Skoðun

Prófsteinn á nýja Ísland

Tryggvi Agnarsson skrifar

Við köllum það nýja Ísland, sem við reisum á rústum gamla landsins okkar. Við teljum okkur nú reynslunni ríkari og viljum að nýtt þjóðfélag okkar verði byggt á lýðræði og jafnrétti og við berjumst af öllum mætti gegn sérhagsmunagæslu, spillingu, skattpíningu og sóun.

Mörg teljum við að ein rót hrunsins hafi verið óréttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. Það hafi í raun borið í sér allt hið versta úr gamla Íslandi. Þar hefur verið úthlutað án greiðslu og án nokkurs réttlætis gífurlegum verðmætum í þjóðar­eign til útvalinna, sem margir hverjir hafa stungið í eigin vasa milljörðum króna í skjóli þessa ósóma.

Einkahagsmunum hyglað – almannahagsmunum fórnað

Við höfum ekki haft burði í okkur til að varpa af okkur þessu oki. Við höfum aftur og aftur kosið yfir okkur fólk sem staðið hefur varðstöðu um einkahagsmunina en kastað almannahagsmunum fyrir róða.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst sem kunnugt er að þeirri niðurstöðu að kvótalögin brytu í bága við borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti. En það stendur ávallt illa á með breytingar. Enn þreyja einkahagsmunagæslumenn þorrann og góuna.

Nú er mál að linniNýtt Ísland er ekki á vetur setjandi ef við ráðum ekki við að varpa af okkur oki þessa óréttláta kerfis, sem á ekki skilið annan samjöfnuð en við einokunar­verslunarkerfi danskra kónga hér á landi á árum áður. Kvótakerfinu þarf að breyta strax þannig að það uppfylli skilyrði nýs Íslands um jafnrétti.



Höfundur er lögmaður.



Skoðun

Sjá meira


×