Fyrir fjölskylduna Björn Valur Gíslason skrifar 8. maí 2012 06:00 Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar