Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar