Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. október 2025 07:01 Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þorskastríðin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun