Komum atvinnulífinu á hreyfingu Brynhildur Georgsdóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mánuðir verið notaðir til að undirbúa endurskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða vextir lækka. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ekki verði beðið lengur með endurskipulagninguna svo mikilvæg störf og framleiðsla tapist ekki. Ég mun hér leitast við að varpa ljósi á verkefnin framundan og hvernig ber að mæta þeim. Endurskipulagning skuldugra fyrirtækja er afar viðkvæmt mál, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur þjóðfélagið allt. Oft snýst hún um ævistarf fólks sem tengist umræddum fyrirtækjum. Landsmenn þurfa að trúa því að ekki sé verið að hygla neinum á ómálefnalegum forsendum. Umgjörðin þarf að vera fagleg og ferlar skýrir. Mikilvægt er að fyrirtækin fái sanngjarna og gegnsæja meðferð og jafnræðis verði gætt. Samkeppni má ekki raska og lífvænleg fyrirtæki þarf að endurreisa. Hvert þessara hugtaka er mikilvægt, en það er ekki augljóst hvernig þeim er mætt. Er hægt að tala um sanngirni án þess að öllum verði bjargað? Er hægt að nota sömu úrræði fyrir alla þegar vandamálin eru jafn ólík? Hafa afskriftir slæm áhrif á samkeppni eða viðhalda þær henni? Hvaða fyrirtækjum ber að bjarga og hver þurfa að hverfa af markaði? Undanfarna mánuði hefur verið unnið að eflingu starfseiningar hjá Nýja Kaupþingi sem sinnir lausn á skuldavanda fyrirtækja. „Verklagsreglur um lausn útlánavanda fyrirtækja" hafa verið endurbættar í ljósi reynslu undanfarinna mánaða og eru birtar á heimasíðu bankans. Reglurnar voru fyrst gefnar út í janúar sl. í samræmi við kröfur stjórnvalda. Þær lýsa m.a. skipulagi og hlutverki þeirra sem koma að skuldavanda fyrirtækja í bankanum. Áhersla er lögð á aðkomu starfsfólks með reynslu bæði af fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi. Í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja eru unnar tillögur að endurskipulagningu. Þær eru bornar undir viðeigandi lánanefnd og stærstu málin fara fyrir lánanefnd bankastjórnar. Sérstök úrlausnarnefnd kemur að öllum málunum og hefur það hlutverk að móta stefnu, gæta jafnræðis og halda yfirsýn. Umboðsmaður viðskiptavina fylgist með ferlinu í samræmi við hlutverk sitt. Ýmsar lausnir eru tiltækar til aðstoðar við endurskipulagningu. Nefna má hefðbundnar og áður þekktar lausnir eins og aðstoð við rekstrarhagræðingu, lengingu lána, skilmála- og skuldbreytingu. Í erfiðum málum getur þurft að afskrifa skuldir eða breyta í hlutafé. Til að koma hlutunum á hreyfingu hefur verið kynnt skuldaaðlögun sem hentar vel smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Skuldir eru þá aðlagaðar greiðslugetu, eignum og virði fyrirtækja. Skuldum umfram eignir er breytt í biðlán, en hluti þeirra kann að verða afskrifaður. Hugmyndin að baki biðláni er að skapa svigrúm til frekari endurheimtu ef skyndilegur viðsnúningur verður í atvinnulífinu. Þessi lausn og önnur úrræði geta stuðlað að því að lífvænleg fyrirtæki nái fljótt jafnvægi. Til að auðvelda starfsfólki Nýja Kaupþings að ná tökum á erfiðum verkefnum framundan gilda eftirfarandi meginsjónarmið: • Lífvænleg fyrirtæki: Bankinn mun stuðla að rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Það eru fyrirtæki sem þykja líkleg til að skila verðmætum ef þau ná að starfa áfram. Ef rekstrargrundvöllur er hins vegar ekki til staðar er hagstæðara að selja eignir en halda rekstri gangandi. Það er mikilvægt að fjármagn samfélagsins verði notað af skynsemi og ekki veitt þangað sem það kemur ekki að gagni. • Afskriftir: Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki líkleg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hlutafé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. • Eigendur og stjórnendur: Umræðan um þátttöku fyrri eigenda og stjórnenda í framtíð fyrirtækja hefur verið tvíþætt. Sumir gera þá kröfu að þeir sem „komu fyrirtækjum í vanda" hætti. Aðrir benda á mikilvægi þess að viðhalda þekkingu og reynslu innan fyrirtækja. Bankinn stefnir að samstarfi við þá sem búa yfir dýrmætri reynslu og njóta trausts. Viðbúið er að aðrir stígi til hliðar. • Sala fyrirtækja: Bankinn má hvorki né vill eiga fyrirtæki sem ekki tengjast fjármálastarfsemi, nema slíkt sé nauðsynlegt til að varðveita verðmæti. Leysi bankinn til sín eignarhlut í fyrirtæki er leitast við að selja hann sem fyrst í gegnsæju söluferli. Ef sala þykir óhagstæð er viðkomandi eignarhlutur fluttur í eignasýslufélag bankans. Hér hefur verið fjallað um verklag og aðferðir Nýja Kaupþings við endurskipulagningu atvinnulífsins. Gagnlegar ábendingar eru vel þegnar enda markmið bankans að vinna verkefnið í sátt og samvinnu við samfélagið. Telji viðskiptavinur brotið á sér getur hann leitað til umboðsmanns viðskiptavina sem er skipaður af stjórn bankans. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni, hlutlægni og jafnræði sé beitt við lausn mála, ferli séu gegnsæ, stuðlað að rekstri lífvænlegra fyrirtækja og samkeppnissjónarmiða gætt. Því hefur verið haldið fram að efnahagskreppa geti að endingu stuðlað að langtíma hagsæld, bæði vegna þess að hún eyði sérhagsmunum sem áður hafi komið í veg fyrir breytingar og vegna þess að hún stuðli að jákvæðri endurskipulagningu atvinnulífsins. Það má því segja að í hinni erfiðu stöðu megi finna tækifæri sem nýta megi til góðs. Höfundur er umboðsmaður viðskiptavina Nýja Kaupþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mánuðir verið notaðir til að undirbúa endurskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða vextir lækka. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ekki verði beðið lengur með endurskipulagninguna svo mikilvæg störf og framleiðsla tapist ekki. Ég mun hér leitast við að varpa ljósi á verkefnin framundan og hvernig ber að mæta þeim. Endurskipulagning skuldugra fyrirtækja er afar viðkvæmt mál, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur þjóðfélagið allt. Oft snýst hún um ævistarf fólks sem tengist umræddum fyrirtækjum. Landsmenn þurfa að trúa því að ekki sé verið að hygla neinum á ómálefnalegum forsendum. Umgjörðin þarf að vera fagleg og ferlar skýrir. Mikilvægt er að fyrirtækin fái sanngjarna og gegnsæja meðferð og jafnræðis verði gætt. Samkeppni má ekki raska og lífvænleg fyrirtæki þarf að endurreisa. Hvert þessara hugtaka er mikilvægt, en það er ekki augljóst hvernig þeim er mætt. Er hægt að tala um sanngirni án þess að öllum verði bjargað? Er hægt að nota sömu úrræði fyrir alla þegar vandamálin eru jafn ólík? Hafa afskriftir slæm áhrif á samkeppni eða viðhalda þær henni? Hvaða fyrirtækjum ber að bjarga og hver þurfa að hverfa af markaði? Undanfarna mánuði hefur verið unnið að eflingu starfseiningar hjá Nýja Kaupþingi sem sinnir lausn á skuldavanda fyrirtækja. „Verklagsreglur um lausn útlánavanda fyrirtækja" hafa verið endurbættar í ljósi reynslu undanfarinna mánaða og eru birtar á heimasíðu bankans. Reglurnar voru fyrst gefnar út í janúar sl. í samræmi við kröfur stjórnvalda. Þær lýsa m.a. skipulagi og hlutverki þeirra sem koma að skuldavanda fyrirtækja í bankanum. Áhersla er lögð á aðkomu starfsfólks með reynslu bæði af fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi. Í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja eru unnar tillögur að endurskipulagningu. Þær eru bornar undir viðeigandi lánanefnd og stærstu málin fara fyrir lánanefnd bankastjórnar. Sérstök úrlausnarnefnd kemur að öllum málunum og hefur það hlutverk að móta stefnu, gæta jafnræðis og halda yfirsýn. Umboðsmaður viðskiptavina fylgist með ferlinu í samræmi við hlutverk sitt. Ýmsar lausnir eru tiltækar til aðstoðar við endurskipulagningu. Nefna má hefðbundnar og áður þekktar lausnir eins og aðstoð við rekstrarhagræðingu, lengingu lána, skilmála- og skuldbreytingu. Í erfiðum málum getur þurft að afskrifa skuldir eða breyta í hlutafé. Til að koma hlutunum á hreyfingu hefur verið kynnt skuldaaðlögun sem hentar vel smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Skuldir eru þá aðlagaðar greiðslugetu, eignum og virði fyrirtækja. Skuldum umfram eignir er breytt í biðlán, en hluti þeirra kann að verða afskrifaður. Hugmyndin að baki biðláni er að skapa svigrúm til frekari endurheimtu ef skyndilegur viðsnúningur verður í atvinnulífinu. Þessi lausn og önnur úrræði geta stuðlað að því að lífvænleg fyrirtæki nái fljótt jafnvægi. Til að auðvelda starfsfólki Nýja Kaupþings að ná tökum á erfiðum verkefnum framundan gilda eftirfarandi meginsjónarmið: • Lífvænleg fyrirtæki: Bankinn mun stuðla að rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Það eru fyrirtæki sem þykja líkleg til að skila verðmætum ef þau ná að starfa áfram. Ef rekstrargrundvöllur er hins vegar ekki til staðar er hagstæðara að selja eignir en halda rekstri gangandi. Það er mikilvægt að fjármagn samfélagsins verði notað af skynsemi og ekki veitt þangað sem það kemur ekki að gagni. • Afskriftir: Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki líkleg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hlutafé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. • Eigendur og stjórnendur: Umræðan um þátttöku fyrri eigenda og stjórnenda í framtíð fyrirtækja hefur verið tvíþætt. Sumir gera þá kröfu að þeir sem „komu fyrirtækjum í vanda" hætti. Aðrir benda á mikilvægi þess að viðhalda þekkingu og reynslu innan fyrirtækja. Bankinn stefnir að samstarfi við þá sem búa yfir dýrmætri reynslu og njóta trausts. Viðbúið er að aðrir stígi til hliðar. • Sala fyrirtækja: Bankinn má hvorki né vill eiga fyrirtæki sem ekki tengjast fjármálastarfsemi, nema slíkt sé nauðsynlegt til að varðveita verðmæti. Leysi bankinn til sín eignarhlut í fyrirtæki er leitast við að selja hann sem fyrst í gegnsæju söluferli. Ef sala þykir óhagstæð er viðkomandi eignarhlutur fluttur í eignasýslufélag bankans. Hér hefur verið fjallað um verklag og aðferðir Nýja Kaupþings við endurskipulagningu atvinnulífsins. Gagnlegar ábendingar eru vel þegnar enda markmið bankans að vinna verkefnið í sátt og samvinnu við samfélagið. Telji viðskiptavinur brotið á sér getur hann leitað til umboðsmanns viðskiptavina sem er skipaður af stjórn bankans. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni, hlutlægni og jafnræði sé beitt við lausn mála, ferli séu gegnsæ, stuðlað að rekstri lífvænlegra fyrirtækja og samkeppnissjónarmiða gætt. Því hefur verið haldið fram að efnahagskreppa geti að endingu stuðlað að langtíma hagsæld, bæði vegna þess að hún eyði sérhagsmunum sem áður hafi komið í veg fyrir breytingar og vegna þess að hún stuðli að jákvæðri endurskipulagningu atvinnulífsins. Það má því segja að í hinni erfiðu stöðu megi finna tækifæri sem nýta megi til góðs. Höfundur er umboðsmaður viðskiptavina Nýja Kaupþings.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun