
Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða
Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri.
Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama.
Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum.
Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.
Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Tengdar fréttir

Veiðikortasjóður falinn fjársjóður
Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu.
Skoðun

Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert?
Atli Viðar Thorstensen skrifar

Þegar ég var kölluð á fund heimilislæknis míns
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar

Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof
Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar

Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú?
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Börn mega og geta tilkynnt sjálf um ofbeldi á neti
Þóra Jónsdóttir skrifar

Who mediates the mediator?
Ian McDonald skrifar

Hamfarir á hörmungar ofan
Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Heimsendir í Palestínu: Vaxandi ofstækisstefna Ísraels
Marwan Bishara skrifar

Ég nenni ekki...farðu samt!
Anna Claessen skrifar

Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir,Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Enn um úthlutun tollkvóta
Margrét Gísladóttir skrifar

Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Vanhæfir stjórnendur: birtingarmynd þeirra og lausnir fyrir almennt starfsfólk
Sunna Arnardóttir skrifar

Ferðamennska allt árið um kring
Gréta María Grétarsdóttir skrifar