Útskriftargrein myndlistarnema 11. júní 2011 06:00 Dúx í myndlist. Dúx er afstætt í myndlistarnámi þar sem um er að ræða sjálfstætt nám, þar sem nemendur hlaupa um líkt og hauslausir kjúklingar þreifandi fyrir hverju korni með táberginu á klónni sem var við það að detta af í gær en virðist vera að gróa með ígerð í dag. „Dúx“ myndlistar hefur því í raun ekki hinn hefðbundna vettvang til þess að tjá sig um námið og skólann og hvernig nemandinn kemur út eftir útspýtingu. Í listaháskóla fer fram annarskonar nám, sem er ekki ýkja áþreifanlegt á ýmsum sviðum og einkunnir þykja afstæðar. Hver og einn gerir námið að sínu, útskrifast með þá reynslu sem hann sjálfur vill öðlast. Nemendur taka afstöðu á ómeðvitaðan eða meðvitaðan hátt hvernig þeir koma að skólanum og hvernig skólinn kemur að þeim. Á fundi með rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmari H. Ragnarssyni, tók rektor skýrt fram að skólinn væri ekki nemendur. Á þessum tiltekna fundi voru til umræðu húsnæðismál skólans. Á fundinum var lögð áhersla á hvernig mætti sjá skólann í víðara samhengi, út á við, hvernig hann kemur að samfélaginu, eða þá einna helst skattgreiðendum líkt og rektor tók fram. Við blasti glerhýsi sem átti að reisa á Laugaveginum sem mundi endurspegla og kalla fram allt það besta í nemendunum. Með að staðhæfa að nemendur séu ekki skólinn er gert grein fyrir á skilmerkilegan máta að aðkoma nemenda að skólanum er ekki tekin með í reikninginn. Hvað viðgengst, hvaða stöðlum nær skólinn að halda, til að efla sig og umbreyta sér sem stofnun, útvíkka, styrkja, fellur eða stendur ekki með nemendunum heldur burðarstólpum sjálfs skólans, það er steypunni. Nemendur spyrja sig hinsvegar hvað sé skóli án nemenda? Rödd nemenda innan Listaháskóla Íslands er engin eins og kom meðal annars skýrt fram í úttekt erlendra aðila á skólanum nú nýverið. Ef nemendur endurskoða ekki skólann taka þeir ekki afstöðu sem er það sem námið gengur út á. Námið kallar eftir því að nemendur taki sér stöðu svo þeir geta spyrnt á móti heiminum, tekið við honum, melt hann, brenglað hann og birt svo aftur á ný í því listformi sem hentar sér og sínum. Þess má geta að skólinn hefur sín eigin einkunnarorð sem eru eftirtalin: Áræðni, skilningur, forvitni. Áræðni mín lætur mig skrifa þessa grein, skilningur minn er opinn fyrir því að fá betri viðbrögð frá skólanum um aðkomu nemenda að honum og forvitni mín spyr: hvernig má það vera að flestir þeir sem koma að stjórn skólans hafa setið í henni frá upphafi og að til þess hafi lögum skólans verið breytt á laun, til dæmis þegar bætt var við klausu í reglugerð skólans sem stuttu síðar var fjarlægð. Klausan greindi frá því að ekki þurfi að auglýsa stöðu rektors en þessi klausa birtist rétt fyrir endurráðningu rektors og hvarf svo aftur að endurráðningu lokinni. Endurnýjun eru góð einkunnarorð, og helst jafnvel í hendur við áræðni, sem má kenna við tíma þessa, nýju tíma okkar sem linnulaust slá um sig með hugtökum á við nýksköpun. Það er útskrift hjá okkur myndlistarnemum í dag og ætlum við í tilefni þessa dags og hátíðardags að standa upp úr stólum okkar og syngja með hátíðarbrag lag Michaels Jackson heitins, We are the world, því það eru þau einkunnarorð sem við teljum að geti borið okkur áfram í áræðni og endurnýjun næstu ára. Takk LHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Dúx í myndlist. Dúx er afstætt í myndlistarnámi þar sem um er að ræða sjálfstætt nám, þar sem nemendur hlaupa um líkt og hauslausir kjúklingar þreifandi fyrir hverju korni með táberginu á klónni sem var við það að detta af í gær en virðist vera að gróa með ígerð í dag. „Dúx“ myndlistar hefur því í raun ekki hinn hefðbundna vettvang til þess að tjá sig um námið og skólann og hvernig nemandinn kemur út eftir útspýtingu. Í listaháskóla fer fram annarskonar nám, sem er ekki ýkja áþreifanlegt á ýmsum sviðum og einkunnir þykja afstæðar. Hver og einn gerir námið að sínu, útskrifast með þá reynslu sem hann sjálfur vill öðlast. Nemendur taka afstöðu á ómeðvitaðan eða meðvitaðan hátt hvernig þeir koma að skólanum og hvernig skólinn kemur að þeim. Á fundi með rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmari H. Ragnarssyni, tók rektor skýrt fram að skólinn væri ekki nemendur. Á þessum tiltekna fundi voru til umræðu húsnæðismál skólans. Á fundinum var lögð áhersla á hvernig mætti sjá skólann í víðara samhengi, út á við, hvernig hann kemur að samfélaginu, eða þá einna helst skattgreiðendum líkt og rektor tók fram. Við blasti glerhýsi sem átti að reisa á Laugaveginum sem mundi endurspegla og kalla fram allt það besta í nemendunum. Með að staðhæfa að nemendur séu ekki skólinn er gert grein fyrir á skilmerkilegan máta að aðkoma nemenda að skólanum er ekki tekin með í reikninginn. Hvað viðgengst, hvaða stöðlum nær skólinn að halda, til að efla sig og umbreyta sér sem stofnun, útvíkka, styrkja, fellur eða stendur ekki með nemendunum heldur burðarstólpum sjálfs skólans, það er steypunni. Nemendur spyrja sig hinsvegar hvað sé skóli án nemenda? Rödd nemenda innan Listaháskóla Íslands er engin eins og kom meðal annars skýrt fram í úttekt erlendra aðila á skólanum nú nýverið. Ef nemendur endurskoða ekki skólann taka þeir ekki afstöðu sem er það sem námið gengur út á. Námið kallar eftir því að nemendur taki sér stöðu svo þeir geta spyrnt á móti heiminum, tekið við honum, melt hann, brenglað hann og birt svo aftur á ný í því listformi sem hentar sér og sínum. Þess má geta að skólinn hefur sín eigin einkunnarorð sem eru eftirtalin: Áræðni, skilningur, forvitni. Áræðni mín lætur mig skrifa þessa grein, skilningur minn er opinn fyrir því að fá betri viðbrögð frá skólanum um aðkomu nemenda að honum og forvitni mín spyr: hvernig má það vera að flestir þeir sem koma að stjórn skólans hafa setið í henni frá upphafi og að til þess hafi lögum skólans verið breytt á laun, til dæmis þegar bætt var við klausu í reglugerð skólans sem stuttu síðar var fjarlægð. Klausan greindi frá því að ekki þurfi að auglýsa stöðu rektors en þessi klausa birtist rétt fyrir endurráðningu rektors og hvarf svo aftur að endurráðningu lokinni. Endurnýjun eru góð einkunnarorð, og helst jafnvel í hendur við áræðni, sem má kenna við tíma þessa, nýju tíma okkar sem linnulaust slá um sig með hugtökum á við nýksköpun. Það er útskrift hjá okkur myndlistarnemum í dag og ætlum við í tilefni þessa dags og hátíðardags að standa upp úr stólum okkar og syngja með hátíðarbrag lag Michaels Jackson heitins, We are the world, því það eru þau einkunnarorð sem við teljum að geti borið okkur áfram í áræðni og endurnýjun næstu ára. Takk LHÍ
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar