Líf á biðstofunni Bryndís Björnsdóttir skrifar 7. maí 2012 06:00 Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun