Ávextir fjölmenningarsamfélagsins 1. október 2009 06:00 Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar