Þjóðhagslega hagkvæm listamannalaun 26. september 2009 06:00 Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustufyrirtæki njóta góðs af. Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn. Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn. Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði, og örfáir fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum og í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að. Útgjöld ríkisins til listamannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem dregur úr bótagreiðslum hins opinbera. Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru snillingar að vinna í sjálfboðavinnu en það gengur auðvitað ekki endalaust. Þess vegna eru smá laun kærkomin. Frestur til að sækja um listamannalaun rennur út 19. október á www.listamannalaun.is og ég hvet alla myndlistarmenn til að sækja um. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustufyrirtæki njóta góðs af. Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn. Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn. Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði, og örfáir fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum og í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að. Útgjöld ríkisins til listamannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem dregur úr bótagreiðslum hins opinbera. Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru snillingar að vinna í sjálfboðavinnu en það gengur auðvitað ekki endalaust. Þess vegna eru smá laun kærkomin. Frestur til að sækja um listamannalaun rennur út 19. október á www.listamannalaun.is og ég hvet alla myndlistarmenn til að sækja um. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun