem þá kemur upp úr kjörkössunum óskýr eða tæpur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hægrikonan Marine Le Pen, fékk 18% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sl. sunnudag. Hún nær tvöfaldaði fylgi föður síns, Jean-Marie Le Pen, frá því fyrir fimm árum. Raunar gerði hún betur því hún fékk fleiri atkvæði en hann í kosningunum þar á undan, þegar föður hennar tókst að skjótast fram fyrir sósíalistann Jospin og keppa við Chirac um forsetastólinn í seinni umferð forsetakosninganna 2002. Marine Le Pen er langt frá því að hafa náð fylgi þeirra tveggja frambjóðenda sem efstir voru sl. sunnudag, sitjandi forseta Sarkozy með 27% atkvæða og sósíal-istans Hollande með 28,5. Hún er eigi að síður komin í stöðu þriðja mannsins sem getur gert út um kjör annars hvors frambjóðandans sem mætast í seinni umferð 6. maí nk. Hún sigraði að því leyti vinstri manninn Jean-Luc Mélenchon sem vonaðist til að komast í álíka stöðu. Þessi árangur veikir Sarkozy, sem er með 4% minna fylgi nú en eftir fyrri umferð síðustu kosninga. Kannanir sem gerðar voru að kvöldi 22. apríl, eftir að niðurstöður fyrri umferðar voru kunnar, benda til þess að Hollande fari með sigur af hólmi, og einnig að heldur er að draga saman með þeim Sarkozy. Þó sigurvegari fyrri umferðar hafi undantekningalítið náð kjöri í þeirri seinni getur margt gerst á milli þeirra. Úrslitin eru því síður en svo ráðin. Sögulegur árangur Marine Le Pen sendir þrenns konar skilaboð til annarra stjórnmálamanna. Í fyrsta lagi er hinn svokallaði „innflytjendavandi“ orðinn að einhverju sem tala má opinskátt um í frönskum stjórnmálum. Lengi var litið á Þjóðfylkinguna sem öfgaflokk til hægri, enda þótti andúð á útlendingum stríða gegn grunngildum Frakka. Gamli Le Pen hafði á sér öfga-stimpil, m.a. fyrir fræg ummæli sín um að útrýming Gyðinga í seinni heimsstyrjöld væri „smáatriði“ í sögulegu tilliti. Dóttir hans hefur mildari ásjónu og henni virðist hafa tekist að gera flokk föður síns að ásættanlegum valkosti fyrir þá sem óttast fjölmenningu, í líkingu við danska Þjóðarflokkinn og önnur ámóta samtök víðs vegar í Evrópu. Í öðru lagi segir fylgi Le Pen að almenningur í Frakklandi sé ósáttur við kreppuna sem í vændum er. Hann kveinkar sér undan þeim einkennum hennar sem nú þegar eru farin að bíta, þ.e. samdrætti í kaupmætti og auknu atvinnuleysi, og óttast afleiðingar versnandi kreppu og nauðsynlegra aðhaldsaðgerða. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að Grikkjum og Spánverjum eru Frökkum ofarlega í huga og þeir vita að það þarf að taka rækilega til í ríkisfjármálum eigi ekki að fara eins fyrir þeim. Loks gefur samanlagt fylgi Sarkozy og Le Pen, sem er um 45%, vísbendingu um að meirihluti franskra kjósenda sé fremur til hægri. Bayrou, sem er hægra megin við miðju, fékk ríflega 9%. Kjósendur hans eru taldir hafa áhyggjur af efnahagsástandinu og raunsæja sýn á nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Þeir eru mjög ólíklegir til að styðja hreinræktaða vinstri stefnu og hafa gjarnan kosið Gaullista í seinni umferð á síðustu áratugum. Ef nánast allir kjósendur Le Pen fara yfir á Sarkozy – en það er óvíst – þarf hann ekki að gera mikið til að sá efasemdum á miðjunni um hæfni Hollande. Þannig er hugsanlegt að sitjandi forseti nái hylli miðjumanna sem annars eru taldir hafa andúð á honum. Kosningabaráttan fram til 6. maí mun því snúast um það hvor líklegastur sé til að geta leitt þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Tekist verður á bæði um persónur og stefnu. Þjóðin þekkir Sarkozy. Hann er duglegur, hefur látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en hefur ekki tekist að treysta efnahag landsins á fimm ára valdatíð. Enn fremur þykir hann vera hallur undir þá ríku og skorta raunverulega framtíðarsýn sem gerir Frakklandi kleift að ná sér út úr kreppunni og tryggja áframhaldandi velmegun í landinu. Hollande er ekki eins þekktur og hefur litla reynslu af landstjórn. Hann hefur ræktað með sér alþýðlegt en jafnframt landsföðurlegt yfirbragð og vill minna á Mitterrand sem sigraði einmitt sitjandi forseta hægri manna 1981. Hollande hefur sagt að hann ætlist til af þeim sem mest eiga að þeir leggi fram drýgstan skerf til þeirrar nauðsynlegu endurreisnar sem fram undan er. Hyggst hann meðal annars breyta skattkerfinu í því skyni. Nokkrir af fremstu hagfræðingum Frakka lýstu því nýlega yfir að stefna hans í efnahagsmálum væri að flestu leyti betur hugsuð en stefna keppinautar hans. Hvor heldur sem vinnur kosningarnar 6. maí, þá á sá hinn sami eftir að tryggja sér þingmeirihluta fyrir stefnu sinni í þingkosningunum 11. og 17. júní. Óvissa mun því ríkja enn um skeið um stjórnarstefnuna í Frakklandi, a.m.k. þangað til og e.t.v. mun lengur, verði sá meirihluti sem þá kemur upp úr kjörkössunum óskýr eða tæpur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar