Dansinn í Hruna Sverrir Hermannsson skrifar 4. maí 2012 06:00 Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá „sérstakur saksóknari" blóðinu, ásamt liðssafnaði við að rannsaka ávirðingar. Alþingi tók einnig þátt í dansinum með því að fela Landsdómi að sækja einn mann til saka fyrir mistök í starfi. Við dómsuppkvaðningu kom ekkert á óvart nema viðbrögð Geirs Haarde við sakfellingu í einu huglægu ákæruefni; að öðru leyti var hann sýknaður. Af ótilgreindum ástæðum er og hefir skrifara þessara orða verið vel til Geirs. En hann varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans. Má vera að áralöng áþján hafi villt Geir sýn, en hann hefði ekki þurft að kippa sér upp við dómsáfelli þetta. Hann var sýknaður af öllum efnisatriðum, en dæmdur sekur fyrir stjórnarfar, sem hann hafði alizt upp við í a.m.k. áratug hjá Davíð Oddssyni og hans nánustu. Geir hefði átt að játa hreinskilnislega að þá stjórnarhætti mætti betrumbæta. Davíð Oddsson sagðist fyrir dómstólnum hafa varað við á sínum tíma að bankarnir væru komnir á heljarþröm. Ekki er að undra þótt kunnugir tækju á slíku ekkert mark, vitandi að vitnið hafði ekkert vit á fjármálum eða peningamálum yfirleitt – og vildi ekki vita. Það eina sem hann tók mark á í því sambandi voru Chicago-vitsmunir Hannesar Hólmsteins, svo gæfusamlegir sem þeir reyndust íslenzkum þjóðarbúskap. Davíð Oddsson lét við það sitja að deila og drottna með smjörklípuaðferð sinni. Allan einvaldstíma Davíðs lágu ráðherrar hundflatir fyrir honum; hið sama átti við um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem risu aldrei hærra fyrir honum en á hné, þegar þeir þurftu að flaðra upp um hann í von um klípu. Geir var því alls óvanur fjölskipaðri ríkisstjórn. Má það heita afbötun hans. Þó ekki með öllu fullnægjandi. Átti hann líka þess vegna að taka niðurstöðu dóms Landsdóms öðruvísi en raun varð á. Frá hundraðshöfðingjanum „Sérstökum" heyrist á stundum, enda opinberar atlögur hans að Hrunverjum orðnar einar þrjár á jafnmörgum árum. Hvað ætli það fyrirbrigði kosti orðið þjóðina? Fyrrverandi dómsmálaráðherra mun hafa svarað því til, þegar efast var um ágæti mannsins að skipa embættið, að enginn annar hefði fengizt til starfans. Það voru öll meðmælin. Ekki er þó manneklu að kenna að árangur reynist í rýrara lagi. Að minnsta kosti virðist fjöldinn allur af þeim, sem fleyttu rjómann á valdaárum Davíðs og Halldórs, ganga rösklega aftur. Hafa þeir sem mest að vinna við að þiggja laun margföld á borð við forsætisráðherra, eða standa á hálshnútunum við að afskrifa bankalán fjármálavíkinga. Dæmi um afskriftir eru mýmörg. Nefna má „Mónu" á Hornafirði. Það félag var stofnað af fyrirtækinu Skinney-Þinganes, sem er erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar. „Móna" virðist hafa verið stofnað til þess eins að slá lán hjá Landsbankanum, en eignir þar litlar sem engar. Út á hvað voru „Mónu" lánaðir milljarðar króna, sem síðan hafa verið afskrifaðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Sjá meira
Þær sögur hafa gengið fjöllum hærra að mjög mikil afbrot hafi verið framin í fjármálakerfi þjóðarinnar síðustu tuttugu árin eða svo. Eitt og eitt mál, árlega, sér dagsins ljós fyrir dómstólum og sveitist þá „sérstakur saksóknari" blóðinu, ásamt liðssafnaði við að rannsaka ávirðingar. Alþingi tók einnig þátt í dansinum með því að fela Landsdómi að sækja einn mann til saka fyrir mistök í starfi. Við dómsuppkvaðningu kom ekkert á óvart nema viðbrögð Geirs Haarde við sakfellingu í einu huglægu ákæruefni; að öðru leyti var hann sýknaður. Af ótilgreindum ástæðum er og hefir skrifara þessara orða verið vel til Geirs. En hann varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans. Má vera að áralöng áþján hafi villt Geir sýn, en hann hefði ekki þurft að kippa sér upp við dómsáfelli þetta. Hann var sýknaður af öllum efnisatriðum, en dæmdur sekur fyrir stjórnarfar, sem hann hafði alizt upp við í a.m.k. áratug hjá Davíð Oddssyni og hans nánustu. Geir hefði átt að játa hreinskilnislega að þá stjórnarhætti mætti betrumbæta. Davíð Oddsson sagðist fyrir dómstólnum hafa varað við á sínum tíma að bankarnir væru komnir á heljarþröm. Ekki er að undra þótt kunnugir tækju á slíku ekkert mark, vitandi að vitnið hafði ekkert vit á fjármálum eða peningamálum yfirleitt – og vildi ekki vita. Það eina sem hann tók mark á í því sambandi voru Chicago-vitsmunir Hannesar Hólmsteins, svo gæfusamlegir sem þeir reyndust íslenzkum þjóðarbúskap. Davíð Oddsson lét við það sitja að deila og drottna með smjörklípuaðferð sinni. Allan einvaldstíma Davíðs lágu ráðherrar hundflatir fyrir honum; hið sama átti við um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem risu aldrei hærra fyrir honum en á hné, þegar þeir þurftu að flaðra upp um hann í von um klípu. Geir var því alls óvanur fjölskipaðri ríkisstjórn. Má það heita afbötun hans. Þó ekki með öllu fullnægjandi. Átti hann líka þess vegna að taka niðurstöðu dóms Landsdóms öðruvísi en raun varð á. Frá hundraðshöfðingjanum „Sérstökum" heyrist á stundum, enda opinberar atlögur hans að Hrunverjum orðnar einar þrjár á jafnmörgum árum. Hvað ætli það fyrirbrigði kosti orðið þjóðina? Fyrrverandi dómsmálaráðherra mun hafa svarað því til, þegar efast var um ágæti mannsins að skipa embættið, að enginn annar hefði fengizt til starfans. Það voru öll meðmælin. Ekki er þó manneklu að kenna að árangur reynist í rýrara lagi. Að minnsta kosti virðist fjöldinn allur af þeim, sem fleyttu rjómann á valdaárum Davíðs og Halldórs, ganga rösklega aftur. Hafa þeir sem mest að vinna við að þiggja laun margföld á borð við forsætisráðherra, eða standa á hálshnútunum við að afskrifa bankalán fjármálavíkinga. Dæmi um afskriftir eru mýmörg. Nefna má „Mónu" á Hornafirði. Það félag var stofnað af fyrirtækinu Skinney-Þinganes, sem er erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar. „Móna" virðist hafa verið stofnað til þess eins að slá lán hjá Landsbankanum, en eignir þar litlar sem engar. Út á hvað voru „Mónu" lánaðir milljarðar króna, sem síðan hafa verið afskrifaðir?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun