Sjálfstætt líf 4. júní 2011 00:00 Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. Þegar fólk er fatlað horfir þetta öðruvísi við. Fatlað fólk er minnt á það á hverjum degi að samfélagið er ekki fyrir alla. Þetta er gert með því að hefta aðgengi að byggingum, hefta aðgengi að upplýsingum samfélagsins, hefta aðgengi að vinnustöðum þess, hefta aðgengi að menntastofnunum og umfram allt að hefta aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að geta lifað sjálfstæðu lífi í því samfélagi sem ófötluðum stendur til boða. Margt fatlað fólk þekkir ekki þau réttindi sem það hefur eins og t.d. réttinn til að ákveða hvar það býr og með hverjum. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 19. grein samningsins er okkur tveimur mjög hugleikin en í henni segir að aðildarríkin skuldbindi sig til að tryggja „fötluðu fólki tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir". Til þess að þetta verði kleift verðum við að hætta að áætla fjármagn fyrir þjónustu til ákveðinna bygginga eins og gert er með sambýli og fara að skilgreina þjónustu og fjármagn fyrir fatlað fólk sjálft óháð því hvar það býr eða með hverjum. Fólk hefur rétt til að ákveða hvernig þjónustu það vill og hvar það vill eiga heima. Ég, Gísli, er í dag stoltur íbúðareigandi í hverfinu sem ég ólst upp í. Ég er með notendastýrða persónulega aðstoð sem gerir mér kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Notendastýrð aðstoð þýðir að ég stýri þjónustunni með aðstoð fólks sem ég ræð sjálfur, líkt og Auði sem aðstoðar mig við að halda utan um þjónustuna mína og annað sem ég þarf, líkt og að skrifa þessa grein. Nú er ég þátttakandi í öllu er varðar mitt líf. Ég nýt réttinda í samræmi við það sem segir í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna en ekki má gleyma því að þetta þjónustuform gerir fólki kleift að rækja skyldur sínar sem starfsmenn, nágrannar og borgarar í samfélaginu. Það hafa allir, sama hversu mikið fatlað fólk er, sínar leiðir til að tjá óskir og vilja, við verðum bara að læra að hlusta og taka mark á því. Þannig gerum við fötluðu fólki kleift að vera hluti af samfélaginu.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun