Líf á biðstofunni Bryndís Björnsdóttir skrifar 7. maí 2012 06:00 Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar