Fleiri fréttir

Heillaráðungliðanna

Í vikunni sendi aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík frá sér athyglisverða ályktun. Þar er hvatt til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Tillaga ungliðanna er rökrétt og sanngjörn. Hún mun þó væntanlega ekki falla stuðningsmönnum Nató-aðildar í geð. Kosning af þessu tagi myndi óhjákvæmilega koma af stað umræðu um eðli og tilgang Nató í samtímanum, þar sem hætt er við að bandalagið stæði höllum fæti.

Norrænt velferðarsamfélag á Íslandi

Fyrir tæpu ári kom í ljós að almenningur yrði að borga hrunið að stórum hluta og hvað var þá eðlilegra en að senda öryrkjum og ellilífeyrisþegum fyrsta reikninginn? Um áramótin var því lífeyrir flestra lífeyrisþega skertur um 10% og þeir lægstu festir í 153.000 eða 180.000 kr. á mánuði sem búa einir. Fólk kemst ekki upp fyrir lágmarkið nema í undantekningar­tilfellum. Jafnvel sérstakur bótaflokkur vegna verulegs lyfjakostnaðar breytir litlu sem engu.

Góð afkoma Landsvirkjunar

Rætt hefur verið í fjölmiðlum um áhyggjur nokkurra borgar­fulltrúa minnihlutans í Reykjavík vegna ábyrgðar borgarinnar á hluta af skuldum Landsvirkjunar. Mun minna hefur hins vegar farið fyrir þeirri frétt að Landsvirkjun skilaði u.þ.b. 6 milljörðum króna í hagnað á fyrri helmingi ársins og útlit er fyrir að árangurinn verði enn betri á seinni hlutanum ef álverð lækkar ekki.

Staðreyndir sem hver og einn getur sannreynt

Guðlaugur G. Sverrisson skrifar

Mér þótti rétt að stinga niður penna í tilefni skrifa Sverris Jakobssonar hér í Fréttablaðið á þriðjudag, þar sem sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í HS Orku er til umfjöllunar. Þar eru rangfærslur sem rétt er að svara.

Ekki rífa Nasa!

Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar

Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það.

Óþolandi vinnubrögð meirihlutans

Sigrún Elsa Smáradóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á stjórnarfundi í síðustu viku sölu á hlut OR í HS Orku. Vinnubrögðin sem stjórnarmönnum minnihlutans í stjórn OR var boðið uppá voru óásættanleg. Meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna hefur ekkert lært síðan sömu flokkar sigldu samstarfi sínu í strand fyrr á kjörtímabilinu með sams konar vinnubrögðum sem einnig sneru að einkavæðingu í orkugeiranum.

Þögn Sigmundar

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál skrifar

Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson.

Brettum upp ermar

Ekki má gera lítið úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Sú staða er þó líkleg til að versna til muna ef við náum ekki að snúa vörn í sókn, neikvæðni í jákvæðni og vonleysi í hugrekki.

Raddir gærdagsins

Ögmundur Jónasson skrifar

Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi.

Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun?

Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira.

Aðgerð sem kemur öllum til góða

Mánuðum saman hefur stór hópur landsmanna talað fyrir almennri leiðréttingu skulda og fer sá hópur stækkandi. Við sem tilheyrum þessum hópi höfum bent á að skuldarar eigi rétt á að komið sé til móts við eignabruna þeirra rétt eins og gert var gagnvart þeim sem áttu fjármagn á sparireikningum eða í peningamarkaðssjóðum bankanna sl. haust. Það var því ánægjulegt að sjá yfirlýsingar formanns félagsmálanefndar Alþingis og félagsmálaráðherra um nauðsyn þess að leiðrétta skuldastöðu almennings. Formaðurinn bætti því reyndar við að stjórnmálamenn hafi forðast að taka á skuldavanda heimilanna. Því get ég ekki verið sammála enda lögðu framsóknarmenn fram róttækar tillögur í þeim efnum þegar í febrúar sl.

Frístundastrætó í Grafarvogi

Á fundi borgarstjórnar í fyrradag var tillaga Samfylkingar um frístundastrætó í Grafarvogi samþykkt einróma. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir íbúa en í þessu stóra og barnmarga hverfi má ætla að í hverri viku séu um 15.000 ferðir farnar vegna frístundastarfs.

Tökum tillit til barna í umferðinni í vetur

Nú eru skólar byrjaðir og nokkur þúsund börn eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Þegar við sjáum þessi börn og auðvitað mörg önnur á leiðinni í skólann hugsum við hlýlega til þeirra og vonum að hvert og eitt þeirra eigi ánægjulegan skóladag og góðan skólavetur. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur fullorðna fólkinu að búa börnum okkar góða skóla og umhverfi sem býður upp á sem öruggastar leiðir.

Dýravernd

Það er lítið fjallað um dýravernd á Íslandi. Dýraverndunarsamtökin hafa frá árinu 1959 verið í virku samstarfi við Norður­löndin. Það var ekki fyrr en 1994 sem komið var á lögum um rétt dýra á Íslandi.

Almennar afskriftir skulda

Ímyndum okkur að við röðum öllum heimilum landsins - um eitthundrað þúsund að tölu - upp í röð eftir því hve fjárhagslega stöndug þau eru. Við hefjum leikinn á að raða þeirri stöndugustu lengst til vinstri og svo koll af kolli - sú sem situr þá lengst til hægri er fjárhagslega í verstum málum. Því er haldið fram - af hluta ráðamanna - að um tveir þriðju heimila geti ráðið við sínar skuldbindingar. Það merkir að fyrstu 66.000 heimilin (talin frá vinstri) eru í þokkalegum málum.

Kæri herra Skap ofsi

Nú hefur þú um nokkurt skeið stundað þá iðju að skvetta rauðri málningu á hús og bíla þeirra sem á einhvern hátt hafa tengst hinni íslensku útrás eða hinu íslenska bankahruni. Þetta gerir þú í skjóli nætur og lætur skapofsa þinn miskunnarlaust bitna á steindauðum hlutum þessa fólks. Nú ætla ég ekki að halda því fram að sumir af þessum einstaklingum eigi ekki skilið að láta skvetta einhverju á sig en hins vegar hefur það lítið að segja að skvetta í skjóli nætur á dauða hluti sem tryggðir eru bak og fyrir. Það er því eingöngu til þess fallið að valda okkur, almenningi, þér og mér, meira tjóni en orðið hefur.

Icesave-frumvarpið til almennings

Icesave-frumvarpið er úr höndum Alþingis. Á www.kjosa.is er verið að safna undirskriftum við áskorun til forseta Íslands um að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að almenningur geri út um málið í þjóðaratkvæða¬greiðslu. Meginrökin eru þríþætt:

Erlent fjármagn þarf til endurreisnar

Enginn vafi leikur á því að nýting endurnýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undanförnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðareignir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar margvísleg þjónustustörf að auki.

Íslensk prentlög eru úrelt

Allt frá því að Sigríður Rut Júlíusdóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prentmiðla opnast. Lögfræðingurinn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs.

Heilbrigð samkeppni

Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt.

Vantar fleiri grunnskóla?

Sigríður Pétursdóttir og Hermann Valsson skrifar

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkur samþykkti þann 26. ágúst sl. leyfi til reksturs Menntaskólans ehf., nýs einkarekins grunnskóla í Reykjavík. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í menntaráði greiddi atkvæði gegn leyfisveitingunni. Afstaða VG endurspeglast í þeirri bókun sem lögð var fram við afgreiðslu málsins.

Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum

Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því.

Hagur barnanna er í húfi

Haustið er komið og grunnskólabörn sest á skólabekk. Rútínan færist yfir - hjá flestum. Enn glíma frístundaheimilin við mönnunar- og húsnæðisvanda sem gerir það að verkum að nokkur fjöldi barna er á biðlista. Þrátt fyrir að staðan á vinnumarkaði hafi gerbreyst frá síðasta ári og heilmikil vinna hafi átt sér stað hjá starfsfólki sviðanna til að fyrirbyggja vandann.

Erlent fjármagn - já takk

Magnús Orri Schram skrifar

Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi.

Fram í sviðsljósið

Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur.

Ábyrg efnanotkun

Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008.

Strandveiðar

Í sumar samþykkti Alþingi að leyfa strandveiðar sem ekki væru háðar því að menn ættu eða leigðu til sín kvóta. Það var fagnaðarefni.

Er afneitunin á enda?

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur talað hvað mest gegn leiðréttingu skulda heimilanna og hugmyndum framsóknarmanna þess efnis. Það er þó alltaf ánægjulegt þegar menn snúa af villu síns vegar líkt og ráðherrann gerði í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar sagði hann m.a.:

Leiðrétting skulda, ekki lækkun

Karl Ingimarsson skrifar

Þegnar bankarnir hrundu dró íslenska ríkið úr tapi sparifjáreigenda með 200 milljörðum frá skuldurum og öðrum íslendingum. Líklega vegna þess að sparifjáreigendur höfðu ekki gert neitt annað en að treysta bönkunum fyrir peningunum sínum.

Stóra spurningin

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Stærsta spurningin í stjórn­málum, þjóðfélagsmálum og efnahagsmálum líðandi stundar er ekki aðeins einföld heldur einnig augljós. Hún er líka miklu meira en hundruð ára gömul: En hennar er sjaldan spurt í alvöru: Getur eitthvað komið í stað kapítalismans?

Skuldir og framtíðin

Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi.

Frá kögunarhóli dagsins til framtíðar

Jónas Bjarnason skrifar um fiskveiðistjórnun Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri, hefur mikinn áhuga á sjávarútvegi og hefur skrifað um þau mál í mörg ár. Hann fjallar einnig gjarna um aðra atvinnustarfsemi og getur þess 15.8. sl., að ýmis starfsemi, sem lítill áhugi hafi verið á í góðærinu, fái nú notið sín. Ýmis sprotastarfsem er þar á meðal og hún mun geta skilað ýmsu uppbyggilegu inn í sam­félagið til framtíðar.

Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf.

Norræn velferðarlögregla

Runólfur Þórhallsson skrifar

Sumarið 1988 réð ég mig í vinnu hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem sumarafleysingamaður. Ég var þá lögreglumaður nr. 244. Eyjólfur heitinn Jónsson sundkappi var lögreglumaður nr. 9. Þetta þýddi að almennir lögreglumenn voru rúmlega 200. Í Kópavoginum starfaði RLR, Rannsóknarlögregla ríkisins. Þar voru 42 stöðugildi rannsóknarlögreglumanna árið 1990. Á lögreglustöðinni í Kópavogi unnu tugir lögreglumanna á vöktum við almenna löggæslu, sömu sögu var að segja um lögregluna í Hafnarfirði. Á þessum árum voru fjórar vaktir með rúmlega 30 lögreglumönnum á hverri vakt í Reykjavík einni. Til viðbótar þeim liðsstyrk voru lögreglumenn á hverfisstöð í Árbænum, í miðbænum og Seltjarnarnesi. Umferðardeildin átti 10 lögreglubifhjól auk lögreglubíla.

Skuldir heimilanna

Kjartan broddi Bragason skrifar

Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009.

Blygðunarsemi og nauðganir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann skrifar

Í maí sl. var íslensk kona blekkt til kynmaka þar sem hinn brotlegi læddist upp í rúm til hennar, notfærði sér að mökin fóru fram í myrkri og að konan skyldi telja hann vera annan mann sem hún hafði áður átt kynferðislegt samneyti við. Samkvæmt lýsingu brotaþolans voru mökin búin að standa yfir í nokkrar mínútur þegar maðurinn sneri sér að henni og blasti þá við henni „glott og ekki sama andlitið“ eins og hún orðaði það í skýrslu fyrir dómi.

Þegar rykið sest – kjarni REI-málsins

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skrifar

Á undanförnum mánuðum hafa nokkrir aðilar séð ástæðu til að draga REI-málið svonefnda aftur fram í dagsljósið. Þetta hefur verið gert í tvenns konar tilgangi:

Jákvæðir bónusar

Jón Kaldal skrifar

Hugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlætingar á tillögunni.

Er barnið þitt örugglega öruggt?

Karin Erna Elmardóttir skrifar

Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbelti. 14,2% í fyrra en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla.

Af heimilisbókhaldi

Þorsteinn Hilmarsson skrifar

Ólafur S. Andrésson setti fram heimilisbókhald Kárahnjúkavirkjunar í Fréttablaðinu nýlega. Þetta gerir hann ugglaust af góðum vilja og bestu getu en þó gætir misskilnings og ónákvæmni í meðferð forsendna sem veldur því að útkoman stemmir engan veginn við veruleikann. Hann gefur sér forsendur að sögn byggðar á ársskýrslu Landsvirkjunar 2008 en árskýrsla fyrirtækis getur ekki verið forsenda fyrir arðsemisútreikningi á einstökum rekstrareiningum. Það gildir um heimilisbókhald eins og annað bókhald að forsendur þurfa að vera réttar til þess að útkoman verði marktæk. Niðurstaða Ólafs um að árstekjur af orkusölu frá Kárahnjúkavirkjun þurfi að vera a.m.k. 190 milljónir USD skýtur langt yfir markið.

Skuldir og ábyrgðarleysi

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda.

Hver laug að Flosa?

Benedikt Guðmundsson skrifar

Vegur sannleikans getur verið vandrataður. Það er að sannast rækilega á Flosa Eiríkssyni bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Upptekin við önnur störf

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, skrifar grein í Fréttablaðið 13. ágúst sl. og gerir tilraun til að svara þeim athugasemdum sem ég hef gert við fyrri skrif hennar um málefni borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 greinar