Hvítt og svart – hægri og vinstri Þorkell Sigurlaugsson skrifar 19. september 2009 06:00 Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram mikil umræða, bókaskrif og uppgjör við ýmsar stefnur og strauma til hægri og vinstri; kapítalisma og kommúnisma. Svartbækur og hvítbækur líta dagsins ljós og það er eins og kreppan hafi leyst úr læðingi opinskáa umfjöllun um öfgastefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þýtt á íslensku lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. Flokka má báðar þessar stefnur sem hryðjuverk og leiðtoga þeirra sem hryðjuverkamenn í anda Al Kaída, reyndar verri hryðjuverkamenn, a.m.k. á mælikvarða fjölda þeirra sem voru myrtir. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda. Ef finna á einhverja samlíkingu þá dettur engum í hug að banna bíla af því að það verða bílslys, en ef við hefðum enga ökukennslu, engar umferðareglur, enga reglulega bílaskoðun, ekkert umferðaeftirlit og engar sektir fyrir umferðarlagabrot þá væri voðinn vís. Vissulega voru ýmsir þeirrar skoðunar að kapítalisminn og markaðshagkerfið þyrfti lítið eftirlit og engar kröfur um hæfni stjórnarmanna, en vonandi eru þær raddir þagnaðar. Nú er tækifæri að endurhugsa okkar þjóðfélag og þau gildi og áherslur sem við viljum starfa eftir til að bæta okkar lífskjör. Það verður ekki mælt einvörðungu á gamaldags mælikvörðum hagvaxtar og þjóðartekna. Það þarf að taka inn nýja mælikvarða svo sem lífsgæði, siðferði, sjálfbærni og annað sem snýr að öðru en peningum og framleiðslu. Þar mun kommúnismi, nasismi eða aðrar öfgastefnur ekki hjálpa okkur. Það þarf nýja hugsun og ný gildi sem leiða okkur inn á rétta braut. Það er að koma betur og betur í ljós að meðalhófið og það að forðast svart og hvítt og öfgar til hægri og vinstri er farsælasta leiðin til að byggja upp hagkerfi þar sem hagsæld og hamingja haldast í hendur. Við vorum á góðri leið með að byggja upp slíkt þjóðfélag á síðari helmingi síðustu aldar og þannig þjóðfélag þurfum við að endurheimta í enn betri mynd á komandi árum og áratugum. Þannig getum við komist aftur í fremstu röð þjóða heims.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar