Gengishagnaður og tímabundnir skattar eru ekki hagræðing Sigurður Magnússon skrifar 4. júní 2011 06:00 Hinn starfslitli meirihluti D-lista á Álftanesi túlkar ársreikning 2010 sem mikinn rekstrarárangur, þótt gengishagnaður og tímabundir aukaskattar ráði mestu um betri útkomu en 2009. Reikningurinn sýnir vel skatta og niðurskurð meirihlutans sem Á-listinn varaði við. Í fyrsta skipti um áratuga skeið fækkar íbúum á Álftanesi, meðan íbúum fjölgar í nágrannabyggðum s.s. Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ. Veik eiginfjárstaða ,-afskrifa þarf gengistjón vegna erlendra lána Árið 2009 var hallinn 322 milljónir, að stærstum hluta fjármagnskostnaður, eða 267 milljónir, m.a. vegna óhagstæðs gengismunar. Hallinn 2010 er 8 milljónir en nú er stórfelldur gengishagnaður. Vissulega hefur átt sér stað nokkur hagræðing eins og hjá öðrum sveitarfélögum eftir hrunið. Að hluta var þetta ferli komið af stað í tíð Á-lista s.s. lækkun yfirvinnu og launa í stjórnsýslu o.fl. Mestu munar hinsvegar um ytri aðstæður sem eru gjörbreyttar. Áhyggjuefni er að eigið fé heldur áfram að lækka, var -448 milljónir í ársreikningi 2009 en er 2010 komið niður í -1249 milljónir. Og enn er áformað að lækka það með riftun samninga við Búmenn o.fl. á miðsvæðinu, en slíkur gjörningur kallar á afskriftir eigna. Neikvætt eigið fé stefnir því í 1.700 til 2.000 milljónir. Þessi upphæð er hliðstæð því tjóni sem gengishrunið hefur valdið sveitarfélaginu vegna erlendra lána og skuldbindinga. Fjárhaldsstjórnin sem vinnur að samningum við lánadrottna verður að semja um afskriftir skulda sem þessu tjóni nemur, hvað sem líður samningum um frekari endurskipulagningu eða afskriftir lána og skuldbindinga. Breyttar ytri aðstæður frá 2009 Þau atriði sem mestu valda um ólíka niðurstöðu 2009 og 2010 eru: a. Gengishagnaður var vegna erlendra lána árið 2010, meðan gengistap var á árinu 2009, auk þess var meiri verðbótahækkun á innlendum lánum 2009. Þetta kemur fram í liðnum gengismunur og verðbætur og munar hér 186 milljónum milli áranna. Í þessum samanburði er ekki tekinn með gengishagnaður vegna leigumannvirkja ( 177 milljónir ). b. Tímabundnir viðbótarskattar á Álftnesinga 126 milljónir. c. Tímabundinn niðurskurður, aðallega í rekstri skólastarfs 60 milljónir. d. Hækkun á greiðslum frá Jöfnunarsjóði, að mestu eru tilkomnin vegna breyttra reglna, en Á-listi beitti sér fyrir leiðréttinu greiðslna frá sjóðnum. Munar hér 78 milljónum. Ytri aðstæður, eða tímabundnar aðgerðir, nema því um 450 milljónum og hinn umræddi rekstrarárangur er að mestu horfinn. Eftir standa sem hagræðing, launalækkanir og samdráttur í vöru -og þjónustukaupum og á viðhaldi eigna. Hluti slíks sparnaðar mun þó koma síðar fram sem aukinn rekstrarkostnaður. Væru ytri aðstæður þær sömu og 2009 væri tap á rekstrinum 2010 í raun um 460 milljónir og niðurstaða rekstrar miklu verri en 2009 þegar óreglulegar tekjur vegna lóðasölu bættu afkomuna. Breyttar reglur um færslu bókhalds sveitarfélaganna verða líka til að bæta reikninginn 2010. Þannig eru leigueignir nú færðar með öðrum hætti en 2009 sem enn eykur gengishagnað. Skuldir/skuldbindingar vegna nýrra íþróttamannvirkja lækka líka vegna gengismunar og eru nú u.þ.b 2.000 milljónir í stað u.þ.b 3.000 milljóna 2009 . Sjálfbært Álftanes og sameiningarmál Þrátt fyrir stórfelldan gengishagnað (er reyndar genginn til baka 2011 eins og mál standa) og þrátt fyrir tímabundna sérsköttun og niðurskurð er sveitarfálagið Álftanes ekki sjálfbær rekstrareining. Til að svo geti orðið er aðeins fær sú leið sem Á-listinn markaði 2006 að ríkið auki jöfnunargreiðslur og skattstofnar eflist með atvinnulífi og fjölgun íbúa. Síðan þarf að leiðrétta í lánasafni sveitarfélagsins sem nemur tjóni þess vegna gengishrunsins. Efnahagshrun og síðan sundrung innan Á-listans settu áform um sjálfbært Álftanes til hliðar. Núverandi stjórnvöld á Álftanesi stefna í aðra átt og vilja sameinast Garðabæ. Þjónustuskerðing D-listans og fráhvarf frá uppbyggingu miðsvæðisins eru aðlögun að slíku sameiningarferli. Á-listinn leggst nú ekki gegn hugmyndum um sameiningu, enda ekki meirihluti til að krefjast frekari jöfnunar frá ríkinu og aðstæður til uppbyggingar eru erfiðari en áður. Á-listinn leggur þó enn áherslu á uppbyggingu nærþjónustu á nýju miðsvæði og hefur lagt til sameiningarviðræður við Reykjavík, en við teljum að Reykjavík kæmi jákvæðari en Garðabær að slíkri uppbyggingu. Að auki teljum við að langtímahagsmunum íbúanna, í skipulags-og umhverfismálum og félags- og atvinnumálum sé betur borgið við slíka sameiningu, sem væri skref til stærri hagræðingar á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hinn starfslitli meirihluti D-lista á Álftanesi túlkar ársreikning 2010 sem mikinn rekstrarárangur, þótt gengishagnaður og tímabundir aukaskattar ráði mestu um betri útkomu en 2009. Reikningurinn sýnir vel skatta og niðurskurð meirihlutans sem Á-listinn varaði við. Í fyrsta skipti um áratuga skeið fækkar íbúum á Álftanesi, meðan íbúum fjölgar í nágrannabyggðum s.s. Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ. Veik eiginfjárstaða ,-afskrifa þarf gengistjón vegna erlendra lána Árið 2009 var hallinn 322 milljónir, að stærstum hluta fjármagnskostnaður, eða 267 milljónir, m.a. vegna óhagstæðs gengismunar. Hallinn 2010 er 8 milljónir en nú er stórfelldur gengishagnaður. Vissulega hefur átt sér stað nokkur hagræðing eins og hjá öðrum sveitarfélögum eftir hrunið. Að hluta var þetta ferli komið af stað í tíð Á-lista s.s. lækkun yfirvinnu og launa í stjórnsýslu o.fl. Mestu munar hinsvegar um ytri aðstæður sem eru gjörbreyttar. Áhyggjuefni er að eigið fé heldur áfram að lækka, var -448 milljónir í ársreikningi 2009 en er 2010 komið niður í -1249 milljónir. Og enn er áformað að lækka það með riftun samninga við Búmenn o.fl. á miðsvæðinu, en slíkur gjörningur kallar á afskriftir eigna. Neikvætt eigið fé stefnir því í 1.700 til 2.000 milljónir. Þessi upphæð er hliðstæð því tjóni sem gengishrunið hefur valdið sveitarfélaginu vegna erlendra lána og skuldbindinga. Fjárhaldsstjórnin sem vinnur að samningum við lánadrottna verður að semja um afskriftir skulda sem þessu tjóni nemur, hvað sem líður samningum um frekari endurskipulagningu eða afskriftir lána og skuldbindinga. Breyttar ytri aðstæður frá 2009 Þau atriði sem mestu valda um ólíka niðurstöðu 2009 og 2010 eru: a. Gengishagnaður var vegna erlendra lána árið 2010, meðan gengistap var á árinu 2009, auk þess var meiri verðbótahækkun á innlendum lánum 2009. Þetta kemur fram í liðnum gengismunur og verðbætur og munar hér 186 milljónum milli áranna. Í þessum samanburði er ekki tekinn með gengishagnaður vegna leigumannvirkja ( 177 milljónir ). b. Tímabundnir viðbótarskattar á Álftnesinga 126 milljónir. c. Tímabundinn niðurskurður, aðallega í rekstri skólastarfs 60 milljónir. d. Hækkun á greiðslum frá Jöfnunarsjóði, að mestu eru tilkomnin vegna breyttra reglna, en Á-listi beitti sér fyrir leiðréttinu greiðslna frá sjóðnum. Munar hér 78 milljónum. Ytri aðstæður, eða tímabundnar aðgerðir, nema því um 450 milljónum og hinn umræddi rekstrarárangur er að mestu horfinn. Eftir standa sem hagræðing, launalækkanir og samdráttur í vöru -og þjónustukaupum og á viðhaldi eigna. Hluti slíks sparnaðar mun þó koma síðar fram sem aukinn rekstrarkostnaður. Væru ytri aðstæður þær sömu og 2009 væri tap á rekstrinum 2010 í raun um 460 milljónir og niðurstaða rekstrar miklu verri en 2009 þegar óreglulegar tekjur vegna lóðasölu bættu afkomuna. Breyttar reglur um færslu bókhalds sveitarfélaganna verða líka til að bæta reikninginn 2010. Þannig eru leigueignir nú færðar með öðrum hætti en 2009 sem enn eykur gengishagnað. Skuldir/skuldbindingar vegna nýrra íþróttamannvirkja lækka líka vegna gengismunar og eru nú u.þ.b 2.000 milljónir í stað u.þ.b 3.000 milljóna 2009 . Sjálfbært Álftanes og sameiningarmál Þrátt fyrir stórfelldan gengishagnað (er reyndar genginn til baka 2011 eins og mál standa) og þrátt fyrir tímabundna sérsköttun og niðurskurð er sveitarfálagið Álftanes ekki sjálfbær rekstrareining. Til að svo geti orðið er aðeins fær sú leið sem Á-listinn markaði 2006 að ríkið auki jöfnunargreiðslur og skattstofnar eflist með atvinnulífi og fjölgun íbúa. Síðan þarf að leiðrétta í lánasafni sveitarfélagsins sem nemur tjóni þess vegna gengishrunsins. Efnahagshrun og síðan sundrung innan Á-listans settu áform um sjálfbært Álftanes til hliðar. Núverandi stjórnvöld á Álftanesi stefna í aðra átt og vilja sameinast Garðabæ. Þjónustuskerðing D-listans og fráhvarf frá uppbyggingu miðsvæðisins eru aðlögun að slíku sameiningarferli. Á-listinn leggst nú ekki gegn hugmyndum um sameiningu, enda ekki meirihluti til að krefjast frekari jöfnunar frá ríkinu og aðstæður til uppbyggingar eru erfiðari en áður. Á-listinn leggur þó enn áherslu á uppbyggingu nærþjónustu á nýju miðsvæði og hefur lagt til sameiningarviðræður við Reykjavík, en við teljum að Reykjavík kæmi jákvæðari en Garðabær að slíkri uppbyggingu. Að auki teljum við að langtímahagsmunum íbúanna, í skipulags-og umhverfismálum og félags- og atvinnumálum sé betur borgið við slíka sameiningu, sem væri skref til stærri hagræðingar á höfuðborgarsvæðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun