Ómakleg Orrahríð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar