Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. En hér er ekki allt sem sýnist. Hluti af atvinnuleysistölum í Reykjavík er hulinn og kemur ekki fram í greinargerðum Vinnumálastofnunar. Nokkur hundruð manns fá nú fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eingöngu vegna þess að þau eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum en ekki af öðrum félagslegum ástæðum. Þetta eru til dæmis einstaklingar sem koma úr námi og hafa ekki verið á vinnumarkaði nógu lengi til að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig eru þetta einstaklingar sem hafa verið lengur atvinnulausir en í fjögur ár og eiga ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysið í Reykjavík er 10%Velferðarsvið Reykjavíkurborgar safnar gögnum reglulega þar sem fram koma lykiltölur um stærð og gerð þess hóps sem hefur fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þar má greina að sá hópur sem hefur verið á framfærslustyrk í 12 mánuði skiptist þannig að um helmingur er atvinnulaus, en hinn helmingurinn að langstærstum hluta sjúklingar sem eru ekki á leið út á vinnumarkaðinn. Gera má ráð fyrir því að á heildina litið, þegar ekki er einungis horft til þess hóps sem hefur verið lengur en 12 mánuði á fjárhagsaðstoð, sé hlutfall atvinnubærra mun hærra. Má því áætla að í heildina séu um 2/3 þeirra sem framfærslu njóta atvinnulausir. Þegar tillit er tekið til þessara talna eykst atvinnuleysið verulega. Ef við gefum okkur að skipting þessa hóps sé eins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu má áætla að atvinnuleysi þar sé nær 10% en ekki 8,9% eins og Vinnumálastofnun skráir það. Enginn hvati til virkni og félagslegt stórslys í uppsiglinguFjöldi þeirra sem njóta framfærslustyrks Reykjavíkurborgar jókst um 18% milli áranna 2009 og 2010 og fjölgar enn. Ástandið er það alvarlegt að það gefur tilefni til að rýna og endurskoða kerfið sem við notum. Ef bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar þessa árs og ársins 2010 fjölgar fólki á framfærslu sveitarfélagsins um 30%. Frá því á sama tíma í fyrra hafa 500 einstaklingar bæst í þann hóp sem þurfa framfærslu sveitarfélagsins sér til lífsviðurværis. Ungu fólki sem fær fjárhagsaðstoð í Reykjavík fjölgar mjög. Af öllum þeim sem fjárhagsaðstoðar njóta eru 70% 40 ára og yngri og hluti af þessum hópi hefur aldrei út á vinnumarkaðinn komið. Ljóst er að mikill úrræðaskortur blasir við okkur með óbreyttu kerfi. Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa margsinnis bent á að hvatning til að nýta hæfileika og getu sína í samfélaginu við núverandi aðstæður sé ekki næg fyrir þennan hóp. Við höfum því lagt til að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt á þann hátt að hægt sé að innleiða fjárhagslegan hvata til þátttöku í virkniverkefnum af ýmsum toga. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að þátttaka og virkni sé forsenda bóta. Það er skylda okkar að bregðast við þessum vaxandi vanda sem allra fyrst.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun