Hvítt og svart – hægri og vinstri Þorkell Sigurlaugsson skrifar 19. september 2009 06:00 Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar