Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar 2. maí 2012 08:00 Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar