Sannleiksandinn Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús B. Albertsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð. Á fyrstu hvítasunnu var að verki sá kröftugi vaxtarmáttur sem kirkjan nærist æ síðan á. Þá urðu ólíkar manneskjur einhuga um framgang lífsáhrifa Jesú Krists, höfundar kirkjunnar. Sannleiksandinn blés þeim í brjóst einurð og áræðni, gleði og bjartsýni trúarinnar. Það er lærdómsríkt að skoða atburði hvítasunnunnar í ljósi gamallar goðsagnar af turninum í Babel. Babelsturninn var reistur af hroka og afleiðingarnar urðu sundrung þjóðanna. Menn töluðu í kjölfarið ólík tungumál, þ.e.a.s. þeir gátu ekki skilið hver annan. Á hvítasunnu er sagt frá því hvernig eindrægni og samstaða birtist í gagnkvæmum skilningi. Ekkert skyldi aðgreina menn framar. Það voru hvorki karlar eða konur, Grikkir eða gyðingar, heldur voru menn eitt svo gripið sé til orðfæris heilagrar ritningar. Bornir uppi af fögnuði fóru lærisveinarnir af stað með gleðiboðskapinn, fullir djörfungar til þjónustu við líf og lýð. Við viljum ekki að þjóð og kirkja verði viðskila og til þess að við getum betur þjónað fólki þurfum við að huga að grundvelli þjónustunnar, sem er trúnaðurinn við Guð og náungann. Trúverðugleikinn er byggður á trausti og bresti traustið verða óhjákvæmileg rof og sundrung sem erfitt er að bæta. Við höfum séð þetta gerast í sársaukafullum málum sem við höfum því miður lokað augunum fyrir eða reynt að breiða yfir í stað þess að viðurkenna og vinna að úrbótum og sátt. Þetta hefur gerst í málefnum þeirra sem þjónar kirkjunnar hafa brotið á. Þetta gerðist einnig í málefnum samkynhneigðra, en þar fór kirkjan á mis við það að virða tilfinningar sem eru helgir dómar og allir eiga fullan rétt á. Kristin sálgæsla hefur það að markmiði að brotið verði aftur heilt. Sálgæslan við einstaklinga og samfélag tengir fólk saman, reynslu og sögu þeirra. Hún hlúir að því sem við eigum sameiginlegt en vinnur gegn því sem aðgreinir okkur og sundrar. Sálgæslan getur aldrei samþykkt þöggun eða vísvitandi gleymsku. Það er mikill misskilningur að hægt sé að bæta það sem brotið er með því að tala ekki um hlutina eða vona að allt verði í lagi án samtals. Grundvöllur þjónustunnar er elskan til Guðs og náungans. Allt sem fer úrskeiðis í þjóðfélagi á rætur að rekja til misbresta á þessu tvennu sem ekki verður sundurskilið. Fátt getur betur fullnægt andlegum þörfum og grætt og bætt það sem er brotið en iðkun þessa einfaldleika sem okkur hættir til að flækja. Breytingar sem miða að því að endurheimta glatað traust og gera betur í að þjóna fagnaðarerindinu eru breytingar til batnaðar. Nú þegar gengið verður aftur til vígslubiskupskjörs er okkur mikið í mun að vel takist til. Allir þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til kjörsins eru traustsins verðir að okkar áliti. Í samfélagi sem telur bæði konur og karla finnst okkur mikilvægt að rétta hlut kvenna. Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Markmiðið er að gera betur og leiða saman kirkju og þjóð sem gangi veginn til farsældar á guðsríkisbraut. Við teljum að Sigrún Óskarsdóttir sé traustsins verð til að vera leiðtogi meðal jafningja. Hún hefur sýnt áræðni og tekið afstöðu í málum þar sem breytinga var þörf. Sigrún hefur framtíðarsýn þar sem kirkja og þjóð eiga samfylgd óháð stjórnarskrá, samfylgd sem byggir á trausti. Gleðilega hvítasunnuhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð. Á fyrstu hvítasunnu var að verki sá kröftugi vaxtarmáttur sem kirkjan nærist æ síðan á. Þá urðu ólíkar manneskjur einhuga um framgang lífsáhrifa Jesú Krists, höfundar kirkjunnar. Sannleiksandinn blés þeim í brjóst einurð og áræðni, gleði og bjartsýni trúarinnar. Það er lærdómsríkt að skoða atburði hvítasunnunnar í ljósi gamallar goðsagnar af turninum í Babel. Babelsturninn var reistur af hroka og afleiðingarnar urðu sundrung þjóðanna. Menn töluðu í kjölfarið ólík tungumál, þ.e.a.s. þeir gátu ekki skilið hver annan. Á hvítasunnu er sagt frá því hvernig eindrægni og samstaða birtist í gagnkvæmum skilningi. Ekkert skyldi aðgreina menn framar. Það voru hvorki karlar eða konur, Grikkir eða gyðingar, heldur voru menn eitt svo gripið sé til orðfæris heilagrar ritningar. Bornir uppi af fögnuði fóru lærisveinarnir af stað með gleðiboðskapinn, fullir djörfungar til þjónustu við líf og lýð. Við viljum ekki að þjóð og kirkja verði viðskila og til þess að við getum betur þjónað fólki þurfum við að huga að grundvelli þjónustunnar, sem er trúnaðurinn við Guð og náungann. Trúverðugleikinn er byggður á trausti og bresti traustið verða óhjákvæmileg rof og sundrung sem erfitt er að bæta. Við höfum séð þetta gerast í sársaukafullum málum sem við höfum því miður lokað augunum fyrir eða reynt að breiða yfir í stað þess að viðurkenna og vinna að úrbótum og sátt. Þetta hefur gerst í málefnum þeirra sem þjónar kirkjunnar hafa brotið á. Þetta gerðist einnig í málefnum samkynhneigðra, en þar fór kirkjan á mis við það að virða tilfinningar sem eru helgir dómar og allir eiga fullan rétt á. Kristin sálgæsla hefur það að markmiði að brotið verði aftur heilt. Sálgæslan við einstaklinga og samfélag tengir fólk saman, reynslu og sögu þeirra. Hún hlúir að því sem við eigum sameiginlegt en vinnur gegn því sem aðgreinir okkur og sundrar. Sálgæslan getur aldrei samþykkt þöggun eða vísvitandi gleymsku. Það er mikill misskilningur að hægt sé að bæta það sem brotið er með því að tala ekki um hlutina eða vona að allt verði í lagi án samtals. Grundvöllur þjónustunnar er elskan til Guðs og náungans. Allt sem fer úrskeiðis í þjóðfélagi á rætur að rekja til misbresta á þessu tvennu sem ekki verður sundurskilið. Fátt getur betur fullnægt andlegum þörfum og grætt og bætt það sem er brotið en iðkun þessa einfaldleika sem okkur hættir til að flækja. Breytingar sem miða að því að endurheimta glatað traust og gera betur í að þjóna fagnaðarerindinu eru breytingar til batnaðar. Nú þegar gengið verður aftur til vígslubiskupskjörs er okkur mikið í mun að vel takist til. Allir þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til kjörsins eru traustsins verðir að okkar áliti. Í samfélagi sem telur bæði konur og karla finnst okkur mikilvægt að rétta hlut kvenna. Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Markmiðið er að gera betur og leiða saman kirkju og þjóð sem gangi veginn til farsældar á guðsríkisbraut. Við teljum að Sigrún Óskarsdóttir sé traustsins verð til að vera leiðtogi meðal jafningja. Hún hefur sýnt áræðni og tekið afstöðu í málum þar sem breytinga var þörf. Sigrún hefur framtíðarsýn þar sem kirkja og þjóð eiga samfylgd óháð stjórnarskrá, samfylgd sem byggir á trausti. Gleðilega hvítasunnuhátíð!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar