Mælir (óafvitandi) með evru 9. júní 2011 06:00 Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun