Nýr LSH – Staðhæfingar Siv Friðleifsdóttir skrifar 4. maí 2012 06:00 Í nýlegri grein Guðjóns Baldurssonar, eru ýmsar staðhæfingar úr grein minni sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. dregnar í efa. Guðjón nefnir ein sjö atriði. Nú er það svo að við Guðjón erum algjörlega á öndverðum meiði gagnvart uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Að hefja ritdeilu við Guðjón, er því svo fjarri mér. Hins vegar ber að taka fram að ég hef fylgst með þessu verkefni um langa tíð og komið að því með einum og öðrum hætti, bæði sem þingmaður og heilbrigðisráðherra og allan þann tíma hef ég verið sannfærð um mikilvægi þess að stíga þau skref sem unnið er að í verkefninu um nýjan Landspítala. Á þessum langa tíma hefur ríkt pólitísk sátt um verkefnið og er þess skemmst að minnast að þegar lög nr. 64/2010, sem veittu ráðherra heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut, voru samþykkt á Alþingi þá greiddu allir þingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni atkvæði með lögunum nema fjórir sem sátu hjá. Þeir sem samþykktu lögin komu úr öllum flokkum. Á þann hátt var enn og aftur tryggð þverpólitísk samstaða um nýjan LSH. Þá ber að halda til haga að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal síðan leita samþykkis Alþingis með almennum lögum. Málið kemur því aftur inn á borð Alþingis. Annað sem kom fram í grein minni byggir á tölulegum upplýsingum eða öðrum rekjanlegum staðreyndum sem hægt er finna á verkefnavef nýs Landspítala. Að öðru leyti vísa ég því til fyrri greinar minnar. Við skulum ekki gleyma því að markmiðið með uppbyggingunni við Hringbraut er að sjúklingurinn sé ávallt í öndvegi. Við munum fá fram aukna hagkvæmni í rekstri með því að sameina kraftana og nýta þekkingu, mannafla og tæki á sem bestan hátt. Samþætting háskóla og sjúkrahúss mun stuðla að áframhaldandi þróun í heilbrigðisvísindum. Þá mun spítalinn verða áfram eftirsóknarverður vinnustaður. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Guðjóns Baldurssonar, eru ýmsar staðhæfingar úr grein minni sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. dregnar í efa. Guðjón nefnir ein sjö atriði. Nú er það svo að við Guðjón erum algjörlega á öndverðum meiði gagnvart uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Að hefja ritdeilu við Guðjón, er því svo fjarri mér. Hins vegar ber að taka fram að ég hef fylgst með þessu verkefni um langa tíð og komið að því með einum og öðrum hætti, bæði sem þingmaður og heilbrigðisráðherra og allan þann tíma hef ég verið sannfærð um mikilvægi þess að stíga þau skref sem unnið er að í verkefninu um nýjan Landspítala. Á þessum langa tíma hefur ríkt pólitísk sátt um verkefnið og er þess skemmst að minnast að þegar lög nr. 64/2010, sem veittu ráðherra heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut, voru samþykkt á Alþingi þá greiddu allir þingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni atkvæði með lögunum nema fjórir sem sátu hjá. Þeir sem samþykktu lögin komu úr öllum flokkum. Á þann hátt var enn og aftur tryggð þverpólitísk samstaða um nýjan LSH. Þá ber að halda til haga að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal síðan leita samþykkis Alþingis með almennum lögum. Málið kemur því aftur inn á borð Alþingis. Annað sem kom fram í grein minni byggir á tölulegum upplýsingum eða öðrum rekjanlegum staðreyndum sem hægt er finna á verkefnavef nýs Landspítala. Að öðru leyti vísa ég því til fyrri greinar minnar. Við skulum ekki gleyma því að markmiðið með uppbyggingunni við Hringbraut er að sjúklingurinn sé ávallt í öndvegi. Við munum fá fram aukna hagkvæmni í rekstri með því að sameina kraftana og nýta þekkingu, mannafla og tæki á sem bestan hátt. Samþætting háskóla og sjúkrahúss mun stuðla að áframhaldandi þróun í heilbrigðisvísindum. Þá mun spítalinn verða áfram eftirsóknarverður vinnustaður. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar