Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Sigurður Gunnarsson skrifar 24. september 2009 06:00 Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. VeiðikortasjóðurÞegar ég sæki um svokallað veiðikort, en til þess að mega stunda veiðar verð ég að leysa út veiðikort og hafa byssuleyfi, þarf ég að borga fyrir það. Í ár var gjaldið kr. 3.500 + 90 kr. sendingarkostnaður. Mér skilst að um 10.000 Íslendingar séu með veiðikort þannig að þetta er dágóð fjárhæð. Þessa peninga sem við skotveiðimenn verðum að inna af hendi á að nota til rannsókna á veiðidýrum. Er þetta ekki barasta hið besta mál? Jújú, 3.500 krónur eru í sjálfu sér ekki miklir peningar og það er í þágu okkar skotveiðimanna að stundaðar sé rannsóknir á veiðidýrum. Það sem er hinsvegar ámælisvert í þessum efnum er sú lítilsvirðing og hroki sem hið opinbera, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið, sýnir þeim sem greiða þennan skatt, það er að segja veiðimönnum. Hvað er verið að fela?Umhverfisráðherra og embættismenn í umhverfisráðuneytinu ráðskast með þetta fé að eigin geðþótta án nokkurs samráðs við samtök veiðimanna og vísindasamfélagið. Ég minnist þess ekki að hafa séð neinar auglýsingar um umsóknir í sjóðinn. Þegar málið var hinsvegar athugað kom í ljós að auglýst hafði verið eftir umsóknum í sjóðinn um síðastliðin áramót. Sú auglýsing var svo sannarlega ekki áberandi enda hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að auglýsingin fór framhjá nokkrum aðilum sem gjarnan hefðu viljað sækja um styrk úr veiðikortasjóði. Þeir sem bera ábyrgð á úthlutunum úr sjóðnum virðast hafa slæma samvisku því fjölmiðlum og samtökum veiðimanna er ekki tilkynnt hverjir fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað er úr sjóðnum þegar ráðuneytinu sýnist, í ár tók það ráðuneytið 6 mánuði að ákveða úthlutunina. Að mér skilst verða þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum að skila áfanga- og lokaskýrslu um þau verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum. Þessar skýrslur eru vel faldar, allavega fyrir okkur sem borga í þennan sjóð. Sagt er að ráðuneytið úthluti úr sjóðnum að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Ef málið er hinsvegar kannað í kjölinn er það umhverfisráðuneytið sem hefur síðasta orðið í þessum efnum. Ein ástæðan fyrir þessu leynimakki gæti verið sú að takmarkaður hluti þess fjár sem greitt er í Veiðikortasjóð fer í rannsóknir eða annarra þarfra verkefna. Hátt í helmingur þess fjármagns sem rennur í sjóðinn fer í að reka veiðikortakerfið. Þetta er náttúrlega í hæsta máta óeðlilegt og á ekki að líðast. Eðlilegt væri að hámark kostnaðar við reksturs veiðikortakerfisins væri 25% af tekjum sjóðsins. Áskorun til nýs umhverfisráðherraSú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur talsvert fjallað um þá spillingu sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár og nauðsyn gagnsærrar stjórnsýslu. Ég vil með greinarkorni þessu benda nýjum umhverfisráðherra á þau ólýðræðislegu vinnubrögð er viðgangast í ráðuneyti hans í þeirri von að úthlutun úr veiðikortasjóði og rekstur veiðikortakerfisins verði endurskoðuð og sú endurskoðun verði gerð í samvinnu við hagsmunasamtök veiðimanna. Höfundur er skotveiðimaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar