Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann Ragnar Halldórsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar. Átti hann við; samkvæmir sjálfum sér í að tilgangurinn helgaði meðalið? „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð" sagði formaður eina öfgasinnaða vinstriflokksins á Íslandi og ætlast til að vel gefið fólk trúi honum. HeildarmyndinSannleikurinn er sagna bestur segir gamalt íslenskt máltæki. Og við skoðun blasir hann við öllum sem sjá vilja: Sama fólk og sakaði gömlu bankana um að fara á svig við lög virðist núna ekki aðeins misnota þau, heldur allt íslenska réttarkerfið, Alþingi og aðrar stofnanir þjóðfélagsins til að níðast á lögum og rétti í pólitískum tilgangi. Orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur eru að glata merkingu sinni í meðförum þeirra. Atlanefndin svokallaða rannsakaði ekkert. Hún bara ákvað eitthvað. Rannsóknarlaust réði hún saksóknara í feitt embætti sem rannsakaði ekkert heldur, heldur gaf út rökstuðningslausa ákæru út í loftið á meðan framkvæmdarvaldið dundaði við að breyta lögum um landsdóm til að þau hentuðu betur öfgavinstrisinnuðum pólitískum eineltisofsóknum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ákæruskjal heldur leit að sannleikanum um þátt Íslands í eigin hruni. Hún skoðaði ekki aðra utanaðkomandi þætti eins og alþjóðahrunið. Aðeins okkar þátt. Og þá vantar auðvitað helling í heildarmyndina. Því alþjóðahrunið átti auðvitað stærsta þáttinn í hruninu á Íslandi. Og líka árásir fyrrverandi ríkisstjórnar Bretlands, sem gjöreyðilagði tiltrú umheimsins á Íslandi sem fjármálamiðstöð með því að lýsa landið gjaldþrota í beinni útsendingu og setja fjármálaráðuneytið og Seðlabankann á lista yfir hryðjuverkasamtök ásamt Landsbankanum. Það er gott og heilbrigt að skoða okkar þátt í hruninu og gera hann upp. En maður gerir það ekki með því að einangra málið við okkar þátt og klippa út úr heildarmyndinni aðra þætti sem höfðu úrslitaþýðingu. Eða með því að misnota Alþingi og réttarkerfið til að koma höggi á einn einstakling, klína á hann sökum án undangenginnar rannsóknar og láta eins og hann einn hafi borið ábyrgð á þessu öllu. Hver átti hugmyndina? SannleikurinnRíkisstjórn Geirs frá 2007 hafði verið við völd í rúmt ár þegar alþjóðahrunið skall á. Lagaumgjörð bankanna var mótuð löngu fyrir þann tíma. Af meirihluta Alþingis. Undir forystu ríkisstjórna sem voru leiddar af öðrum stjórnarflokksformönnum en Geir. Og ef lögum um banka var ábótavant á þeim tíma báru tugir, jafnvel vel á annað hundrað manns ábyrgð á því. Bæði oddvitar þáverandi ríkisstjórna, alþingismenn og eftirlitsstofnanir. Og líka stjórnarandstaðan á þeim tíma. Enginn í stjórnarandstöðunni á þeim tíma benti á afmörkuð atriði sem var ábótavant í löggjöf um banka ef til alþjóðahruns kæmi. Þess vegna verða sakirnar sem vinstriöfgafólk vill núna fá Geir dæmdan í fangelsi fyrir enn kostulegri og í raun óhugnanlegri en ætla mætti við fyrstu sýn. Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann. Ekki afbökun á honum. Né réttlætinu. Og maður leitar sannleikans. Með réttlátri rannsókn. Löglegri málsmeðferð. Þess vegna eru orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur náskyld hugtök. Því um leið og maður svívirðir réttlætið og mannréttindin afbakast sannleikurinn. Sú saga blasir við öllu vel gefnu fólki sem á horfir. En þá sögu fáum við ekki að heyra frá formanni Vinstri grænna þótt hann virðist aðalhöfundur hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. 18. júní 2011 07:00 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar. Átti hann við; samkvæmir sjálfum sér í að tilgangurinn helgaði meðalið? „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð" sagði formaður eina öfgasinnaða vinstriflokksins á Íslandi og ætlast til að vel gefið fólk trúi honum. HeildarmyndinSannleikurinn er sagna bestur segir gamalt íslenskt máltæki. Og við skoðun blasir hann við öllum sem sjá vilja: Sama fólk og sakaði gömlu bankana um að fara á svig við lög virðist núna ekki aðeins misnota þau, heldur allt íslenska réttarkerfið, Alþingi og aðrar stofnanir þjóðfélagsins til að níðast á lögum og rétti í pólitískum tilgangi. Orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur eru að glata merkingu sinni í meðförum þeirra. Atlanefndin svokallaða rannsakaði ekkert. Hún bara ákvað eitthvað. Rannsóknarlaust réði hún saksóknara í feitt embætti sem rannsakaði ekkert heldur, heldur gaf út rökstuðningslausa ákæru út í loftið á meðan framkvæmdarvaldið dundaði við að breyta lögum um landsdóm til að þau hentuðu betur öfgavinstrisinnuðum pólitískum eineltisofsóknum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ákæruskjal heldur leit að sannleikanum um þátt Íslands í eigin hruni. Hún skoðaði ekki aðra utanaðkomandi þætti eins og alþjóðahrunið. Aðeins okkar þátt. Og þá vantar auðvitað helling í heildarmyndina. Því alþjóðahrunið átti auðvitað stærsta þáttinn í hruninu á Íslandi. Og líka árásir fyrrverandi ríkisstjórnar Bretlands, sem gjöreyðilagði tiltrú umheimsins á Íslandi sem fjármálamiðstöð með því að lýsa landið gjaldþrota í beinni útsendingu og setja fjármálaráðuneytið og Seðlabankann á lista yfir hryðjuverkasamtök ásamt Landsbankanum. Það er gott og heilbrigt að skoða okkar þátt í hruninu og gera hann upp. En maður gerir það ekki með því að einangra málið við okkar þátt og klippa út úr heildarmyndinni aðra þætti sem höfðu úrslitaþýðingu. Eða með því að misnota Alþingi og réttarkerfið til að koma höggi á einn einstakling, klína á hann sökum án undangenginnar rannsóknar og láta eins og hann einn hafi borið ábyrgð á þessu öllu. Hver átti hugmyndina? SannleikurinnRíkisstjórn Geirs frá 2007 hafði verið við völd í rúmt ár þegar alþjóðahrunið skall á. Lagaumgjörð bankanna var mótuð löngu fyrir þann tíma. Af meirihluta Alþingis. Undir forystu ríkisstjórna sem voru leiddar af öðrum stjórnarflokksformönnum en Geir. Og ef lögum um banka var ábótavant á þeim tíma báru tugir, jafnvel vel á annað hundrað manns ábyrgð á því. Bæði oddvitar þáverandi ríkisstjórna, alþingismenn og eftirlitsstofnanir. Og líka stjórnarandstaðan á þeim tíma. Enginn í stjórnarandstöðunni á þeim tíma benti á afmörkuð atriði sem var ábótavant í löggjöf um banka ef til alþjóðahruns kæmi. Þess vegna verða sakirnar sem vinstriöfgafólk vill núna fá Geir dæmdan í fangelsi fyrir enn kostulegri og í raun óhugnanlegri en ætla mætti við fyrstu sýn. Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann. Ekki afbökun á honum. Né réttlætinu. Og maður leitar sannleikans. Með réttlátri rannsókn. Löglegri málsmeðferð. Þess vegna eru orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur náskyld hugtök. Því um leið og maður svívirðir réttlætið og mannréttindin afbakast sannleikurinn. Sú saga blasir við öllu vel gefnu fólki sem á horfir. En þá sögu fáum við ekki að heyra frá formanni Vinstri grænna þótt hann virðist aðalhöfundur hennar.
Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. 18. júní 2011 07:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun