Sjálfstætt líf 4. júní 2011 00:00 Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun