Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Sigurður Gunnarsson skrifar 24. september 2009 06:00 Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar