Skoðun

Jón eða séra Jón

Anna Hulda Júlíusdóttir skrifar
Ég vil þakka Jóhannesi Kr. Kristjánssyni fréttamanni og öllu því frábæra fólki sem hefur hugrekki til að stíga fram í dagsljósið og tala um einelti.

Kvíði, svefnleysi og skömm eru þeir fylgifiskar sem ég þekki frá fyrstu hendi sem þolandi eineltis á vinnustað. Einelti og annað ofbeldi er ekkert annað en fjandsamleg framkoma einnar manneskju í garð annarrar og er ekkert einkamál heldur smánarblettur á íslensku samfélagi. Gerendur spyrja hvorki um stétt né stöðu; prestur, maður, kona, þingmaður, forstjóri, kennari, unglingur, barn, foreldri, nemandi og svo mætti lengi telja. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og er algjörlega á ábyrgð geranda.

Kæri gerandi, hvað er það sem veldur vanlíðan þinni? Er það brotin sjálfsmynd, afbrýðisemi, öfund, valdabarátta, streita, erfiðar heimilisaðstæður eða áttir þú hreinlega bara erfiðan dag? Veistu, að ekkert af þessu er óyfirstíganlegt. Sýndu sjálfum þér þá virðingu að leita þér hjálpar. Sýndu hugrekki og fáðu aðstoð við að verða betri þú.




Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×