Fyrirvarar við Icesave-samning frá sjónarhóli hollensks borgara 25. september 2009 06:00 Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar