Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sigurður Örn Hektorsson skrifar 8. júní 2011 06:00 Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Lyf Fíkn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun