Óásættanleg sóun Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 11. júní 2011 06:00 TugÞúsundir landsmanna eru nú án atvinnu og í streði við banka og fjármálafyrirtæki vegna lánamála sinna. Lausnir ríkisstjórnar, Alþingis og fjármálafyrirtækja koma í sundurslitnum bútum, mjöööög hææægt. Allt er þungt í vöfum, allt tekur tíma, mest sértækar lausnir og dómsmál, endalaus bið. Er ásættanlegt að; - þúsundir fólks séu án atvinnu? - fjármálafyrirtæki hafi fengið að stunda ólöglega lánastarfsemi (gengistryggingu) í mörg ár? - framkvæmdavaldið hafi ekki gripið inn í og látið fjármálafyrirtæki leiðrétta lánin? - fjármálafyrirtækin hafi ekki verið svipt starfsleyfi fyrir lögbrot, ekki einu sinni fengið ,,skamm“? - Hæstiréttur hafi 16. september 2010 dæmt af lántökum skýran rétt þeirra til áframhaldandi samningsvaxta áður gengistryggðra lána? - hvorki Hæstiréttur né Alþingi hafi leitað álits frá Evrópustofnunum, fyrir dóma og lagasetningu? - að ráðuneyti og Alþingi hafi lagt fram lagafrumvarp og samþykkt lög (númer 151, 2010) sem eru andstæð evrópskum og gildum íslenskum neytendaverndarrétti? - að texti laganna sé óskiljanlegur leikmönnum og valdi óvissu og ágreiningi meðal sérfræðinga? - lántökum lána með áður ólöglegri gengistryggingu sé nú ætluð þreföld greiðslubyrði, eftir leiðréttingu og ,,endurútreikning“ ? - óvissa sé um meðferð vaxta í endurútreikningum, um hvort leyfilegt sé eða ekki að bæta vöxtum við höfuðstól innan lánstímans og reikna þannig vaxtavexti? - Umboðsmaður skuldara segist ekki hafa heimild til að að kveða upp úr um hver sé hin rétta aðferðafræði samkvæmt lögunum. Hvernig getur umboðsmaðurinn þá haft raunhæft eftirlit? - Alþingi fari í sumarleyfi, frá allri þessari óvissu og ókláruðu málum?Ekkert af þessu er ásættanlegt - langt í frá Samkvæmt 36. grein samningalaga á neytandi rétt á að samningur geti staðið áfram, þótt hluti hans hafi verið ósanngjarn og orðið ógildur, ef samningurinn getur að öðru leyti haldið gildi sínu og hægt að efna hann. Vaxtaákvæði voru skýr í flestum gengistryggðum lánasamningum og geta því fyllilega staðið óbreytt þrátt fyrir að gengistryggingin ólöglega félli niður. Enda vaxtafrelsi í gildi. (Lánin yrðu þá óverðtryggð lán í íslenskum krónum með hóflegum vöxtum, gætu þannig orðið fyrirmynd annarra lána á Íslandi, þegar drægi úr umfangi verðtryggingar á lánum almennings.) Þetta er ótrúleg staða, að slík breyting hafi verið dæmd afturvirkt og þar með dæmdir á lántakendur vextir sem voru á tímabilum ,,fælingarvextir“ sem fóru talsvert yfir 20% um tíma. Þetta snarhækkar höfuðstól og margfaldar greiðslubyrði miðað við upphaflega áætlun. Og fyrir marga verður hún ,,ómöguleg“. Þar með má fólk tæplega samþykkja slíkar breytingar, ef það veit fyrirfram að því er ekki mögulegt að standa undir slíkri greiðslubyrði. Landsmenn ættu í tugþúsundavís að fylkja sér að baki samtökum sem eru að vinna að þessum málum, svo sem Hagsmunasamtökum heimilanna og Samtökum lánþega, með skráningu í þau, til að auka þungann í kröfum um almennar og varanlegar leiðréttingar og að lögbundinn neytendaréttur sé virtur á Íslandi. Og ráðuneyti eða Alþingi ættu að ráða mig til að vinna að því að færa lagatexta og annan texta fyrir almenning yfir á leikmannamál, eða fyrirtæki/sveitarfélag að fá mig í einhver krefjandi og uppbyggileg verkefni fyrir ásættanleg laun, jafnvel með 160 þ.kr. mótframlagi frá Vinnumálastofnun! Ótrúleg sóun er nú í íslensku þjóðfélagi. Tugþúsundir eru á atvinnuleysisskrám Vinnumálastofnunar og/eða fluttar til útlanda til að afla vinnu og tekna. Sömu og aðrar tugþúsundir Íslendinga eru nú að fást við fjármálafyrirtækin, með einum eða öðrum hætti. Undir pressu um að velja þessa leið eða hina, skrifa undir yfirlýsingar og fyrirvara, reyna að sjá leiðir út úr stöðunni eða að ákveða að gefa eftir eignir sínar og/eða setja sig í gjaldþrot. Í þetta fer ómældur tími, orka og athygli. Og með litlum virðisauka. Tími, orka og athygli sem nýtast ekki í annað á meðan, svo sem að hugsa um nýsköpun og vinna að uppbyggingu og verðmætasköpun – eins og íslenskt samfélag þarf svo sannarlega á að halda núna. Og öll þessi lánastaða og endalausa óvissa hefur þau áhrif að fólkið heldur að sér höndum um kaup á vörum og þjónustu, sem dregur úr viðskiptum og veltu og heldur um leið aftur af fjárfestingu fyrirtækja og ráðningum fólks. Horfa verður á slíka heildarmynd, því það fjárfestir enginn nema sjá fyrir sér aukin viðskipti eða meiri veltu. Ég er sannfærður um að snögg, almenn og endanleg leiðrétting lána, af hvaða stærðargráðu sem hún getur verið, væri jafngildi mikillar vítamínsprautu inn í efnahagslífið. Lánasöfn fjármálafyrirtækja myndu eftir leiðréttingar verða raunverulegar eignir þeirra, ekki froða og loft. Skil myndu batna og grundvöllur mikilvægs trausts á fjármálafyrirtækjum byrjaði að skapast. Fólk almennt þyrfti ekki sífellt af hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum, að eiga fyrir afborgunum lánanna og geta staðið í skilum. Fólk færi aftur að taka þátt í efnahagslífinu og hjólin færu að snúast með aukinni veltu. Og um leið skapaðist atvinna og tekjur fyrir þá sem geta við núverandi aðstæður engan veginn samþykkt nýja lánasamninga bankanna með ómögulegri greiðslubyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
TugÞúsundir landsmanna eru nú án atvinnu og í streði við banka og fjármálafyrirtæki vegna lánamála sinna. Lausnir ríkisstjórnar, Alþingis og fjármálafyrirtækja koma í sundurslitnum bútum, mjöööög hææægt. Allt er þungt í vöfum, allt tekur tíma, mest sértækar lausnir og dómsmál, endalaus bið. Er ásættanlegt að; - þúsundir fólks séu án atvinnu? - fjármálafyrirtæki hafi fengið að stunda ólöglega lánastarfsemi (gengistryggingu) í mörg ár? - framkvæmdavaldið hafi ekki gripið inn í og látið fjármálafyrirtæki leiðrétta lánin? - fjármálafyrirtækin hafi ekki verið svipt starfsleyfi fyrir lögbrot, ekki einu sinni fengið ,,skamm“? - Hæstiréttur hafi 16. september 2010 dæmt af lántökum skýran rétt þeirra til áframhaldandi samningsvaxta áður gengistryggðra lána? - hvorki Hæstiréttur né Alþingi hafi leitað álits frá Evrópustofnunum, fyrir dóma og lagasetningu? - að ráðuneyti og Alþingi hafi lagt fram lagafrumvarp og samþykkt lög (númer 151, 2010) sem eru andstæð evrópskum og gildum íslenskum neytendaverndarrétti? - að texti laganna sé óskiljanlegur leikmönnum og valdi óvissu og ágreiningi meðal sérfræðinga? - lántökum lána með áður ólöglegri gengistryggingu sé nú ætluð þreföld greiðslubyrði, eftir leiðréttingu og ,,endurútreikning“ ? - óvissa sé um meðferð vaxta í endurútreikningum, um hvort leyfilegt sé eða ekki að bæta vöxtum við höfuðstól innan lánstímans og reikna þannig vaxtavexti? - Umboðsmaður skuldara segist ekki hafa heimild til að að kveða upp úr um hver sé hin rétta aðferðafræði samkvæmt lögunum. Hvernig getur umboðsmaðurinn þá haft raunhæft eftirlit? - Alþingi fari í sumarleyfi, frá allri þessari óvissu og ókláruðu málum?Ekkert af þessu er ásættanlegt - langt í frá Samkvæmt 36. grein samningalaga á neytandi rétt á að samningur geti staðið áfram, þótt hluti hans hafi verið ósanngjarn og orðið ógildur, ef samningurinn getur að öðru leyti haldið gildi sínu og hægt að efna hann. Vaxtaákvæði voru skýr í flestum gengistryggðum lánasamningum og geta því fyllilega staðið óbreytt þrátt fyrir að gengistryggingin ólöglega félli niður. Enda vaxtafrelsi í gildi. (Lánin yrðu þá óverðtryggð lán í íslenskum krónum með hóflegum vöxtum, gætu þannig orðið fyrirmynd annarra lána á Íslandi, þegar drægi úr umfangi verðtryggingar á lánum almennings.) Þetta er ótrúleg staða, að slík breyting hafi verið dæmd afturvirkt og þar með dæmdir á lántakendur vextir sem voru á tímabilum ,,fælingarvextir“ sem fóru talsvert yfir 20% um tíma. Þetta snarhækkar höfuðstól og margfaldar greiðslubyrði miðað við upphaflega áætlun. Og fyrir marga verður hún ,,ómöguleg“. Þar með má fólk tæplega samþykkja slíkar breytingar, ef það veit fyrirfram að því er ekki mögulegt að standa undir slíkri greiðslubyrði. Landsmenn ættu í tugþúsundavís að fylkja sér að baki samtökum sem eru að vinna að þessum málum, svo sem Hagsmunasamtökum heimilanna og Samtökum lánþega, með skráningu í þau, til að auka þungann í kröfum um almennar og varanlegar leiðréttingar og að lögbundinn neytendaréttur sé virtur á Íslandi. Og ráðuneyti eða Alþingi ættu að ráða mig til að vinna að því að færa lagatexta og annan texta fyrir almenning yfir á leikmannamál, eða fyrirtæki/sveitarfélag að fá mig í einhver krefjandi og uppbyggileg verkefni fyrir ásættanleg laun, jafnvel með 160 þ.kr. mótframlagi frá Vinnumálastofnun! Ótrúleg sóun er nú í íslensku þjóðfélagi. Tugþúsundir eru á atvinnuleysisskrám Vinnumálastofnunar og/eða fluttar til útlanda til að afla vinnu og tekna. Sömu og aðrar tugþúsundir Íslendinga eru nú að fást við fjármálafyrirtækin, með einum eða öðrum hætti. Undir pressu um að velja þessa leið eða hina, skrifa undir yfirlýsingar og fyrirvara, reyna að sjá leiðir út úr stöðunni eða að ákveða að gefa eftir eignir sínar og/eða setja sig í gjaldþrot. Í þetta fer ómældur tími, orka og athygli. Og með litlum virðisauka. Tími, orka og athygli sem nýtast ekki í annað á meðan, svo sem að hugsa um nýsköpun og vinna að uppbyggingu og verðmætasköpun – eins og íslenskt samfélag þarf svo sannarlega á að halda núna. Og öll þessi lánastaða og endalausa óvissa hefur þau áhrif að fólkið heldur að sér höndum um kaup á vörum og þjónustu, sem dregur úr viðskiptum og veltu og heldur um leið aftur af fjárfestingu fyrirtækja og ráðningum fólks. Horfa verður á slíka heildarmynd, því það fjárfestir enginn nema sjá fyrir sér aukin viðskipti eða meiri veltu. Ég er sannfærður um að snögg, almenn og endanleg leiðrétting lána, af hvaða stærðargráðu sem hún getur verið, væri jafngildi mikillar vítamínsprautu inn í efnahagslífið. Lánasöfn fjármálafyrirtækja myndu eftir leiðréttingar verða raunverulegar eignir þeirra, ekki froða og loft. Skil myndu batna og grundvöllur mikilvægs trausts á fjármálafyrirtækjum byrjaði að skapast. Fólk almennt þyrfti ekki sífellt af hafa áhyggjur af næstu mánaðamótum, að eiga fyrir afborgunum lánanna og geta staðið í skilum. Fólk færi aftur að taka þátt í efnahagslífinu og hjólin færu að snúast með aukinni veltu. Og um leið skapaðist atvinna og tekjur fyrir þá sem geta við núverandi aðstæður engan veginn samþykkt nýja lánasamninga bankanna með ómögulegri greiðslubyrði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar