Alþjóðadagur flóttamanna í dag Kristján Sturluson skrifar 20. júní 2011 07:00 20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann. Milljónir manna eru á flótta til að bjarga lífi sínu. Flestir eru á flótta innan eigin landamæra en þeir sem flýja heimaland sitt leita flestir til fátækra nágrannaríkja. Um 5% leita til Evrópu og aðeins nokkrir tugir til Íslands. Íslandi ber samkvæmt skuldbindingum sem stjórnvöld hafa undirgengist að veita þeim flóttamönnum sem hingað leita nauðsynlega alþjóðlega vernd. Rauði krossinn vinnur hérlendis að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og er samstarfsaðili Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samningi frá 2001. Félagið sinnir málsvarahlutverki og réttindagæslu hælisleitenda og aðstoðar við móttöku og aðlögun flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið landvist. Rauði krossinn fylgist með að flóttafólk og hælisleitendur njóti réttinda samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum en getur hins vegar ekki hlutast til um niðurstöðu einstakra mála. Félagið leggur áherslu á bein samskipti við stjórnvöld og beinir ábendingum sínum og athugasemdum til þeirra eftir þörfum. Réttarstaða einstaklinga sem óska hælis á Íslandi hefur batnað, síðast með breytingum á lögum um útlendinga haustið 2010. Löggjöfina og framkvæmdina þarf þó að bæta frekar. Tryggja þarf að hælisleitendur fái aðstoð lögmanns frá upphafi hælisumsóknar, einfalda málsmeðferðina, gera hana skilvirkari og styttri. Alltaf þarf þó að tryggja að hver einstök umsókn fái eðlilega og réttláta málsmeðferð. Á kærustigi ætti sjálfstæður úrskurðaraðili að fjalla um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar. Þá er eðlilegt að stjórnvöld skoði möguleika á að bjóða einstaklingum sem hér óska hælis aðstoð og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við stjórnvöld og aðra sem koma að málefnum þeirra. Rauði kross Íslands vonar heilshugar að almenningur á Íslandi verði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyðast til að flýja í leit að vernd. Munum eftir flóttafólki 20. júní og alla aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann. Milljónir manna eru á flótta til að bjarga lífi sínu. Flestir eru á flótta innan eigin landamæra en þeir sem flýja heimaland sitt leita flestir til fátækra nágrannaríkja. Um 5% leita til Evrópu og aðeins nokkrir tugir til Íslands. Íslandi ber samkvæmt skuldbindingum sem stjórnvöld hafa undirgengist að veita þeim flóttamönnum sem hingað leita nauðsynlega alþjóðlega vernd. Rauði krossinn vinnur hérlendis að málefnum flóttamanna og hælisleitenda í samvinnu við stjórnvöld og er samstarfsaðili Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samningi frá 2001. Félagið sinnir málsvarahlutverki og réttindagæslu hælisleitenda og aðstoðar við móttöku og aðlögun flóttamanna sem stjórnvöld hafa boðið landvist. Rauði krossinn fylgist með að flóttafólk og hælisleitendur njóti réttinda samkvæmt lögum og alþjóðlegum samningum en getur hins vegar ekki hlutast til um niðurstöðu einstakra mála. Félagið leggur áherslu á bein samskipti við stjórnvöld og beinir ábendingum sínum og athugasemdum til þeirra eftir þörfum. Réttarstaða einstaklinga sem óska hælis á Íslandi hefur batnað, síðast með breytingum á lögum um útlendinga haustið 2010. Löggjöfina og framkvæmdina þarf þó að bæta frekar. Tryggja þarf að hælisleitendur fái aðstoð lögmanns frá upphafi hælisumsóknar, einfalda málsmeðferðina, gera hana skilvirkari og styttri. Alltaf þarf þó að tryggja að hver einstök umsókn fái eðlilega og réttláta málsmeðferð. Á kærustigi ætti sjálfstæður úrskurðaraðili að fjalla um kærur á neikvæðum ákvörðunum Útlendingastofnunar. Þá er eðlilegt að stjórnvöld skoði möguleika á að bjóða einstaklingum sem hér óska hælis aðstoð og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við stjórnvöld og aðra sem koma að málefnum þeirra. Rauði kross Íslands vonar heilshugar að almenningur á Íslandi verði áfram jákvæður í garð þeirra sem neyðast til að flýja í leit að vernd. Munum eftir flóttafólki 20. júní og alla aðra daga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar