Komum atvinnulífinu á hreyfingu Brynhildur Georgsdóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mánuðir verið notaðir til að undirbúa endurskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða vextir lækka. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ekki verði beðið lengur með endurskipulagninguna svo mikilvæg störf og framleiðsla tapist ekki. Ég mun hér leitast við að varpa ljósi á verkefnin framundan og hvernig ber að mæta þeim. Endurskipulagning skuldugra fyrirtækja er afar viðkvæmt mál, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur þjóðfélagið allt. Oft snýst hún um ævistarf fólks sem tengist umræddum fyrirtækjum. Landsmenn þurfa að trúa því að ekki sé verið að hygla neinum á ómálefnalegum forsendum. Umgjörðin þarf að vera fagleg og ferlar skýrir. Mikilvægt er að fyrirtækin fái sanngjarna og gegnsæja meðferð og jafnræðis verði gætt. Samkeppni má ekki raska og lífvænleg fyrirtæki þarf að endurreisa. Hvert þessara hugtaka er mikilvægt, en það er ekki augljóst hvernig þeim er mætt. Er hægt að tala um sanngirni án þess að öllum verði bjargað? Er hægt að nota sömu úrræði fyrir alla þegar vandamálin eru jafn ólík? Hafa afskriftir slæm áhrif á samkeppni eða viðhalda þær henni? Hvaða fyrirtækjum ber að bjarga og hver þurfa að hverfa af markaði? Undanfarna mánuði hefur verið unnið að eflingu starfseiningar hjá Nýja Kaupþingi sem sinnir lausn á skuldavanda fyrirtækja. „Verklagsreglur um lausn útlánavanda fyrirtækja" hafa verið endurbættar í ljósi reynslu undanfarinna mánaða og eru birtar á heimasíðu bankans. Reglurnar voru fyrst gefnar út í janúar sl. í samræmi við kröfur stjórnvalda. Þær lýsa m.a. skipulagi og hlutverki þeirra sem koma að skuldavanda fyrirtækja í bankanum. Áhersla er lögð á aðkomu starfsfólks með reynslu bæði af fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi. Í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja eru unnar tillögur að endurskipulagningu. Þær eru bornar undir viðeigandi lánanefnd og stærstu málin fara fyrir lánanefnd bankastjórnar. Sérstök úrlausnarnefnd kemur að öllum málunum og hefur það hlutverk að móta stefnu, gæta jafnræðis og halda yfirsýn. Umboðsmaður viðskiptavina fylgist með ferlinu í samræmi við hlutverk sitt. Ýmsar lausnir eru tiltækar til aðstoðar við endurskipulagningu. Nefna má hefðbundnar og áður þekktar lausnir eins og aðstoð við rekstrarhagræðingu, lengingu lána, skilmála- og skuldbreytingu. Í erfiðum málum getur þurft að afskrifa skuldir eða breyta í hlutafé. Til að koma hlutunum á hreyfingu hefur verið kynnt skuldaaðlögun sem hentar vel smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Skuldir eru þá aðlagaðar greiðslugetu, eignum og virði fyrirtækja. Skuldum umfram eignir er breytt í biðlán, en hluti þeirra kann að verða afskrifaður. Hugmyndin að baki biðláni er að skapa svigrúm til frekari endurheimtu ef skyndilegur viðsnúningur verður í atvinnulífinu. Þessi lausn og önnur úrræði geta stuðlað að því að lífvænleg fyrirtæki nái fljótt jafnvægi. Til að auðvelda starfsfólki Nýja Kaupþings að ná tökum á erfiðum verkefnum framundan gilda eftirfarandi meginsjónarmið: • Lífvænleg fyrirtæki: Bankinn mun stuðla að rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Það eru fyrirtæki sem þykja líkleg til að skila verðmætum ef þau ná að starfa áfram. Ef rekstrargrundvöllur er hins vegar ekki til staðar er hagstæðara að selja eignir en halda rekstri gangandi. Það er mikilvægt að fjármagn samfélagsins verði notað af skynsemi og ekki veitt þangað sem það kemur ekki að gagni. • Afskriftir: Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki líkleg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hlutafé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. • Eigendur og stjórnendur: Umræðan um þátttöku fyrri eigenda og stjórnenda í framtíð fyrirtækja hefur verið tvíþætt. Sumir gera þá kröfu að þeir sem „komu fyrirtækjum í vanda" hætti. Aðrir benda á mikilvægi þess að viðhalda þekkingu og reynslu innan fyrirtækja. Bankinn stefnir að samstarfi við þá sem búa yfir dýrmætri reynslu og njóta trausts. Viðbúið er að aðrir stígi til hliðar. • Sala fyrirtækja: Bankinn má hvorki né vill eiga fyrirtæki sem ekki tengjast fjármálastarfsemi, nema slíkt sé nauðsynlegt til að varðveita verðmæti. Leysi bankinn til sín eignarhlut í fyrirtæki er leitast við að selja hann sem fyrst í gegnsæju söluferli. Ef sala þykir óhagstæð er viðkomandi eignarhlutur fluttur í eignasýslufélag bankans. Hér hefur verið fjallað um verklag og aðferðir Nýja Kaupþings við endurskipulagningu atvinnulífsins. Gagnlegar ábendingar eru vel þegnar enda markmið bankans að vinna verkefnið í sátt og samvinnu við samfélagið. Telji viðskiptavinur brotið á sér getur hann leitað til umboðsmanns viðskiptavina sem er skipaður af stjórn bankans. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni, hlutlægni og jafnræði sé beitt við lausn mála, ferli séu gegnsæ, stuðlað að rekstri lífvænlegra fyrirtækja og samkeppnissjónarmiða gætt. Því hefur verið haldið fram að efnahagskreppa geti að endingu stuðlað að langtíma hagsæld, bæði vegna þess að hún eyði sérhagsmunum sem áður hafi komið í veg fyrir breytingar og vegna þess að hún stuðli að jákvæðri endurskipulagningu atvinnulífsins. Það má því segja að í hinni erfiðu stöðu megi finna tækifæri sem nýta megi til góðs. Höfundur er umboðsmaður viðskiptavina Nýja Kaupþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hjá Nýja Kaupþingi hafa síðustu mánuðir verið notaðir til að undirbúa endurskipulagningu lánamála fyrirtækja í skuldavanda. Ljóst er að mörg fyrirtæki eiga nú þegar í miklum vanda óháð því hvort krónan styrkist eða vextir lækka. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild að ekki verði beðið lengur með endurskipulagninguna svo mikilvæg störf og framleiðsla tapist ekki. Ég mun hér leitast við að varpa ljósi á verkefnin framundan og hvernig ber að mæta þeim. Endurskipulagning skuldugra fyrirtækja er afar viðkvæmt mál, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur þjóðfélagið allt. Oft snýst hún um ævistarf fólks sem tengist umræddum fyrirtækjum. Landsmenn þurfa að trúa því að ekki sé verið að hygla neinum á ómálefnalegum forsendum. Umgjörðin þarf að vera fagleg og ferlar skýrir. Mikilvægt er að fyrirtækin fái sanngjarna og gegnsæja meðferð og jafnræðis verði gætt. Samkeppni má ekki raska og lífvænleg fyrirtæki þarf að endurreisa. Hvert þessara hugtaka er mikilvægt, en það er ekki augljóst hvernig þeim er mætt. Er hægt að tala um sanngirni án þess að öllum verði bjargað? Er hægt að nota sömu úrræði fyrir alla þegar vandamálin eru jafn ólík? Hafa afskriftir slæm áhrif á samkeppni eða viðhalda þær henni? Hvaða fyrirtækjum ber að bjarga og hver þurfa að hverfa af markaði? Undanfarna mánuði hefur verið unnið að eflingu starfseiningar hjá Nýja Kaupþingi sem sinnir lausn á skuldavanda fyrirtækja. „Verklagsreglur um lausn útlánavanda fyrirtækja" hafa verið endurbættar í ljósi reynslu undanfarinna mánaða og eru birtar á heimasíðu bankans. Reglurnar voru fyrst gefnar út í janúar sl. í samræmi við kröfur stjórnvalda. Þær lýsa m.a. skipulagi og hlutverki þeirra sem koma að skuldavanda fyrirtækja í bankanum. Áhersla er lögð á aðkomu starfsfólks með reynslu bæði af fyrirtækjarekstri og fjármálastarfsemi. Í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja eru unnar tillögur að endurskipulagningu. Þær eru bornar undir viðeigandi lánanefnd og stærstu málin fara fyrir lánanefnd bankastjórnar. Sérstök úrlausnarnefnd kemur að öllum málunum og hefur það hlutverk að móta stefnu, gæta jafnræðis og halda yfirsýn. Umboðsmaður viðskiptavina fylgist með ferlinu í samræmi við hlutverk sitt. Ýmsar lausnir eru tiltækar til aðstoðar við endurskipulagningu. Nefna má hefðbundnar og áður þekktar lausnir eins og aðstoð við rekstrarhagræðingu, lengingu lána, skilmála- og skuldbreytingu. Í erfiðum málum getur þurft að afskrifa skuldir eða breyta í hlutafé. Til að koma hlutunum á hreyfingu hefur verið kynnt skuldaaðlögun sem hentar vel smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Skuldir eru þá aðlagaðar greiðslugetu, eignum og virði fyrirtækja. Skuldum umfram eignir er breytt í biðlán, en hluti þeirra kann að verða afskrifaður. Hugmyndin að baki biðláni er að skapa svigrúm til frekari endurheimtu ef skyndilegur viðsnúningur verður í atvinnulífinu. Þessi lausn og önnur úrræði geta stuðlað að því að lífvænleg fyrirtæki nái fljótt jafnvægi. Til að auðvelda starfsfólki Nýja Kaupþings að ná tökum á erfiðum verkefnum framundan gilda eftirfarandi meginsjónarmið: • Lífvænleg fyrirtæki: Bankinn mun stuðla að rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Það eru fyrirtæki sem þykja líkleg til að skila verðmætum ef þau ná að starfa áfram. Ef rekstrargrundvöllur er hins vegar ekki til staðar er hagstæðara að selja eignir en halda rekstri gangandi. Það er mikilvægt að fjármagn samfélagsins verði notað af skynsemi og ekki veitt þangað sem það kemur ekki að gagni. • Afskriftir: Bankinn afskrifar ekki skuldir nema önnur úrræði hafi verið fullreynd eða þyki ekki líkleg til árangurs. Bankinn afskrifar ekki meira en nauðsynlegt er til að viðhalda rekstri lífvænlegra fyrirtækja. Afskriftir eða breyting skulda í hlutafé geta verið forsenda áframhaldandi reksturs og treyst samkeppni. • Eigendur og stjórnendur: Umræðan um þátttöku fyrri eigenda og stjórnenda í framtíð fyrirtækja hefur verið tvíþætt. Sumir gera þá kröfu að þeir sem „komu fyrirtækjum í vanda" hætti. Aðrir benda á mikilvægi þess að viðhalda þekkingu og reynslu innan fyrirtækja. Bankinn stefnir að samstarfi við þá sem búa yfir dýrmætri reynslu og njóta trausts. Viðbúið er að aðrir stígi til hliðar. • Sala fyrirtækja: Bankinn má hvorki né vill eiga fyrirtæki sem ekki tengjast fjármálastarfsemi, nema slíkt sé nauðsynlegt til að varðveita verðmæti. Leysi bankinn til sín eignarhlut í fyrirtæki er leitast við að selja hann sem fyrst í gegnsæju söluferli. Ef sala þykir óhagstæð er viðkomandi eignarhlutur fluttur í eignasýslufélag bankans. Hér hefur verið fjallað um verklag og aðferðir Nýja Kaupþings við endurskipulagningu atvinnulífsins. Gagnlegar ábendingar eru vel þegnar enda markmið bankans að vinna verkefnið í sátt og samvinnu við samfélagið. Telji viðskiptavinur brotið á sér getur hann leitað til umboðsmanns viðskiptavina sem er skipaður af stjórn bankans. Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að sanngirni, hlutlægni og jafnræði sé beitt við lausn mála, ferli séu gegnsæ, stuðlað að rekstri lífvænlegra fyrirtækja og samkeppnissjónarmiða gætt. Því hefur verið haldið fram að efnahagskreppa geti að endingu stuðlað að langtíma hagsæld, bæði vegna þess að hún eyði sérhagsmunum sem áður hafi komið í veg fyrir breytingar og vegna þess að hún stuðli að jákvæðri endurskipulagningu atvinnulífsins. Það má því segja að í hinni erfiðu stöðu megi finna tækifæri sem nýta megi til góðs. Höfundur er umboðsmaður viðskiptavina Nýja Kaupþings.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun