Hver á að segja af sér? 15. nóvember 2008 06:00 Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. Eins og flestir vita sagði Bjarni af sér vegna tilraunar sinnar til að vega úr launsátri að flokksystur sinni, Valgerði Sverrisdóttur, en sá fúli gjörningur komst upp fyrir klaufaskap Bjarna sjálfs. Með afsögn sinni setur Bjarni reyndar mikilvægt fordæmi fyrir stjórnmálamenn sem klúðra sínum málum. Afsögn Bjarna gefur kannski þeim sem voru búnir að gefast upp á stjórnmálum smátrú á að stjórnmálamenn hafi einhverja samvisku, því fyrst Bjarni gat sagt af sér, þá geta fleiri gert slíkt hið sama. En aðalatriðið hér er spurningin um hvort fleiri afsagnir séu það sem koma skal. Hvað með mennina sem kölluðu efnahagshrunið yfir þjóðina með hömlulausri græðgisvæðingu og handónýtu eftirliti? Mennina sem kveiktu í frjálshyggjubálinu sem skilur nú eftir sig sviðna íslenska jörð. Hvað með seðlabankastjórnina og Fjármálaeftirlitið? Þau brugðust. Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra brugðust. Stjórnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur algerlega brugðist og forsætisráðherra hefur brugðist þjóðinni og neitar henni nú þar að auki um lýðræði og nýjar kosningar. Íslendingar hafa sjaldan upplifað viðlíka óvissu um framtíð sína líkt og nú en þegar við krefjumst svara heyrist ekki múkk frá ríkisstjórninni, nema þá helst að hún kasti grjóti úr glerhúsi í stjórnarandstöðuna. Það er skiljanlegt að menn reyni að kenna öðrum um þegar að hugmyndafræðin sem heimur þeirra snerist um hefur beðið skipbrot, en er það hlutverk leiðtoga á erfiðum tímum? Nei, og þess vegna verður að skipta um leiðtoga. Það er góðra gjalda vert að Bjarni Harðarson segi af sér fyrir að vinna skemmdarverk á eigin flokki, en er ekki kominn tími til að menn segi af sér fyrir alvöru skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. Eins og flestir vita sagði Bjarni af sér vegna tilraunar sinnar til að vega úr launsátri að flokksystur sinni, Valgerði Sverrisdóttur, en sá fúli gjörningur komst upp fyrir klaufaskap Bjarna sjálfs. Með afsögn sinni setur Bjarni reyndar mikilvægt fordæmi fyrir stjórnmálamenn sem klúðra sínum málum. Afsögn Bjarna gefur kannski þeim sem voru búnir að gefast upp á stjórnmálum smátrú á að stjórnmálamenn hafi einhverja samvisku, því fyrst Bjarni gat sagt af sér, þá geta fleiri gert slíkt hið sama. En aðalatriðið hér er spurningin um hvort fleiri afsagnir séu það sem koma skal. Hvað með mennina sem kölluðu efnahagshrunið yfir þjóðina með hömlulausri græðgisvæðingu og handónýtu eftirliti? Mennina sem kveiktu í frjálshyggjubálinu sem skilur nú eftir sig sviðna íslenska jörð. Hvað með seðlabankastjórnina og Fjármálaeftirlitið? Þau brugðust. Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra brugðust. Stjórnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur algerlega brugðist og forsætisráðherra hefur brugðist þjóðinni og neitar henni nú þar að auki um lýðræði og nýjar kosningar. Íslendingar hafa sjaldan upplifað viðlíka óvissu um framtíð sína líkt og nú en þegar við krefjumst svara heyrist ekki múkk frá ríkisstjórninni, nema þá helst að hún kasti grjóti úr glerhúsi í stjórnarandstöðuna. Það er skiljanlegt að menn reyni að kenna öðrum um þegar að hugmyndafræðin sem heimur þeirra snerist um hefur beðið skipbrot, en er það hlutverk leiðtoga á erfiðum tímum? Nei, og þess vegna verður að skipta um leiðtoga. Það er góðra gjalda vert að Bjarni Harðarson segi af sér fyrir að vinna skemmdarverk á eigin flokki, en er ekki kominn tími til að menn segi af sér fyrir alvöru skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun