Fleiri fréttir

Borgarráð, börnin og trúin

Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum.

Alþjóðadagur flóttamanna í dag

Kristján Sturluson skrifar

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann.

Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu

Guðbjartur Hannesson skrifar

Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri.

Dulið atvinnuleysi í Reykjavík

Áslaug María Friðriksdóttir skrifar

Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur.

Umræðan má ekki hljóðna

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar.

Strembin nótt

Elsa Hrund Jensdóttir skrifar

Föstudagur 27. maí 2011. Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt.

Menntun

Skúli Steinar Pétursson skrifar

Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun.

Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Hugsum málið aftur

Björn Sigurbjörnsson skrifar

Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni.

Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann

Ragnar Halldórsson skrifar

Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar.

Sátt um Rammaáætlun

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt.

Ómakleg Orrahríð

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Ekki frestun greiðslna nýrra umsókna

Ásta S. Helgadóttir skrifar

Tímabundið ákvæði í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, þess efnis að frestun greiðslna hefjist við móttöku umsóknar fellur niður þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er að Alþingi mun ekki framlengja gildistíma þessa ákvæðis og mun það því skipta töluverðu máli fyrir skuldara hvort þeir sækja um greiðsluaðlögun fyrir eða eftir næstu mánaðamót. Breyting þessi hefur engin áhrif á þær umsóknir um greiðsluaðlögun sem berast fyrir 1. júlí.

Að skipta atkvæði

Haukur Arnþórsson skrifar

Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni.

Umhugsunarefni

Ögmundur Jónasson skrifar

Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008.

Á að slíta friðinn um Rammaáætlun?

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: "Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks.

Landsdómur

Magnús Orri Schram skrifar

Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Ekki fleiri verkföll í sumar, takk

Þórir Garðarsson skrifar

Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma.

Útskriftargrein myndlistarnema

Dúx í myndlist. Dúx er afstætt í myndlistarnámi þar sem um er að ræða sjálfstætt nám, þar sem nemendur hlaupa um líkt og hauslausir kjúklingar þreifandi fyrir hverju korni með táberginu á klónni sem var við það að detta af í gær en virðist vera að gróa með ígerð í dag. „Dúx“ myndlistar hefur því í raun ekki hinn hefðbundna vettvang til þess að tjá sig um námið og skólann og hvernig nemandinn kemur út eftir útspýtingu. Í listaháskóla fer fram annarskonar nám, sem er ekki ýkja áþreifanlegt á ýmsum sviðum og einkunnir þykja afstæðar. Hver og einn gerir námið að sínu, útskrifast með þá reynslu sem hann sjálfur vill öðlast. Nemendur taka afstöðu á ómeðvitaðan eða meðvitaðan hátt hvernig þeir koma að skólanum og hvernig skólinn kemur að þeim.

Óásættanleg sóun

Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar

TugÞúsundir landsmanna eru nú án atvinnu og í streði við banka og fjármálafyrirtæki vegna lánamála sinna. Lausnir ríkisstjórnar, Alþingis og fjármálafyrirtækja koma í sundurslitnum bútum, mjöööög hææægt. Allt er þungt í vöfum, allt tekur tíma, mest sértækar lausnir og dómsmál, endalaus bið.

Átta milljarðar til hækkunar lífeyris og bóta í velferðarkerfinu

Stjórnvöld hafa ákveðið að verja rúmum átta milljörðum króna á þessu ári til að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur skuli njóta hliðstæðra kjarabóta og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Fyrir átta milljarða króna er unnt að bæta umtalsvert kjör þeirra sem minnst hafa og draga úr fátækt. Það er markmiðið með þessum aðgerðum stjórnvalda þar sem hækkanir verða mestar hjá þeim tekjulægstu í hópi lífeyris- og bótaþega.

Einstakt tækifæri Bændasamtakanna

Jón Sigurðsson skrifar

Bændasamtökin og landbúnaðarráðherra vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna krefjast þau þess að tollar verði áfram lagðir á evrópskar landbúnaðarvörur eða innflutningur bannaður – þvert gegn samþykkt Alþingis um aðildarumsóknina og einnig þvert gegn meginreglum ESB.

Um bönn og bannfæringu

Ögmundur Jónasson skrifar

Ég legg alltaf við hlustir þegar varað er við bannáráttunni, enda tel ég að helst allt sem ekki skaðar aðra eigi að vera leyfilegt.

Er ávinningur endurútreiknings í reynd kominn fram?

Gunnlaugur Kristinsson skrifar

Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána.

Tiltrú á krónuna: Sönnunargagn A

Hafsteinn Hauksson skrifar

Um 465 milljarðar króna eru í höndunum á fólki sem enginn þekkir. Þessi skuggahópur hefur gengið undir ýmsum nöfnum frá hruni; jöklabréfaeigendur, óþolinmóða fjármagnið og aflandskrónueigendur.

Svar til Sigurðar Arnar Hektorssonar

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Ástæða þess að ég benti á í grein á vef SÁÁ, saa.is, að greining á ADHD í fullorðnum og rítalínmeðferð byggð á henni væri umdeild meðal lækna var fyrst og fremst málflutningur nokkurra geðlækna – og reyndar landlæknis einnig – um að ekki mætti raska þessari meðferð með því að horfa til þess skaða sem óhófleg ávísun á rítalín hefði á vímuefnasjúklinga. Þessir sjúklingar – það er vímuefnasjúklingarnir – voru kallaðir jaðarhópur. Og mátti skilja að neikvæð áhrif rítalíns á þennan hóp væru jafnvel ásættanlegir annmarkar á vel lukkaðri meðferð annars hóps sjúklinga.

Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni.

Mælir (óafvitandi) með evru

Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að

Markvissar vímuefnaforvarnir byggja á samvinnu heilbrigðisstétta

Eyjólfur Guðmundsson skrifar

Vegna fjölmiðlaumræðu í tengslum við „læknadóp“ og stefnu heilbrigðisyfirvalda í forvörnum og meðferðarmálum vímuefnasjúklinga vil ég koma á framfæri viðhorfum mínum, en ég hef starfað í fjölmörg ár sem heimilislæknir í Reykjavík og haft sérstakan áhuga á velferð sjúklinga með vímuefnavandamál.

Ný tækifæri fyrir tæknisinnaða

Hjálmar Árnason skrifar

Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta.

Sannleiksandinn

Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús B. Albertsson skrifar

Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð.

Lítil saga af venjulegri konu á Íslandi

Lúðvík Bergvinsson skrifar

Árið 2006 tók einstæð móðir tólf milljónir króna að láni til 25 ára. Lánið var gengistryggt. Endurgreiðslum lánsins skyldi þannig háttað að hún greiddi aðeins vexti fyrstu fimm árin, en afborgun af höfuðstól og vexti eftir það. Hún átti íbúð sem á þeim tíma var metin á 25 milljónir króna.

Frá leikskólakennara

Steinunn Sigurgeirsdóttir skrifar

Ég er leikskólakennari í Kópavogi og ég er með tveggja ára gömul börn á deild. Í vinnunni minni eru verðandi verkfræðingar, augnlæknar, sjómenn, matráðar, prófessorar, einkaþjálfarar, snyrtifræðingar og svo mætti lengi telja. Í vinnunni minni fá þau umönnun, umhyggju, fræðslu og þann fróðleik sem þau nýta sér svo til að taka þátt í lífinu. Þau eru nú þegar byrjuð að taka þátt í þjóðfélaginu sem yngstu þegnar þess og við leikskólakennarar stöndum vörð um þessi börn, þeirra þátttöku og þeirra rétt.

Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands

Össur Skarphéðinsson skrifar

Varðstaða um hagsmuni Íslands í breiðum skilningi og barátta fyrir auknum mannréttindum eru hin sígildu stef í utanríkisstefnu Íslands. Þrátt fyrir niðurskurð hefur ráðuneytið af fullum krafti sinnt fyrri klassískum verkefnum, s.s. pólitískum samskiptum við önnur ríki, þjónustu við atvinnulífið, gerð viðskiptasamninga, loftslagsáherslum Íslands, stuðningi við mannréttindi að ógleymdu Palestínuverkefninu sem nú er í deiglu. Á síðustu tveimur árum hefur líka verið hrundið í framkvæmd breyttum áherslum og nýjum verkefnum. Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir stífan niðurskurð, einkum vegna hnitmiðaðrar mannauðsstjórnar, skapandi hreyfanleika á mannskap, skarpari forgangsröðun en mest þó líklega vegna vinnuanda í ráðuneytinu sem minnir á aflahrotur í sjómennskunni í gamla daga.

Skóli án aðgreiningar?

Ég hef sérstakan áhuga á 9. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fjallar um aðgengi og ferlimál. Um aðgengi fatlaðs fólks að byggingum og að allt sem hindri aðgengi þurfi að taka í burtu. Ég hef pælt mikið í aðgengi að opinberum byggingum og gert nokkrar kannanir.

Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ

Sigurður Örn Hektorsson skrifar

Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu.

80% Íra eru ánægð með evruna

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar

Írskur fræðimaður Anthony Coughlan kom hingað til landsins fyrir skömmu í boði andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er þekktur í sínu heimalandi sem harður andstæðingur evrunnar og ESB. Áratuga gömul spá hans um að endalok Evrópusambandsins séu á næsta leiti er fræg í heimalandi hans. Enn lifir Evrópusambandið þó góðu lífi en nú vill Coughlan meina að vegna evrunnar sé Írland í vondum málum.

Einkalíf fatlaðra

Þorvarður Karl Þorvarðarson skrifar

Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl.

Tálsýnin – lífskjör á lánum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur.

"Norðurvíkingur" og stórvelda- ásælnin á norðurslóðum

Liðaskipting heimsvelda nútímans er ljós. USA og ESB eru saman í liði þrátt fyrir samkeppni og átök þeirra á milli (og innan ESB). Þau eru meginbandamenn og mynda járnslegna blokk, sameinaða í NATO, blokk sem stendur nær miðstýrðum heimsyfirráðum en nokkurt stórveldi sögunnar. NATO var breytt í hnattrænt, útrásarhneigt bandalag um aldamótin. Blokkin ógnar keppinautum sínum (Rússar og Kínverjar þar helstir) og líður ekki mótþróa smáríkja sem liggja á mikilvægum svæðum: Afganistan, Írak, Líbýa. Þessi stríð eru ekki "strákaleikir“, ekki "gamaldags“ né byggja á "kaldastríðshugsun“. Þau eru nútímastjórnmál í skýrustu mynd: hernaðarstefna sem grundvallaratriði í heimsvaldastefnu.

Það vantar ekki stefnu - það vantar vilja

Af opinberri umræðu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um unga rítalínfíkla og læknadóp mætti ætla að algjört stefnuleysi ríkti á Íslandi í málum ungra fíkniefnaneytenda. Sú er ekki raunin. Þvert á móti er hér rekin skýr og skilvirk stefna í meðferðarmálum ungra fíkla á vegum SÁÁ og þessi stefna hefur skilað árangri sem er bæði sýnilegur og góður.

Gengishagnaður og tímabundnir skattar eru ekki hagræðing

Sigurður Magnússon skrifar

Hinn starfslitli meirihluti D-lista á Álftanesi túlkar ársreikning 2010 sem mikinn rekstrarárangur, þótt gengishagnaður og tímabundir aukaskattar ráði mestu um betri útkomu en 2009. Reikningurinn sýnir vel skatta og niðurskurð meirihlutans sem Á-listinn varaði við. Í fyrsta skipti um áratuga skeið fækkar íbúum á Álftanesi, meðan íbúum fjölgar í nágrannabyggðum s.s. Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ.

Sjálfstætt líf

Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það.

Írum blæðir fyrir vanda evrunnar

Ásmundur Einar Daðason skrifar

Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft.

Sjá næstu 50 greinar