Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Sigurður Gunnarsson skrifar 24. september 2009 06:00 Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun