Alþjóðadagur flóttamanna í dag Kristján Sturluson skrifar 20. júní 2011 07:00 20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann. Milljónir manna eru á flótta til að bjarga lífi sínu. Flestir eru á flótta innan eigin landamæra en þeir sem flýja heimaland sitt leita flestir til fátækra nágrannaríkja. Um 5% leita til Evrópu og aðeins nokkrir tugir til Íslands. Íslandi ber samkvæmt skuldbindingum sem stjórnvöld hafa undirgengist að veita þeim flóttamönnum sem hingað leita nauðsynlega alþjóðlega vernd. Rauði krossinn vinnur hérlendis að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og er samstarfsaðili Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samningi frá 2001. Félagið sinnir málsvarahlutverki og réttindagæslu hælisleitenda og aðstoðar við móttöku og aðlögun flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið landvist. Rauði krossinn fylgist með að flóttafólk og hælisleitendur njóti réttinda samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum en getur hins vegar ekki hlutast til um niðurstöðu einstakra mála. Félagið leggur áherslu á bein samskipti við stjórnvöld og beinir ábendingum sínum og athugasemdum til þeirra eftir þörfum. Réttarstaða einstaklinga sem óska hælis á Íslandi hefur batnað, síðast með breytingum á lögum um útlendinga haustið 2010. Löggjöfina og framkvæmdina þarf þó að bæta frekar. Tryggja þarf að hælisleitendur fái aðstoð lögmanns frá upphafi hælisumsóknar, einfalda málsmeðferðina, gera hana skilvirkari og styttri. Alltaf þarf þó að tryggja að hver einstök umsókn fái eðlilega og réttláta málsmeðferð. Á kærustigi ætti sjálfstæður úrskurðaraðili að fjalla um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar. Þá er eðlilegt að stjórnvöld skoði möguleika á að bjóða einstaklingum sem hér óska hælis aðstoð og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við stjórnvöld og aðra sem koma að málefnum þeirra. Rauði kross Íslands vonar heilshugar að almenningur á Íslandi verði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyðast til að flýja í leit að vernd. Munum eftir flóttafólki 20. júní og alla aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann. Milljónir manna eru á flótta til að bjarga lífi sínu. Flestir eru á flótta innan eigin landamæra en þeir sem flýja heimaland sitt leita flestir til fátækra nágrannaríkja. Um 5% leita til Evrópu og aðeins nokkrir tugir til Íslands. Íslandi ber samkvæmt skuldbindingum sem stjórnvöld hafa undirgengist að veita þeim flóttamönnum sem hingað leita nauðsynlega alþjóðlega vernd. Rauði krossinn vinnur hérlendis að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og er samstarfsaðili Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samningi frá 2001. Félagið sinnir málsvarahlutverki og réttindagæslu hælisleitenda og aðstoðar við móttöku og aðlögun flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið landvist. Rauði krossinn fylgist með að flóttafólk og hælisleitendur njóti réttinda samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum en getur hins vegar ekki hlutast til um niðurstöðu einstakra mála. Félagið leggur áherslu á bein samskipti við stjórnvöld og beinir ábendingum sínum og athugasemdum til þeirra eftir þörfum. Réttarstaða einstaklinga sem óska hælis á Íslandi hefur batnað, síðast með breytingum á lögum um útlendinga haustið 2010. Löggjöfina og framkvæmdina þarf þó að bæta frekar. Tryggja þarf að hælisleitendur fái aðstoð lögmanns frá upphafi hælisumsóknar, einfalda málsmeðferðina, gera hana skilvirkari og styttri. Alltaf þarf þó að tryggja að hver einstök umsókn fái eðlilega og réttláta málsmeðferð. Á kærustigi ætti sjálfstæður úrskurðaraðili að fjalla um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar. Þá er eðlilegt að stjórnvöld skoði möguleika á að bjóða einstaklingum sem hér óska hælis aðstoð og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við stjórnvöld og aðra sem koma að málefnum þeirra. Rauði kross Íslands vonar heilshugar að almenningur á Íslandi verði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyðast til að flýja í leit að vernd. Munum eftir flóttafólki 20. júní og alla aðra daga.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar