Gróði af Álftanesi í útlöndum 21. september 2009 06:00 Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmaðurinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameistari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D-listans á Álftanesi sem í skipulagsmálum þjónaði hagsmunum verktaka fremur en að huga að hagsmunum bæjarsjóðs. Árin 2000 til 2006 var mikil íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og þensla í byggingariðnaði. Á Álftanesi fjölgaði íbúum úr 1553 í 2278 eða um tæp 50 prósent. Sveitarfélögin á svæðinu styrktu fjárhag sinn á tímabilinu með sölu á byggingarrétti. Hagnað af lóðum nýttu þau m.a. til að byggja skóla og íþróttamannvirki. Á Álftanesi skapaðist líka þörf á byggingu skóla- og íþróttamannvirkja eins og hjá nágrönnum okkar. En einn munur var hér á. Á Álftanesi seldi eða úthlutaði bæjarstjórn D-listans ekki einni lóð og enginn slíkur hagnaður kom í bæjarsjóð. Frjálshyggja sem Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans og félagar hans stóðu fyrir, vildi að markaðurinn annaðist uppbyggingu. Verktakar voru í forystu um skipulag og sölu lóða, keyptu tún af landeigendum sem þeir margfölduðu að verðmæti eftir að bæjaryfirvöld D-lista voru búin að skipuleggja túnin að þeirra ósk. Verktakarnir réðu húsagerð og þéttleika byggðar sem var sniðið til að hámarka gróða þeirra. Gróðinn var svo fluttur í fjárfestingar utan Álftaness jafnvel til útlanda eins og dæmið að ofan sannar. Verktakarnir njóta nú eignanna meðan bæjarsjóður þarf að draga saman seglin. Hverfi sem voru byggð á þessum árum eru Hólmatúnið, Birkiholt og Asparholt, hluti Sviðholts, Brekkan og Kirkjubrúin. Samtals voru byggðar um 150 fjölbýlisíbúðir og 170 sérbýli. Varlega áætlað hefur hagnaður af byggingarrétti verið um 1.500 milljónir. Fyrir þennan gróða hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi, eða greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins eins og þær voru 2006. Meirihluti Á-listans breytti hér um og hefur á þessu kjörtímabili áður en hann féll 9. september síðastliðinn, þegar Margrét Jónsdóttir gekk til liðs við D-listann, selt byggingarrétt fyrir u.þ.b. 450 milljónir. Þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður og andstöðu bæjarfulltrúa D-lista. Þessi stefnubreyting mun nú auðvelda Álftnesingum að vinna sig frá þeim vanda sem efnahagshrunið hefur valdið. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmaðurinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameistari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D-listans á Álftanesi sem í skipulagsmálum þjónaði hagsmunum verktaka fremur en að huga að hagsmunum bæjarsjóðs. Árin 2000 til 2006 var mikil íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og þensla í byggingariðnaði. Á Álftanesi fjölgaði íbúum úr 1553 í 2278 eða um tæp 50 prósent. Sveitarfélögin á svæðinu styrktu fjárhag sinn á tímabilinu með sölu á byggingarrétti. Hagnað af lóðum nýttu þau m.a. til að byggja skóla og íþróttamannvirki. Á Álftanesi skapaðist líka þörf á byggingu skóla- og íþróttamannvirkja eins og hjá nágrönnum okkar. En einn munur var hér á. Á Álftanesi seldi eða úthlutaði bæjarstjórn D-listans ekki einni lóð og enginn slíkur hagnaður kom í bæjarsjóð. Frjálshyggja sem Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans og félagar hans stóðu fyrir, vildi að markaðurinn annaðist uppbyggingu. Verktakar voru í forystu um skipulag og sölu lóða, keyptu tún af landeigendum sem þeir margfölduðu að verðmæti eftir að bæjaryfirvöld D-lista voru búin að skipuleggja túnin að þeirra ósk. Verktakarnir réðu húsagerð og þéttleika byggðar sem var sniðið til að hámarka gróða þeirra. Gróðinn var svo fluttur í fjárfestingar utan Álftaness jafnvel til útlanda eins og dæmið að ofan sannar. Verktakarnir njóta nú eignanna meðan bæjarsjóður þarf að draga saman seglin. Hverfi sem voru byggð á þessum árum eru Hólmatúnið, Birkiholt og Asparholt, hluti Sviðholts, Brekkan og Kirkjubrúin. Samtals voru byggðar um 150 fjölbýlisíbúðir og 170 sérbýli. Varlega áætlað hefur hagnaður af byggingarrétti verið um 1.500 milljónir. Fyrir þennan gróða hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi, eða greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins eins og þær voru 2006. Meirihluti Á-listans breytti hér um og hefur á þessu kjörtímabili áður en hann féll 9. september síðastliðinn, þegar Margrét Jónsdóttir gekk til liðs við D-listann, selt byggingarrétt fyrir u.þ.b. 450 milljónir. Þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður og andstöðu bæjarfulltrúa D-lista. Þessi stefnubreyting mun nú auðvelda Álftnesingum að vinna sig frá þeim vanda sem efnahagshrunið hefur valdið. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun