Verkfræði – tækifæri til framtíðar Kristinn Andersen skrifar 2. maí 2012 11:00 Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar