Verðtryggð lán - hvað er til ráða? 12. nóvember 2008 05:30 Grein mín í blaðinu 3. nóv. sl. um verðtryggingu varð lesanda tilefni til umsagnar. Spurði hann hvaða umbætur ég legði til. Án raunhæfra viðbragða við aðsteðjandi greiðsluþroti fjölda einstaklinga vegna verðtryggðra húsnæðis- og námslána er sjálfgefið að aðgerðaáætlun stjórnvalda og IMF muni ekki ná tilætluðum árangri. Svar mitt er því þetta: 1. Verðbótaþáttur húsnæðis- og námslána frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009 komi hvorki til innheimtu hjá lántakendum né bætist við höfuðstól útistandandi lána heldur greiðist af sérstökum aðlögunarsjóði stofnsettum af Alþingi með neyðarlöggjöf líkt og beitt var við yfirtöku bankanna. 2. Aðlögunarsjóðnum sé heimilt að gefa út, og veitendum húsnæðis- og námslána sé skylt að taka við, til lúkningar á verðbótaþætti lánanna á ofangreindu tímabili skuldabréf til tíu ára sem (i) bera 5% nafnvexti á ári, (ii) eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin, og (iii) endurgreiðast síðan með fimm jöfnum árlegum afborgunum. Útistandandi lán lífeyrissjóða og lánasjóðs íslenzkra námsmanna námu 148 milljörðum og 97 milljörðum 30. júní 2008. Miðað við að öll ofangreind lán séu verðtryggð og að verðbólga verði 16% á ársgrundvelli á tímabilinu, þá mun verðbótaþáttur lánanna nema um 60 milljörðum frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009. Verðtryggð bankalán heimila voru um 600 milljarðar og verðbótaþáttur myndi nema 143 milljörðum. Samtals myndi því verðbótaþáttur allra lánanna vera af stærðargráðunni 200 milljarðar. Þetta er veruleg upphæð en þó aðeins brot af þeim búsifjum sem þjóðarbúið hefur þegar orðið fyrir. Greiðsla verðbótaþáttar í þeirri mynd sem hér er lagt til myndi ekki hafa bein þensluáhrif í hagkerfinu. Hið sama gildir um hliðstæðar ráðstafanir vegna húsnæðislána heimila og einstaklinga í gjaldeyri. Lykilhagsmunir þjóðarinnar við núverandi aðstæður krefjast aðgerða sem tryggja vinnufrið og kjarasamninga sem samrýmast endurheimt jafnvægis í íslenzka hagkerfinu. Þegar mikið er í húfi má ekki hugsa smátt. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Grein mín í blaðinu 3. nóv. sl. um verðtryggingu varð lesanda tilefni til umsagnar. Spurði hann hvaða umbætur ég legði til. Án raunhæfra viðbragða við aðsteðjandi greiðsluþroti fjölda einstaklinga vegna verðtryggðra húsnæðis- og námslána er sjálfgefið að aðgerðaáætlun stjórnvalda og IMF muni ekki ná tilætluðum árangri. Svar mitt er því þetta: 1. Verðbótaþáttur húsnæðis- og námslána frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009 komi hvorki til innheimtu hjá lántakendum né bætist við höfuðstól útistandandi lána heldur greiðist af sérstökum aðlögunarsjóði stofnsettum af Alþingi með neyðarlöggjöf líkt og beitt var við yfirtöku bankanna. 2. Aðlögunarsjóðnum sé heimilt að gefa út, og veitendum húsnæðis- og námslána sé skylt að taka við, til lúkningar á verðbótaþætti lánanna á ofangreindu tímabili skuldabréf til tíu ára sem (i) bera 5% nafnvexti á ári, (ii) eru afborgunarlaus fyrstu fimm árin, og (iii) endurgreiðast síðan með fimm jöfnum árlegum afborgunum. Útistandandi lán lífeyrissjóða og lánasjóðs íslenzkra námsmanna námu 148 milljörðum og 97 milljörðum 30. júní 2008. Miðað við að öll ofangreind lán séu verðtryggð og að verðbólga verði 16% á ársgrundvelli á tímabilinu, þá mun verðbótaþáttur lánanna nema um 60 milljörðum frá 1. júlí 2008 til 31. desember 2009. Verðtryggð bankalán heimila voru um 600 milljarðar og verðbótaþáttur myndi nema 143 milljörðum. Samtals myndi því verðbótaþáttur allra lánanna vera af stærðargráðunni 200 milljarðar. Þetta er veruleg upphæð en þó aðeins brot af þeim búsifjum sem þjóðarbúið hefur þegar orðið fyrir. Greiðsla verðbótaþáttar í þeirri mynd sem hér er lagt til myndi ekki hafa bein þensluáhrif í hagkerfinu. Hið sama gildir um hliðstæðar ráðstafanir vegna húsnæðislána heimila og einstaklinga í gjaldeyri. Lykilhagsmunir þjóðarinnar við núverandi aðstæður krefjast aðgerða sem tryggja vinnufrið og kjarasamninga sem samrýmast endurheimt jafnvægis í íslenzka hagkerfinu. Þegar mikið er í húfi má ekki hugsa smátt. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar