Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða Diljá Ámundadóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar