Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar 15. október 2025 07:01 Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þorskastríðin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið. Mánuði eftir að reglugerðin tók gildi rann bráðabirgðasamningur við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan íslensku lögsögunnar út, og í kjölfarið braust út þriðja og síðasta þorskastríðið. Því lauk með samkomulagi sumarið 1976 þar sem kveðið var á um að breskir togarar fengju að veiða innan íslensku lögsögunnar næstu sex mánuðina. Síðustu bresku togararnir sigldu því út úr íslenskri landhelgi þann 1. desember 1976. Sex árum síðar var Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna samþykktur, en með honum var staðfest að strandríki eiga landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum sem víðátta landhelginnar er mæld frá. Stórhuga og framsækin Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur. Með þessu var stigið lokaskrefið í að ná stjórn á veiðum íslenskra stofna og það gert mögulegt að nýta þá í þágu íslenskra hagsmuna. Mikilvægi þessarar ákvörðunar fyrir íslenska þjóðarbúið er ótvírætt enda var hlutfall sjávarútvegs í útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1975 um 80%. Þótt það hlutfall hafi lækkað á síðustu árum þá er það vegna tilkomu annarra mikilvægra útflutningsgreina sem hafa rutt sér til rúms, en sjávarútvegur er og verður áfram burðarás í íslensku samfélagi. Það sést ekki hvað síst í því að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi hefur aldrei verið meiri. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á fyrstu áratugum sjálfstæðis sýnir að fámennar þjóðir geta haft mikilvæga og afgerandi rödd á alþjóðavettvangi, m.a. þegar kemur að mótun þjóðréttarreglna. Ákvörðunin sýnir einnig mikilvægi þess að stjórnvöld á hverjum tíma hafi kjark og þor til að taka stórar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar og langtímahagsmuni hennar að leiðarljósi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun