Hvítt og svart – hægri og vinstri Þorkell Sigurlaugsson skrifar 19. september 2009 06:00 Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar