Ný tækifæri fyrir tæknisinnaða Hjálmar Árnason skrifar 9. júní 2011 06:00 Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta. Atvinnumöguleikar tæknimenntaðs fólks eru miklir. Tæknifræði býður upp á góða og fjölbreytilega vinnu og góðar tekjur og ætti því að vera eftirsótt nám. Meðallaun félagsmanna í Félagi tæknifræðinga eru um 600 þúsund á mánuði, skv. síðustu kjarakönnun TFÍ. Þrátt fyrir þetta sækja ekki nægilega margir í tæknimenntun á Íslandi. Keilir og Háskóli Íslands bjóða upp á tæknifræði þar sem áhersla er lögð á verkefnavinnu með raunhæfum verkefnum. Gott dæmi um það er að einn nemenda mun taka hið glæsilega hús, Hörpu, sem lokaverkefni og skoða orkunýtingu tónlistarhallarinnar og leiðir til að ná enn betri árangri. Inn í námið eru nemendur metnir á grundvelli menntunar og reynslu og „stungið inn“ í námið miðað við raunfærni þeirra. Síðari hluta námsins verður hægt að stunda með vinnu. Þarna er nýtt tækifæri fyrir áhugasama á öllum aldri. Í samstarfi við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tæknifræðingafélagið og fjölmörg fyrirtæki vill Keilir svara kalli atvinnulífsins. Meðal fyrirtækja sem koma að þessu samstarfi eru Marel, Össur, Mannvit, HS Orka, HS Veitur og Frumherji. Samstarf skólanna fjögurra gengur út á að skipuleggja nám sem nær frá byrjun framhaldsskóla til lokaprófs í tæknifræði á háskólastigi. Sveigjanleiki í námi er lykilþáttur í samstarfinu og verður nemendum gert kleift að taka námið í nokkrum þrepum. Keilir er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendum býðst að leigja íbúðir á ævintýralegum kjörum og/eða nota rútuferðir (10 á dag) milli höfuðborgarsvæðis og Ásbrúar. Hægt er að fá íbúðir leigðar á verði sem telst einkar hagstætt eða frá kr. 60.000 á mánuði og niðurhal af neti innifalið. Með þessu samstarfi vilja skólarnir og fyrirtækin bregðast við hinni æpandi þörf á tæknifræðimenntuðu fólki. Við opnum skil milli skólastiga, bjóðum fjölbreytilegt og lifandi nám sem býður vel launuð og skemmtileg störf sem bíða eftir áhugasömu fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Varla hefur farið framhjá neinum hróp atvinnulífsins eftir tæknimenntuðu fólki. Það er grafalvarleg staða ef íslensk fyrirtæki geta ekki fengið til sín tæknimenntað fólk. Auglýsingar fyrirtækja að undanförnu sýna þennan vanda í hnotskurn. Í 20/20 markmiðum ríkisstjórnar er þung áhersla lögð á að efla tæknimenntun. Í sama streng taka samtök á vinnumarkaði. Málið er grafalvarlegt því án tæknimenntaðs fólks mun stöðnun ríkja á vinnumarkaði okkar. Úr þessu þarf að bæta. Atvinnumöguleikar tæknimenntaðs fólks eru miklir. Tæknifræði býður upp á góða og fjölbreytilega vinnu og góðar tekjur og ætti því að vera eftirsótt nám. Meðallaun félagsmanna í Félagi tæknifræðinga eru um 600 þúsund á mánuði, skv. síðustu kjarakönnun TFÍ. Þrátt fyrir þetta sækja ekki nægilega margir í tæknimenntun á Íslandi. Keilir og Háskóli Íslands bjóða upp á tæknifræði þar sem áhersla er lögð á verkefnavinnu með raunhæfum verkefnum. Gott dæmi um það er að einn nemenda mun taka hið glæsilega hús, Hörpu, sem lokaverkefni og skoða orkunýtingu tónlistarhallarinnar og leiðir til að ná enn betri árangri. Inn í námið eru nemendur metnir á grundvelli menntunar og reynslu og „stungið inn“ í námið miðað við raunfærni þeirra. Síðari hluta námsins verður hægt að stunda með vinnu. Þarna er nýtt tækifæri fyrir áhugasama á öllum aldri. Í samstarfi við Háskóla Íslands, Iðnskólann í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tæknifræðingafélagið og fjölmörg fyrirtæki vill Keilir svara kalli atvinnulífsins. Meðal fyrirtækja sem koma að þessu samstarfi eru Marel, Össur, Mannvit, HS Orka, HS Veitur og Frumherji. Samstarf skólanna fjögurra gengur út á að skipuleggja nám sem nær frá byrjun framhaldsskóla til lokaprófs í tæknifræði á háskólastigi. Sveigjanleiki í námi er lykilþáttur í samstarfinu og verður nemendum gert kleift að taka námið í nokkrum þrepum. Keilir er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nemendum býðst að leigja íbúðir á ævintýralegum kjörum og/eða nota rútuferðir (10 á dag) milli höfuðborgarsvæðis og Ásbrúar. Hægt er að fá íbúðir leigðar á verði sem telst einkar hagstætt eða frá kr. 60.000 á mánuði og niðurhal af neti innifalið. Með þessu samstarfi vilja skólarnir og fyrirtækin bregðast við hinni æpandi þörf á tæknifræðimenntuðu fólki. Við opnum skil milli skólastiga, bjóðum fjölbreytilegt og lifandi nám sem býður vel launuð og skemmtileg störf sem bíða eftir áhugasömu fólki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar