Sáttmáli um yfirfæranlegt tap almennings 1. október 2009 05:45 Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sársaukalaust. Við, skattborgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skattheimtu gegnum velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verðum að borga skuldir þjóðarinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk, sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar náttúruhamfarir er hjálp veitt úr sameiginlegum viðlagasjóði þjóðarinnar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur talist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá illvíga sjúkdóma án þess að spyrja um lífsstíl eða ábyrgð viðkomandi, þá verðum við nú, í sameiningu, að bæta öllum sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með löglegum hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækjum er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagnaði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskiptalífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „Lög um samhjálp vegna efnahagserfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) eru aflögufærir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagður á í 10 ár og sérmerktur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldraðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa aðstoð, niðurfellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi húsnæði sitt. Þeir sem borga skattinn munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefnilega að færa t.d. 80 prósent af upphæðinni sem „ónotað yfirfæranlegt tap“ í skattframtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skattstofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxtalaus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við staðgreiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfæranlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kostar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel af óblíðum kynnum okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjölmargir samborgarar hans, enn aflögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúðalán og naut að takmörkuðu leyti margnefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sértækan skatt til að létta byrðarnar, líka byrðar þeirra sem hægt er að sýna fram á að fóru offari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess réttlætis sem felst í framangreindri lausn. Höfundur er verkefnastjóri Hugals ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sársaukalaust. Við, skattborgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skattheimtu gegnum velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verðum að borga skuldir þjóðarinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk, sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar náttúruhamfarir er hjálp veitt úr sameiginlegum viðlagasjóði þjóðarinnar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur talist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá illvíga sjúkdóma án þess að spyrja um lífsstíl eða ábyrgð viðkomandi, þá verðum við nú, í sameiningu, að bæta öllum sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með löglegum hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækjum er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagnaði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskiptalífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „Lög um samhjálp vegna efnahagserfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) eru aflögufærir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagður á í 10 ár og sérmerktur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldraðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa aðstoð, niðurfellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi húsnæði sitt. Þeir sem borga skattinn munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefnilega að færa t.d. 80 prósent af upphæðinni sem „ónotað yfirfæranlegt tap“ í skattframtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skattstofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxtalaus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við staðgreiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfæranlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kostar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel af óblíðum kynnum okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjölmargir samborgarar hans, enn aflögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúðalán og naut að takmörkuðu leyti margnefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sértækan skatt til að létta byrðarnar, líka byrðar þeirra sem hægt er að sýna fram á að fóru offari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess réttlætis sem felst í framangreindri lausn. Höfundur er verkefnastjóri Hugals ehf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar