Verkfræði – tækifæri til framtíðar Kristinn Andersen skrifar 2. maí 2012 11:00 Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar