Gróði af Álftanesi í útlöndum 21. september 2009 06:00 Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmaðurinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameistari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D-listans á Álftanesi sem í skipulagsmálum þjónaði hagsmunum verktaka fremur en að huga að hagsmunum bæjarsjóðs. Árin 2000 til 2006 var mikil íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og þensla í byggingariðnaði. Á Álftanesi fjölgaði íbúum úr 1553 í 2278 eða um tæp 50 prósent. Sveitarfélögin á svæðinu styrktu fjárhag sinn á tímabilinu með sölu á byggingarrétti. Hagnað af lóðum nýttu þau m.a. til að byggja skóla og íþróttamannvirki. Á Álftanesi skapaðist líka þörf á byggingu skóla- og íþróttamannvirkja eins og hjá nágrönnum okkar. En einn munur var hér á. Á Álftanesi seldi eða úthlutaði bæjarstjórn D-listans ekki einni lóð og enginn slíkur hagnaður kom í bæjarsjóð. Frjálshyggja sem Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans og félagar hans stóðu fyrir, vildi að markaðurinn annaðist uppbyggingu. Verktakar voru í forystu um skipulag og sölu lóða, keyptu tún af landeigendum sem þeir margfölduðu að verðmæti eftir að bæjaryfirvöld D-lista voru búin að skipuleggja túnin að þeirra ósk. Verktakarnir réðu húsagerð og þéttleika byggðar sem var sniðið til að hámarka gróða þeirra. Gróðinn var svo fluttur í fjárfestingar utan Álftaness jafnvel til útlanda eins og dæmið að ofan sannar. Verktakarnir njóta nú eignanna meðan bæjarsjóður þarf að draga saman seglin. Hverfi sem voru byggð á þessum árum eru Hólmatúnið, Birkiholt og Asparholt, hluti Sviðholts, Brekkan og Kirkjubrúin. Samtals voru byggðar um 150 fjölbýlisíbúðir og 170 sérbýli. Varlega áætlað hefur hagnaður af byggingarrétti verið um 1.500 milljónir. Fyrir þennan gróða hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi, eða greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins eins og þær voru 2006. Meirihluti Á-listans breytti hér um og hefur á þessu kjörtímabili áður en hann féll 9. september síðastliðinn, þegar Margrét Jónsdóttir gekk til liðs við D-listann, selt byggingarrétt fyrir u.þ.b. 450 milljónir. Þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður og andstöðu bæjarfulltrúa D-lista. Þessi stefnubreyting mun nú auðvelda Álftnesingum að vinna sig frá þeim vanda sem efnahagshrunið hefur valdið. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmaðurinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameistari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D-listans á Álftanesi sem í skipulagsmálum þjónaði hagsmunum verktaka fremur en að huga að hagsmunum bæjarsjóðs. Árin 2000 til 2006 var mikil íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu og þensla í byggingariðnaði. Á Álftanesi fjölgaði íbúum úr 1553 í 2278 eða um tæp 50 prósent. Sveitarfélögin á svæðinu styrktu fjárhag sinn á tímabilinu með sölu á byggingarrétti. Hagnað af lóðum nýttu þau m.a. til að byggja skóla og íþróttamannvirki. Á Álftanesi skapaðist líka þörf á byggingu skóla- og íþróttamannvirkja eins og hjá nágrönnum okkar. En einn munur var hér á. Á Álftanesi seldi eða úthlutaði bæjarstjórn D-listans ekki einni lóð og enginn slíkur hagnaður kom í bæjarsjóð. Frjálshyggja sem Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans og félagar hans stóðu fyrir, vildi að markaðurinn annaðist uppbyggingu. Verktakar voru í forystu um skipulag og sölu lóða, keyptu tún af landeigendum sem þeir margfölduðu að verðmæti eftir að bæjaryfirvöld D-lista voru búin að skipuleggja túnin að þeirra ósk. Verktakarnir réðu húsagerð og þéttleika byggðar sem var sniðið til að hámarka gróða þeirra. Gróðinn var svo fluttur í fjárfestingar utan Álftaness jafnvel til útlanda eins og dæmið að ofan sannar. Verktakarnir njóta nú eignanna meðan bæjarsjóður þarf að draga saman seglin. Hverfi sem voru byggð á þessum árum eru Hólmatúnið, Birkiholt og Asparholt, hluti Sviðholts, Brekkan og Kirkjubrúin. Samtals voru byggðar um 150 fjölbýlisíbúðir og 170 sérbýli. Varlega áætlað hefur hagnaður af byggingarrétti verið um 1.500 milljónir. Fyrir þennan gróða hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi, eða greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins eins og þær voru 2006. Meirihluti Á-listans breytti hér um og hefur á þessu kjörtímabili áður en hann féll 9. september síðastliðinn, þegar Margrét Jónsdóttir gekk til liðs við D-listann, selt byggingarrétt fyrir u.þ.b. 450 milljónir. Þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður og andstöðu bæjarfulltrúa D-lista. Þessi stefnubreyting mun nú auðvelda Álftnesingum að vinna sig frá þeim vanda sem efnahagshrunið hefur valdið. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar