Fyrir fjölskylduna Björn Valur Gíslason skrifar 8. maí 2012 06:00 Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upplifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkóhólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjölskyldu þess sjúka, börn ekki síður en fullorðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir áralangan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir landsmenn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkóhólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar