Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins. Hugsum málið aftur Björn Sigurbjörnsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvaða stefnumál ESB leggur aðaláherslu á og hver aðalmarkmiðin eru fyrir utan það að tryggja tollfrítt flæði búvara á innri mörkuðum sambandsins. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru. Það kemur greinilega fram að ESB leggur höfuðáherslu á eflingu og velferð dreifbýlis í ríkjum sambandsins og tekur það markmið fram yfir stuðning við framleiðslu í einstökum, völdum búgreinum. Þetta kom fyrst fram í þróun blómlegra byggða í Alpafjöllunum og öðrum fjallbyggðum á ESB-svæðinu, þar sem skilyrði til búvöruframleiðslu eru fremur bágborin. Í stað framleiðslutengdra styrkja, eins og tíðkast hérlendis í völdum búgreinum, er lögð áhersla á eflingu byggða í dreifbýli, verndun umhverfis í sveitum, s.s. verndun votlendis, aðgæslu og vandvirkni í notkun áburðar og eiturefna. Þá er áhersla lögð á bætta meðferð búfjár og velferð þess og viðhald og ræktun skóglendis. Mikil áhersla er lögð á menningarstarfsemi til sveita og eflingu félagslífs og upplýsingatækni, nýtingu endurnýjanlegrar orku og stuðning við nýliðun í landbúnaði o.fl. Ýmis sérákvæði gætu komið íslenskum landbúnaði til góða. Svæði norðan 62. breiddargráðu eru skilgreind sem harðbýl svæði og er því heimilt að styrkja búskap á þeim sérstaklega. Dæmi um slík svæði eru nyrstu hlutar Svíþjóðar og Finnlands. Ísland allt er norðan 62. breiddargráðu. Þá eru önnur svæði styrkt sérstaklega sem annaðhvort liggja langt frá innri mörkuðum Evrópu eða búa við erfið náttúruleg skilyrði til búskapar. Dæmi um þau eru Azoreyjar. Með slíkum stuðningi má koma í veg fyrir að erfið búskaparskilyrði minnki samkeppnishæfni og að rask komist á búsetu í dreifbýli. Ísland er jafnvel verr sett en Azoreyjar í þessu tilliti. Stuðningskerfi ESB virðist því vel henta íslenskum búskaparháttum, samhliða verndun náttúrunnar. Þá er rétt að geta þess að búfjárbúskapur nýtur meiri styrkja en aðrar búgreinar í ESB-löndum. Þessi áhersla á byggðasjónarmið og að efla mannlíf í dreifbýli hefur leitt til þess að ESB hefur lagt niður framleiðslutengda styrki til landbúnaðar, en miðar styrkjakerfi sitt frekar við landnotkun og styrkir eru því greiddir per hektara eftir því hver notkun landsins er. Mér sýnist á þessu að ESB vilji stuðla að því að land sé í byggð óháð því hvort þar er framleidd búvara og að íbúar í dreifbýli geti stundað hvers konar aðra atvinnu sem hægt er að lifa á, s.s. ferðamennsku, úrvinnslu hráefna, heimilisiðnað og sölu varnings frá býli o.fl. Þar sem eitt aðaleinkenni samstarfs ESB-ríkjanna er frjáls verslun á innri mörkuðum þeirra, myndi tollvernd búvara falla niður hér með afdrifaríkum afleiðingum fyrir sumar búgreinar. Mér sýnist því að áhrif inngöngu Íslands í ESB gæti leitt til þess að sauðfjárrækt og nautgriparækt, ásamt ferðaþjónustu, skógrækt, ræktun ýmissa garðávaxta og ýmisleg önnur starfsemi, gætu haldið áfram að dafna og skapa þeim sem þetta stunda viðunandi framfærslu. Á hinn bóginn gæti aðild leitt til þess að okkar eini kalkúnabóndi, okkar ca 4 svínabændur og 10-20 kjúklinga- og eggjaframleiðendur gætu lent í erfiðri samkeppni þar sem framleiðsla þeirra, a.m.k. enn sem komið er, byggist að mestu á innflutningi fóðurs sem ræktað er á erlendu akurlendi. Þegar ég las þetta yfir fannst mér eins og megin innihald þessarar áhugaverðu landbúnaðarstefnu ESB gæti sómt sér vel í stefnuskrá Vinstri grænna og reyndar nær allra hinna stjórnmálaflokkanna á Íslandi, nema ef vera skyldi Samfylkingarinnar sem er þó eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur inngöngu Íslands í ESB á stefnuskrá sinni! Þurfa ekki hinir flokkarnir að leggjast undir feld og skoða ESB og landbúnaðarmálin betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið birt í blöðunum að undanförnu af gagnlegum upplýsingum um landbúnaðarstefnu ESB. Umfjöllun um hana hefur verið af ýmsu tagi og sýnist sitt hverjum sem algengt er um flókin og afdrifarík málefni. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því hvaða stefnumál ESB leggur aðaláherslu á og hver aðalmarkmiðin eru fyrir utan það að tryggja tollfrítt flæði búvara á innri mörkuðum sambandsins. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru. Það kemur greinilega fram að ESB leggur höfuðáherslu á eflingu og velferð dreifbýlis í ríkjum sambandsins og tekur það markmið fram yfir stuðning við framleiðslu í einstökum, völdum búgreinum. Þetta kom fyrst fram í þróun blómlegra byggða í Alpafjöllunum og öðrum fjallbyggðum á ESB-svæðinu, þar sem skilyrði til búvöruframleiðslu eru fremur bágborin. Í stað framleiðslutengdra styrkja, eins og tíðkast hérlendis í völdum búgreinum, er lögð áhersla á eflingu byggða í dreifbýli, verndun umhverfis í sveitum, s.s. verndun votlendis, aðgæslu og vandvirkni í notkun áburðar og eiturefna. Þá er áhersla lögð á bætta meðferð búfjár og velferð þess og viðhald og ræktun skóglendis. Mikil áhersla er lögð á menningarstarfsemi til sveita og eflingu félagslífs og upplýsingatækni, nýtingu endurnýjanlegrar orku og stuðning við nýliðun í landbúnaði o.fl. Ýmis sérákvæði gætu komið íslenskum landbúnaði til góða. Svæði norðan 62. breiddargráðu eru skilgreind sem harðbýl svæði og er því heimilt að styrkja búskap á þeim sérstaklega. Dæmi um slík svæði eru nyrstu hlutar Svíþjóðar og Finnlands. Ísland allt er norðan 62. breiddargráðu. Þá eru önnur svæði styrkt sérstaklega sem annaðhvort liggja langt frá innri mörkuðum Evrópu eða búa við erfið náttúruleg skilyrði til búskapar. Dæmi um þau eru Azoreyjar. Með slíkum stuðningi má koma í veg fyrir að erfið búskaparskilyrði minnki samkeppnishæfni og að rask komist á búsetu í dreifbýli. Ísland er jafnvel verr sett en Azoreyjar í þessu tilliti. Stuðningskerfi ESB virðist því vel henta íslenskum búskaparháttum, samhliða verndun náttúrunnar. Þá er rétt að geta þess að búfjárbúskapur nýtur meiri styrkja en aðrar búgreinar í ESB-löndum. Þessi áhersla á byggðasjónarmið og að efla mannlíf í dreifbýli hefur leitt til þess að ESB hefur lagt niður framleiðslutengda styrki til landbúnaðar, en miðar styrkjakerfi sitt frekar við landnotkun og styrkir eru því greiddir per hektara eftir því hver notkun landsins er. Mér sýnist á þessu að ESB vilji stuðla að því að land sé í byggð óháð því hvort þar er framleidd búvara og að íbúar í dreifbýli geti stundað hvers konar aðra atvinnu sem hægt er að lifa á, s.s. ferðamennsku, úrvinnslu hráefna, heimilisiðnað og sölu varnings frá býli o.fl. Þar sem eitt aðaleinkenni samstarfs ESB-ríkjanna er frjáls verslun á innri mörkuðum þeirra, myndi tollvernd búvara falla niður hér með afdrifaríkum afleiðingum fyrir sumar búgreinar. Mér sýnist því að áhrif inngöngu Íslands í ESB gæti leitt til þess að sauðfjárrækt og nautgriparækt, ásamt ferðaþjónustu, skógrækt, ræktun ýmissa garðávaxta og ýmisleg önnur starfsemi, gætu haldið áfram að dafna og skapa þeim sem þetta stunda viðunandi framfærslu. Á hinn bóginn gæti aðild leitt til þess að okkar eini kalkúnabóndi, okkar ca 4 svínabændur og 10-20 kjúklinga- og eggjaframleiðendur gætu lent í erfiðri samkeppni þar sem framleiðsla þeirra, a.m.k. enn sem komið er, byggist að mestu á innflutningi fóðurs sem ræktað er á erlendu akurlendi. Þegar ég las þetta yfir fannst mér eins og megin innihald þessarar áhugaverðu landbúnaðarstefnu ESB gæti sómt sér vel í stefnuskrá Vinstri grænna og reyndar nær allra hinna stjórnmálaflokkanna á Íslandi, nema ef vera skyldi Samfylkingarinnar sem er þó eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur inngöngu Íslands í ESB á stefnuskrá sinni! Þurfa ekki hinir flokkarnir að leggjast undir feld og skoða ESB og landbúnaðarmálin betur?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar