Forgangsröðun menntamála 21. september 2009 06:00 Oddný Sturludóttir skrifar um menntamál Nú liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og myndin er dökk. Menntasvið, með starfsemi grunnskóla undir, þarf að skera niður um rúman milljarð. Fyrir einu ári tókst starfsfólk skólanna á við niðurskurð af svipaðri stærðargráðu af þrautseigju og fagmennsku. Það bíður okkar borgarfulltrúa afar erfitt verkefni í vinnu við næstu fjárhagsáætlun. Þá ríður á gott samstarf og skilning skólasamfélagsins og forgangsröðunin verður að vera sanngjörn. Á síðasta borgarstjórnarfundi samþykkti meirihluti borgarstjórnar stofnun nýs einkarekins skólagjaldagrunnskóla, þann þriðja á tveimur árum. Nemendum í borginni fer þó fækkandi og margir grunnskólanna ekki full nýttir, það á jafnt við um almenna grunnskóla sem einkarekna. Þessi ákvörðun meirihluta borgarstjórnar er með öllu óskiljanleg og hefur vakið reiði í skólasamfélaginu. Það er sannarlega ekki forgangsmál nú að fjölga einkaskólum í borginni með tilheyrandi tugmilljóna aukakostnaði úr borgarsjóði, á sama tíma og þrengt er að almennum grunnskólum. Nú ríður á að horfast í augu við staðreyndir, yfirvofandi niðurskurð sem verður þungur í skauti fyrir alla skóla borgarinnar. Nú er lag að hlúa að innviðunum, styðja við grunnskólana svo þeir geti sinnt faglegu skólastarfi sem best miðað við aðstæður. Hægrimenn í borgarstjórn bera gjarnan fyrir sig að fjölbreytni í rekstrarformi ýti undir þróun og nýbreytni í skólastarfi. Það þykir mér hæpin staðhæfing. Ekki nema borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti sannað það með óyggjandi hætti að eftirtektarverð og margverðlaunuð þróunar- og nýbreytniverkefni grunnskóla borgarinnar séu allt tilvist einkarekinna grunnskóla að þakka? Nei, þau bera vitni um fagmennsku, grósku og gæði reykvískra grunnskóla. Borgarbúar geta treyst því að Samfylkingin forgangsraðar í þágu samfélagsins. Grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun þess og að honum ber að hlúa. Ég geri bókun reykvískra skólastjóra og kennara í menntaráði að mínum lokaorðum: „Almennir grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna innihaldsríkt og skapandi starf með nemendum sínum og eru fullfærir um að sinna skólagöngu allra barna í borginni – án sérstakrar gjaldtöku.“ Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Oddný Sturludóttir skrifar um menntamál Nú liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og myndin er dökk. Menntasvið, með starfsemi grunnskóla undir, þarf að skera niður um rúman milljarð. Fyrir einu ári tókst starfsfólk skólanna á við niðurskurð af svipaðri stærðargráðu af þrautseigju og fagmennsku. Það bíður okkar borgarfulltrúa afar erfitt verkefni í vinnu við næstu fjárhagsáætlun. Þá ríður á gott samstarf og skilning skólasamfélagsins og forgangsröðunin verður að vera sanngjörn. Á síðasta borgarstjórnarfundi samþykkti meirihluti borgarstjórnar stofnun nýs einkarekins skólagjaldagrunnskóla, þann þriðja á tveimur árum. Nemendum í borginni fer þó fækkandi og margir grunnskólanna ekki full nýttir, það á jafnt við um almenna grunnskóla sem einkarekna. Þessi ákvörðun meirihluta borgarstjórnar er með öllu óskiljanleg og hefur vakið reiði í skólasamfélaginu. Það er sannarlega ekki forgangsmál nú að fjölga einkaskólum í borginni með tilheyrandi tugmilljóna aukakostnaði úr borgarsjóði, á sama tíma og þrengt er að almennum grunnskólum. Nú ríður á að horfast í augu við staðreyndir, yfirvofandi niðurskurð sem verður þungur í skauti fyrir alla skóla borgarinnar. Nú er lag að hlúa að innviðunum, styðja við grunnskólana svo þeir geti sinnt faglegu skólastarfi sem best miðað við aðstæður. Hægrimenn í borgarstjórn bera gjarnan fyrir sig að fjölbreytni í rekstrarformi ýti undir þróun og nýbreytni í skólastarfi. Það þykir mér hæpin staðhæfing. Ekki nema borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti sannað það með óyggjandi hætti að eftirtektarverð og margverðlaunuð þróunar- og nýbreytniverkefni grunnskóla borgarinnar séu allt tilvist einkarekinna grunnskóla að þakka? Nei, þau bera vitni um fagmennsku, grósku og gæði reykvískra grunnskóla. Borgarbúar geta treyst því að Samfylkingin forgangsraðar í þágu samfélagsins. Grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun þess og að honum ber að hlúa. Ég geri bókun reykvískra skólastjóra og kennara í menntaráði að mínum lokaorðum: „Almennir grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna innihaldsríkt og skapandi starf með nemendum sínum og eru fullfærir um að sinna skólagöngu allra barna í borginni – án sérstakrar gjaldtöku.“ Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar