Samtök meðlagsgreiðenda Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 7. maí 2012 09:00 Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun