Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar 2. maí 2012 08:00 Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar