Skipulagsdagar – sjónarmið námsmanna Sara Björg Pétursdóttir skrifar 3. maí 2012 10:00 Eftir að hafa fylgst með umræðunni um skipulagsdaga leikskólanna undanfarna daga langar mig að vekja athygli á einu sem virðist vera að gleymast í þessari umræðu og það eru foreldrarnir sem eru sjálfir námsmenn! Skipulagsdagar dúkka nefnilega stundum upp í miðri prófa-tíð hjá stúdentum sem eiga börn á leikskóla. Lokapróf hefjast yfirleitt í lok apríl og standa fram í miðjan maí að undanskildum sjúkra- og upptökuprófum sem eru yfirleitt í kringum 20. maí. Þó auðvitað misjafnt eftir skólum. Er ekki mögulegt að velja skipulagsdaga sem lenda ekki einmitt á þessum tíma ársins? Í Reykjanesbæ var skipulagsdagur mánudaginn 30. apríl, 1. maí er frídagur, svo þessi helgi var extra löng. Mjög óheppilegt fyrir þá foreldra sem eru í prófi 30. apríl eða 2. maí! Þann 18. maí er aftur skipulagsdagur í Reykjanesbæ sem er mjög óheppilegt fyrir þá foreldra sem færðu prófið sitt vegna skipulagsdagsins 30. apríl, voru veikir/með veik börn eða þurfa að taka prófið sitt upp. Þetta þarf klárlega að endurskoða, því ekki búa allir svo vel að eiga ömmur og afa eða frænkur og frændur til að hlaupa undir bagga með sér og getur margt haft áhrif þar á, til dæmis búseta námsmanna fjarri fjölskyldu. Það er eins og það gleymist hreinlega hversu margir foreldrar eru sjálfir í námi. Það þarf að vekja meiri athygli á þessu svo leikskólarnir geti komið til móts við þann stóra hóp foreldra sem er í námi og reynt að velja aðra daga en í miðri prófatíð fyrir skipulagsdaga og aðra viðburði, auðvit-að svo lengi sem það er ekki óheppilegt fyrir leikskólana. Ég held og ég vona að langflestir foreldrar skilji þörfina fyrir skipulagsdaga og vilji jafnframt taka þátt í sem flestum viðburðum á leikskóla barna sinna. Ég bind því vonir mínar við að hægt sé að mæta foreldrum í námi á miðri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með umræðunni um skipulagsdaga leikskólanna undanfarna daga langar mig að vekja athygli á einu sem virðist vera að gleymast í þessari umræðu og það eru foreldrarnir sem eru sjálfir námsmenn! Skipulagsdagar dúkka nefnilega stundum upp í miðri prófa-tíð hjá stúdentum sem eiga börn á leikskóla. Lokapróf hefjast yfirleitt í lok apríl og standa fram í miðjan maí að undanskildum sjúkra- og upptökuprófum sem eru yfirleitt í kringum 20. maí. Þó auðvitað misjafnt eftir skólum. Er ekki mögulegt að velja skipulagsdaga sem lenda ekki einmitt á þessum tíma ársins? Í Reykjanesbæ var skipulagsdagur mánudaginn 30. apríl, 1. maí er frídagur, svo þessi helgi var extra löng. Mjög óheppilegt fyrir þá foreldra sem eru í prófi 30. apríl eða 2. maí! Þann 18. maí er aftur skipulagsdagur í Reykjanesbæ sem er mjög óheppilegt fyrir þá foreldra sem færðu prófið sitt vegna skipulagsdagsins 30. apríl, voru veikir/með veik börn eða þurfa að taka prófið sitt upp. Þetta þarf klárlega að endurskoða, því ekki búa allir svo vel að eiga ömmur og afa eða frænkur og frændur til að hlaupa undir bagga með sér og getur margt haft áhrif þar á, til dæmis búseta námsmanna fjarri fjölskyldu. Það er eins og það gleymist hreinlega hversu margir foreldrar eru sjálfir í námi. Það þarf að vekja meiri athygli á þessu svo leikskólarnir geti komið til móts við þann stóra hóp foreldra sem er í námi og reynt að velja aðra daga en í miðri prófatíð fyrir skipulagsdaga og aðra viðburði, auðvit-að svo lengi sem það er ekki óheppilegt fyrir leikskólana. Ég held og ég vona að langflestir foreldrar skilji þörfina fyrir skipulagsdaga og vilji jafnframt taka þátt í sem flestum viðburðum á leikskóla barna sinna. Ég bind því vonir mínar við að hægt sé að mæta foreldrum í námi á miðri leið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar