Formanni Evrópusamtakanna svarað Sturla Böðvarsson skrifar um Evrópumál skrifar 26. september 2009 06:00 Það er ánægjulegt að Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skuli hafa lesið af áhuga það sem ég skrifaði um Evrópusambandið í vefritið Pressuna. Þar varpa ég fram spurningunni hvort aðild að Evrópusambandinu yrði „fórn eða björgunaraðgerð". Andrés skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 24. september sl. þar sem hann sendir mér tóninn. Ekki veitir honum af að lesa annað en áróður fyrir inngöngu okkar í Evrópusambandið, svo forfallinn sem hann er í þeim efnum. Hann getur þess í tilskrifunum að hugsanleg aðild að ESB sé mjög umdeild, en kveinkar sér undan því að afstaða mín gangi gegn sjónarmiðum sem fram hafi komið í skýrslu auðlindanefndar Sjálfstæðisflokksins sem hann vitnar til. Ég hef ekki gert athugasemdir við efni þeirrar skýrslu. Hann getur sér þess til að skýringin liggi í því að ég hafi ekki lesið umrædda skýrslu. Hann segir skýrsluna draga það fram að öllu sé óhætt fyrir okkur gagnvart inngöngu í Evrópusambandið. Þetta eru dæmigerð rök aðildarsinna; að væna menn um þekkingarskort eða að andstæðingar aðildar hafi ekki kynnt sér málið. Tilvitnun hans í álit auðlindanefndarinnar, sem hann klippir saman og sleppir mikilvægum efnisatriðum, nálgast hins vegar fölsun svo alvarlegt sem það er. Andrés getur treyst því að ég hef kynnt mér Evrópumálin nægjanlega vel til þess að geta tekið afstöðu til málsins og verið sammála niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem er; að það þjóni ekki hagsmunum okkar Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Það hittist raunar svo vel á að ég stýrði atkvæðagreiðslu á landsfundinum þegar stefnan var mörkuð. Ég hef tekið skýra afstöðu sem ég byggi m.a. á rækilegri skoðun á stefnu og starfsháttum Evrópusamtakanna og einnig þeirri vinnu sem hefur farið fram á vegum málefnanefnda og auðlindanefndar Sjálfstæðisflokksins. Ég tel engar líkur á að við getum náð viðunandi samningum við Evrópusambandið um okkar mikilvægustu hagsmunamál. Meginefni Pressugreinar minnar sem Andrés vitnar til er hins vegar hvernig Evrópusambandsþjóðirnar hafa komið fram við okkur í þeim þrengingum sem við höfum átt í eftir hrun bankanna. Andrés og aðrir einlægir aðildarsinnar hljóta að átta sig á því að við erum beittir ofbeldi af hálfu Breta og Hollendinga í skjóli Evrópusambandsins. Skyndilegur áhugi Evrópusambandsins, og þar með sænskra stjórnmálamanna, beinist fyrst og fremst að því að komast yfir auðlindir okkar. Ekki síst auðlindir hafsins og tryggja aðgang að þeim hafsvæðum sem við ráðum. Allt tal um annað er hreinn og beinn barnaskapur og óskhyggja. Andstæðingar aðildar að ESB þurfa ekki að nota gróusögur eins og Andrés heldur fram til þess að vekja athygli á vinnubrögðum Evrópusambandsins. Þær gætu aldrei tekið raunveruleikanum fram þegar kemur að framgöngu t.d. Breta sem hafa beitt sér sérstaklega gegn okkur og halda málum okkar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í gíslingu. Um leið og ég þakka Andrési fyrir tilskrifin vil ég biðja hann um að skrifa eina góða grein um það hvaða samningsmarkmið hann vill setja í samningum við ESB. Eða er það e.t.v. svo að við eigum að ganga beint til Brussel með hvítan fána við hún í höndum utanríkisráðherra og biðjast vægðar og afsala okkur öllum okkar rétti sem sjálfstæð þjóð og biðja um skjól í faðmi Evrópusambandsins? Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skuli hafa lesið af áhuga það sem ég skrifaði um Evrópusambandið í vefritið Pressuna. Þar varpa ég fram spurningunni hvort aðild að Evrópusambandinu yrði „fórn eða björgunaraðgerð". Andrés skrifar grein sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 24. september sl. þar sem hann sendir mér tóninn. Ekki veitir honum af að lesa annað en áróður fyrir inngöngu okkar í Evrópusambandið, svo forfallinn sem hann er í þeim efnum. Hann getur þess í tilskrifunum að hugsanleg aðild að ESB sé mjög umdeild, en kveinkar sér undan því að afstaða mín gangi gegn sjónarmiðum sem fram hafi komið í skýrslu auðlindanefndar Sjálfstæðisflokksins sem hann vitnar til. Ég hef ekki gert athugasemdir við efni þeirrar skýrslu. Hann getur sér þess til að skýringin liggi í því að ég hafi ekki lesið umrædda skýrslu. Hann segir skýrsluna draga það fram að öllu sé óhætt fyrir okkur gagnvart inngöngu í Evrópusambandið. Þetta eru dæmigerð rök aðildarsinna; að væna menn um þekkingarskort eða að andstæðingar aðildar hafi ekki kynnt sér málið. Tilvitnun hans í álit auðlindanefndarinnar, sem hann klippir saman og sleppir mikilvægum efnisatriðum, nálgast hins vegar fölsun svo alvarlegt sem það er. Andrés getur treyst því að ég hef kynnt mér Evrópumálin nægjanlega vel til þess að geta tekið afstöðu til málsins og verið sammála niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem er; að það þjóni ekki hagsmunum okkar Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Það hittist raunar svo vel á að ég stýrði atkvæðagreiðslu á landsfundinum þegar stefnan var mörkuð. Ég hef tekið skýra afstöðu sem ég byggi m.a. á rækilegri skoðun á stefnu og starfsháttum Evrópusamtakanna og einnig þeirri vinnu sem hefur farið fram á vegum málefnanefnda og auðlindanefndar Sjálfstæðisflokksins. Ég tel engar líkur á að við getum náð viðunandi samningum við Evrópusambandið um okkar mikilvægustu hagsmunamál. Meginefni Pressugreinar minnar sem Andrés vitnar til er hins vegar hvernig Evrópusambandsþjóðirnar hafa komið fram við okkur í þeim þrengingum sem við höfum átt í eftir hrun bankanna. Andrés og aðrir einlægir aðildarsinnar hljóta að átta sig á því að við erum beittir ofbeldi af hálfu Breta og Hollendinga í skjóli Evrópusambandsins. Skyndilegur áhugi Evrópusambandsins, og þar með sænskra stjórnmálamanna, beinist fyrst og fremst að því að komast yfir auðlindir okkar. Ekki síst auðlindir hafsins og tryggja aðgang að þeim hafsvæðum sem við ráðum. Allt tal um annað er hreinn og beinn barnaskapur og óskhyggja. Andstæðingar aðildar að ESB þurfa ekki að nota gróusögur eins og Andrés heldur fram til þess að vekja athygli á vinnubrögðum Evrópusambandsins. Þær gætu aldrei tekið raunveruleikanum fram þegar kemur að framgöngu t.d. Breta sem hafa beitt sér sérstaklega gegn okkur og halda málum okkar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í gíslingu. Um leið og ég þakka Andrési fyrir tilskrifin vil ég biðja hann um að skrifa eina góða grein um það hvaða samningsmarkmið hann vill setja í samningum við ESB. Eða er það e.t.v. svo að við eigum að ganga beint til Brussel með hvítan fána við hún í höndum utanríkisráðherra og biðjast vægðar og afsala okkur öllum okkar rétti sem sjálfstæð þjóð og biðja um skjól í faðmi Evrópusambandsins? Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar