Öryggi og hegðun barna á netinu 1. október 2009 06:00 Hvað getum við gert til að efla öryggi í tækni- og netnotkun barna og unglinga? Við þurfum að byrja á því að sá fræinu. Það gerum við með því að virkja þá sem eru í kringum okkur, til dæmis foreldra, skólastjórnendur og alla sem geta komið að þessu verkefni, með jákvæðu hugarfari til að kenna okkur sem yngri erum að fara að með gát. Flas er ekki til fagnaðar og alls ekki þegar netið er annars vegar. Netið er uppfullt af fræðandi möguleikum og skemmtun. Netnotendur ættu hins vegar að gera sér ljóst að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar og þar leynast líka hættur á hverju strái. Ef við, börn og unglingar, eigum að varast þær þurfum við stuðning og fræðslu. Hana viljum við fá frá foreldrum okkar og við viljum líka fá að fræðast um þessi mál í skólanum en í raun ætti að setja örugga netnotkun barna inn í námskrá skólanna sem skyldufag og byrja sem fyrst. Það sem við gerum á netinu endurspeglar okkur sjálfTökum dæmi. Þú ert með Facebook-síðu, sem er læst öllum öðrum en „vinum" þínum, og þú setur inn ljóta mynd af einhverjum bekkjarfélaga. Þú ert fullviss um að viðkomandi eigi aldrei eftir að sjá myndina en svo kemur annað í ljós. Þessi bekkjarfélagi er í heimsókn hjá einhverjum af „vinum" þínum (sem þú ert með inni á Facebook) og þessi „vinur" skoðar svæðið þitt. Flettir í gegnum myndaalbúmin og klikk - kemur ljóta myndin ekki á skjáinn! „Vinurinn" fer að hlæja og bekkjarfélaginn verður miður sín. Hvernig heldur þú að viðkomandi líði? Gleymum því ekki að það er hægt að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á netsíður. Lærum að nota netið réttVerum viss. Hugsum áður en við framkvæmum. Það er góð regla að skrifa ekki neitt inn á netið í reiði eða fljótfærni. Munum að það er ekkert einkalíf inni á netinu þannig að þú þarft að passa þig hvað þú setur inn á það. Gullin regla er að hleypa engum inn á svæðið þitt sem þú þekkir ekki. Ég vil nota þetta tækifæri til að benda á heimasíðu Saft.is en hún er uppfull af fræðslu um örugga net- og tækninotkun barna. Þar er að finna netorðin fimm, netheilræði og fleira. Ég hvet alla foreldra til að kynna sér þetta efni með börnum sínum. Slóðirnar eru: - http://www.saft.is/oruggnetnotkun/netordinfimm/ og - http://www.saft.is/oruggnetnotkun/fyrirforeldra/netheilraediÉg vísa að lokum í áskorun ungmennaráðs Saft þar sem skorað er á skólastjórnendur að halda sérstaka þemaviku nú í haust um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga.Höfundur er nemandi í 8. bekk Austurbæjarskóla og meðlimur í Ungmennaráði Saft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað getum við gert til að efla öryggi í tækni- og netnotkun barna og unglinga? Við þurfum að byrja á því að sá fræinu. Það gerum við með því að virkja þá sem eru í kringum okkur, til dæmis foreldra, skólastjórnendur og alla sem geta komið að þessu verkefni, með jákvæðu hugarfari til að kenna okkur sem yngri erum að fara að með gát. Flas er ekki til fagnaðar og alls ekki þegar netið er annars vegar. Netið er uppfullt af fræðandi möguleikum og skemmtun. Netnotendur ættu hins vegar að gera sér ljóst að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar og þar leynast líka hættur á hverju strái. Ef við, börn og unglingar, eigum að varast þær þurfum við stuðning og fræðslu. Hana viljum við fá frá foreldrum okkar og við viljum líka fá að fræðast um þessi mál í skólanum en í raun ætti að setja örugga netnotkun barna inn í námskrá skólanna sem skyldufag og byrja sem fyrst. Það sem við gerum á netinu endurspeglar okkur sjálfTökum dæmi. Þú ert með Facebook-síðu, sem er læst öllum öðrum en „vinum" þínum, og þú setur inn ljóta mynd af einhverjum bekkjarfélaga. Þú ert fullviss um að viðkomandi eigi aldrei eftir að sjá myndina en svo kemur annað í ljós. Þessi bekkjarfélagi er í heimsókn hjá einhverjum af „vinum" þínum (sem þú ert með inni á Facebook) og þessi „vinur" skoðar svæðið þitt. Flettir í gegnum myndaalbúmin og klikk - kemur ljóta myndin ekki á skjáinn! „Vinurinn" fer að hlæja og bekkjarfélaginn verður miður sín. Hvernig heldur þú að viðkomandi líði? Gleymum því ekki að það er hægt að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á netsíður. Lærum að nota netið réttVerum viss. Hugsum áður en við framkvæmum. Það er góð regla að skrifa ekki neitt inn á netið í reiði eða fljótfærni. Munum að það er ekkert einkalíf inni á netinu þannig að þú þarft að passa þig hvað þú setur inn á það. Gullin regla er að hleypa engum inn á svæðið þitt sem þú þekkir ekki. Ég vil nota þetta tækifæri til að benda á heimasíðu Saft.is en hún er uppfull af fræðslu um örugga net- og tækninotkun barna. Þar er að finna netorðin fimm, netheilræði og fleira. Ég hvet alla foreldra til að kynna sér þetta efni með börnum sínum. Slóðirnar eru: - http://www.saft.is/oruggnetnotkun/netordinfimm/ og - http://www.saft.is/oruggnetnotkun/fyrirforeldra/netheilraediÉg vísa að lokum í áskorun ungmennaráðs Saft þar sem skorað er á skólastjórnendur að halda sérstaka þemaviku nú í haust um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga.Höfundur er nemandi í 8. bekk Austurbæjarskóla og meðlimur í Ungmennaráði Saft.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar