Fleiri fréttir

Hagræðing á háskólastigi

Eftir kröftuga uppbyggingu og útþenslu í íslensku háskólaumhverfi á tímum góðæris þurfa háskólar eins og aðrar stofnanir samfélagins að grípa til umtalsverðs niðurskurðar í rekstri. Fjárframlög til háskóla lækka um 8,5% frá síðasta ári.

Corporate Iceland

Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins.

Biðjum og styðjum

Núna þegar ár er liðið frá efnahagshruninu eiga margar fjölskyldur í miklum fjárhagserfiðleikum. Sumar eiga vart til hnífs og skeiðar. Fyrir ári hefði engan órað fyrir að fólk sem þá var vel bjargálna þyrfti stuðning nú Stofnanir og hjálparsamtök hafa brugðist við stóraukinni þörf fyrir stuðning og hefur aðstoð þeirra margfaldast á einu ári.

Tímabært að Fréttablaðið birti minningargreinar

Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur að sá hluti Morgunblaðsins sem hvað erfiðast sé að láta framhjá sér fara sé minningargreinarnar. Takist ekki að fylgjast með andlátstilkynningum eða skanna minningargreinar reglulega sé ávallt sú hætta fyrir hendi að andlát gamalla vina, kunningja eða fólks sem tengist vinum og vandamönnum fari einfaldlega framhjá manni.

Ekki okra á örygginu

Andrés Ingi Jónsson skrifar

:Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíðindi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verður að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum.

Heilbrigðiskerfið – úr vörn í sókn

Heilbrigðiskerfið er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins. Það er auðlind sköpuð af mönnum í þeim tilgangi að auka velferð þegnanna. Auðlindin er þekking starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur, fjármögnuð með tekjum og sköttum landsmanna. Starfsemin snýst um að fyrirbyggja heilsuleysi eða breyta því í heilsu. Afurðin og hagnaðurinn er góð heilsa landsmanna sem er undirstaða alls atvinnulífs sem ætti erfitt uppdráttar án starfhæfra einstaklinga.

Ávextir fjölmenningarsamfélagsins

Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari.

Öryggi og hegðun barna á netinu

Hvað getum við gert til að efla öryggi í tækni- og netnotkun barna og unglinga? Við þurfum að byrja á því að sá fræinu. Það gerum við með því að virkja þá sem eru í kringum okkur, til dæmis foreldra, skólastjórnendur og alla sem geta komið að þessu verkefni, með jákvæðu hugarfari til að kenna okkur sem yngri erum að fara að með gát.

Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir

Á dögunum hélt Sheila Riddel, prófessor við Edinborgarháskóla, erindi á málstofu í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands um aðgengi fatlaðra að háskólanámi í Bretlandi. Hlutfall fatlaðra í háskólanámi á Íslandi hefur lengst af verið lágt og hefur slæmt aðgengi og skortur á stuðningi háð þeim í náminu.

Aðlögun

Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan.

Lýsing á heimilum – gló- eða flúrlýsing?

Sólin er sá ljósgjafi sem sjón mannsins hefur þróast við frá upphafi. Þar með hlýtur sólin að vera sá ljósgjafi sem best er til þess fallinn að lýsa manninum við hvers kyns sjónstarf. Og þar af leiðir að sá raf-ljósgjafi sem mest líkist sólarljósinu hlýtur því að vera sá heppilegasti af þeirri gerð til að lýsa heimili okkar.

Stóraukið mikilvægi internetsins í viðskiptum fyrirtækja

Með vaxandi áhrifum internetsins hafa orðið miklar breytingar á möguleikum í markaðssetningu á milli fyrirtækja og núna, þegar kynslóðaskipti verða í stjórnum fyrirtækja og við taka aðilar sem hafa mun betra tölvulæsi en fyrirrennarar þeirra, breytist þetta en meira.

Sáttmáli um yfirfæranlegt tap almennings

Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sársaukalaust.

Hver er ímynd Íslands?

Heimurinn allur hefur orðið fyrir skaða af völdum fjármálakreppunnar. Mismunandi er þó hvaða áhrif slíkt hefur haft á ímynd þjóðanna. Flestum er orðið ljóst að lönd og þjóðir þurfa að huga að því að vera sýnileg og reyna að hafa áhrif á ásýnd og orðspor landanna. Góð ímynd af landi og þjóð er m.a. talin auka útflutning, erlendar fjárfestingar, straum ferðamanna og alþjóðleg pólitísk áhrif. Horfa verður þó til þess að lönd hafa mismunandi ímynd með tilliti til þessara þátta og ágreiningur er um hvort í raun er hægt að mæla heildarímynd þjóðar.

Beint lýðræði

Jón Sigurðsson skrifar

Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðar­atkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt.

Prófsteinn á nýja Ísland

Tryggvi Agnarsson skrifar

Við köllum það nýja Ísland, sem við reisum á rústum gamla landsins okkar. Við teljum okkur nú reynslunni ríkari og viljum að nýtt þjóðfélag okkar verði byggt á lýðræði og jafnrétti og við berjumst af öllum mætti gegn sérhagsmunagæslu, spillingu, skattpíningu og sóun.

Skjaldborg fyrir okkur öll

Eygló Harðardóttir skrifar

Þegar Samfylkingin sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var sagt að þar sem Jóhanna Sigurðardóttir kæmi að, þar ynnust verkin. Slá átti skjaldborg um heimilin og byggja velferðarbrú fyrir fjölskyldurnar í landinu enda Jóhanna talin þekkt fyrir sköruglega verkstjórn. Því er ekki að undra að þjóðin hafi að undanförnu velt fyrir sér hvar Jóhanna Sigurðardóttir sé.

Hvers konar verðtrygging?

Þorkell Helgason skrifar

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, hefur lagt til að verðtrygging lána miðist fremur við laun en neysluverð. Þannig tengist greiðslubyrðin beint við afkomu lángreiðenda. Hængurinn er sá að til lengdar litið hafa laun hækkað meira en verðlag og svo verður vonandi í framtíðinni. Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í gær er t.d. bent á að launavísitala hafi hækkað um 29% umfram vísitölu neysluverðs síðan 1991. Því er hæpið að lántakendum sé greiði gerður með tengingu höfuðstóls við laun.

Samkeppni á samdráttartímum

Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðar­innar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undan­förnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim.

Norrænt velferðarkerfi á Íslandi III

Öryrkjabandalag Íslands leggur þunga áherslu á að í næstu fjárlögum verði þær skerðingar sem lagðar voru á lífeyrisþega í sumar dregnar til baka. Því lengri tími sem líður er meiri hætta á að þær festist og þau loforð að þetta væru aðeins tímabundnar ráðstafanir gleymist. Eftir mikla vinnu lagði nefnd á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins fram drög að skýrslu um nýskipan almannatrygginga með tillögum að breytingum á kerfinu. Þar er margt áhugavert og jákvætt, en ÖBÍ gerir þó nokkrar athugasemdir og hefur skilað umsögn þar um. Þar er lögð áhersla á að kjör lífeyrisþega verði ekki skert meira en orðið er.

Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram

Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðug­leika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.

Frumskógar- lögmálinu hafnað

Árið 1906 sendi bandaríski sósíalistinn Upton Sinclair frá sér skáldsöguna Frumskóginn (e. The Jungle). Í henni segir af ömurlegum lífsaðstæðum innflytjenda úr verkamannastétt í kjötiðnaðarverksmiðjum Chicago. Þótt verkið sé í dag flestum gleymt voru áhrif þess á sínum tíma geysimikil. Hér á landi urðu til dæmis þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness fyrir miklum áhrifum af Frumskóginum, eins og glöggt má sjá í Bréfi til Láru og Sjálfstæðu fólki.

Formanni Evrópusamtakanna svarað

Sturla Böðvarsson skrifar um Evrópumál skrifar

Það er ánægjulegt að Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skuli hafa lesið af áhuga það sem ég skrifaði um Evrópusambandið í vefritið Pressuna. Þar varpa ég fram spurningunni hvort aðild að Evrópusambandinu yrði „fórn eða björgunaraðgerð".

Hugsjónin um Evrópu

Oddný Sturludóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifa um Evrópumál skrifar

Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað.

Þjóðhagslega hagkvæm listamannalaun

Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustufyrirtæki njóta góðs af.

Úr vörn í sókn!

Þráinn Bertelsson skrifar

Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina.

Nýttu kraftinn!

Það er sérstakt til þess að hugsa að nú sé að verða heilt ár síðan tilvera okkar Íslendinga fór hreinlega á hvolf í einu vetfangi. Það er einhvern veginn svo langt síðan en samt svo stutt, það hefur svo margt gerst en samt ekki neitt. Við erum enn stödd í óvissuskýi.

Að byggja betra samfélag

Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar

Þátttaka Vinstri grænna í ríkis­stjórn er mörkuð af risavöxnum verkefnum endurreisnar Íslands. Verkefnin eru mörg og erfið og ýmsum þykir ekki nóg að gert. Mig langar að fagna allri málefnalegri gagnrýni á verk VG í ríkisstjórn, og öllum raunhæfum tillögum um hvernig við getum staðið okkur betur við að endurreisa Ísland í anda velferðar, sjálfbærni og jafnréttis.

Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða

Diljá Ámundadóttir skrifar

Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir.

Helgi Hóseasson og staðfestar ógildingar

Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar

Baráttumál Helga Hóseassonar hafa oft verið illa misskilin. Fáir hafa í raun reynt að skilja hvers vegna hann vildi ógilda skírnarsáttmála sinn.

Komum atvinnulífinu á hreyfingu

Brynhildur Georgsdóttir skrifar

Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mánuðir verið notaðir til að undirbúa endurskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða

Veiðikortasjóður falinn fjársjóður

Sigurður Gunnarsson skrifar

Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu.

Kæri Sturla

Andrés Pétursson skrifar

Það var með nokkrum áhuga sem ég las grein þína um Evrópumál á vefritinu pressan.is fyrir skömmu. Ástæðan er sú að við hjá Evrópusamtökunum fögnum allri vitrænni umræðu um þessi mál enda mikilvægt að sem flestir taki þátt henni. Það er ljóst að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er mjög umdeild enda fylgja aðild bæði kostir og gallar.

Sláturtíð

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust.

Opið bréf til Jóns Bjarnasonar

Snærós Sindradóttir skrifar

Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. H

Séreignarsparnaður – húsnæðislán

Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda.

Forgangsröðun menntamála

Oddný Sturludóttir skrifar um menntamál Nú liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og myndin er dökk. Menntasvið, með starfsemi grunnskóla undir, þarf að skera niður um rúman milljarð. Fyrir einu ári tókst starfsfólk skólanna á við niðurskurð af svipaðri stærðargráðu af þrautseigju og fagmennsku. Það bíður okkar borgarfulltrúa afar erfitt verkefni í vinnu við næstu fjárhagsáætlun. Þá ríður á gott samstarf og skilning skólasamfélagsins og forgangsröðunin verður að vera sanngjörn.

Gróði af Álftanesi í útlöndum

Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmaðurinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameistari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D-listans á Álftanesi sem í skipulagsmálum þjónaði hagsmunum verktaka fremur en að huga að hagsmunum bæjarsjóðs.

Almennar afskriftir skulda

Mikið er rætt um hvernig bregðast eigi við skuldavanda heimilanna enda nokkuð ljóst að staða mjög margra þeirra er verulega slæm. Ýmsar kenningar eru á lofti en segja má að átökin snúist um tvennt. Annars vegar telja sumir að hægt sé að afskrifa skuldir heimilanna almennt - annað hvort með beinni niðurfærslu upp að einhverju hámarki eða við að færa gengisvísitölu krónunnar ásamt neysluverðsvísitölu eitthvað aftur í tímann. Hins vegar þeir sem segja að almenn niðurfærsla sé ekki inni í myndinni þar sem slíkt myndi m.a. valda eignatilfærslum á milli ólíkra hópa í samfélaginu og umbuna þeim sem síst skyldi. Bankarnir verði að taka á skuldamálum heimilanna eins og sérhverjum öðrum útlánum en þó þannig að meðferðarúrræðin verði nokkuð fjölbreyttari en gengur og gerist þegar taka þarf á slíkum vandamálum.

Hvítt og svart – hægri og vinstri

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Ólögmæt aðför að eignum skuldara

Örn Karlsson skrifar

Það er erfitt að hrekja þá fullyrðingu fjölmargra skuldara að eign í fasteign minnki iðulega eftir því sem lengur er greitt af verðtryggðum lánum sem á henni hvíla. Fólk hefur grunsemdir um að það sé maðkur í mysunni og upp vakna spurningar um eignarréttinn sem á að vera varinn af Stjórnarskrá.

Nýja Ísland – kemur þú?

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þegar tvítyrni heimsviðskiptahallarinnar í New York hrundi til grunna þann 11. september 2001 gaus upp kæfandi mökkur sem varð fjölda manns að fjörtjóni. Björgunarsveitir höfðu sumar hverjar orðið of skjótar á vettvang, með þeim skelfilegum afleiðingum að fjöldi slökkviliðs og björgunarmanna lét lífið þegar byggingarnar jöfnuðust við jörðu. Dágóður tími leið áður en rofaði til og menn gátu metið afleiðingar þess sem gerst hafði.

Borgaraleg handtaka

Jón Þór Ólafsson skrifar

Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur.

Að meta fatlaða að verðleikum

Sigursteinn Másson skrifar

Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir.

Sjá næstu 50 greinar