Fjárfestum í mannréttindum 8. nóvember 2008 05:30 Undanfarið höfum við orðið vitni að miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og teikn eru á lofti um efnahagsþrengingar og spurningar vakna um áhrif þeirra á líf og afkomu fólks. Mikil reiði hefur ríkt hér á landi í kjölfar frystingar eigna íslensks fjármálafyrirtækis í Bretlandi. Reiðin tengist því að aðgerðirnar voru heimilaðar á grundvelli hryðjuverkalaga. Undanfarin ár hafa fjölmörg lönd sett lög um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Mannréttindasamtökin Amnesty International eru gagnrýnin á ýmis ákvæði slíkra hryðjuverkalaga og heimildir sem standast ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Amnesty International hefur bent á hættuna á misnotkun slíkra laga. Þúsundir manna sitja nú í fangelsum á grundvelli hryðjuverkalaga, t.d. í fangabúðunum í Gvantanamó. Sú staðreynd að ákvæði í hryðjuverkalöggjöf Breta hefur nú verið beitt gegn íslensku fyrirtæki sýnir enn og aftur að gagnrýni Amnesty International er á rökum reist. Um miðjan október 2008 fór fram önnur umræða á Alþingi um frumvarp til breytinga á hegningarlögum. Þar er m.a. að finna mjög víðtækar heimildir til eignaupptöku. Íslandsdeild Amnesty Internationa gagnrýndi frumvarpið m.a. fyrir óljósaa skilgreiningu hugtaksins hryðjuverk. Löglegt andóf getur vegna loðins orðalags frumvarpsins fallið undir hryðjuverk. Alþingi verður að tryggja að hið íslenska frumvarp verði þannig úr garði gert að engin hætta sé á misbeitingu laganna. Mannréttindi og fjármálakreppanMannréttindasamtök hafa hvatt ríkisstjórnir og viðskiptaheiminn til að huga betur að neikvæðum áhrifum hins alþjóðlega efnahagskerfis sem hefur vaxið gífurlega undanfarin ár. Áhrifum sem harðast koma niður á fátækum. Athugasemdirnar náðu því miður ekki eyrum þeirra sem réðu för. Amnesty International hefur barist lengi fyrir bindandi alþjóðlegum samningi um mannréttindaskyldur fyrirtækja og fjármálastofnana. Uppkast slíks samnings er fyrir hendi en skort hefur pólitískan vilja til að samþykkja hann.Í septemberlok, þegar fjármálafyrirtæki riðuðu til falls, var haldinn fundur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kom að fá ríki munu ná þúsaldarmarkmiðum samtakanna um að draga úr fátækt fyrir árið 2015. Á þeim fundi kom fram að verðhækkun á mat og orku hefur þurrkað út þann litla árangur sem þó hafði náðst.Viðbrögð yfirvalda víða um heim við fjármálakreppunni hafa miðað að því að bjarga fjármálafyrirtækjum. Nýlega veittu bandarísk yfirvöld tryggingafyrirtæki 123 milljarða dollara til að bjarga því fyrir horn, upphæð sem er helmingi hærri en þarf til að ná þúsaldarmarkmiðum SÞ. Evrópuríki hafa líka veitt milljörðum til endurfjármögnunar bankastofnana. Hin skjótu viðbrögð eru í fullkomnu ósamræmi við þann hægagang sem einkennt hefur allar aðgerðir ríkisstjórna síðustu sextíu ár varðandi uppfyllingu mannréttindaloforða.Hinn 10. desember eru 60 ár frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar SÞ. Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem fólk nýtur málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um líf og afkomu. Nú þegar fjármálakerfi heimsins riðar til falls þurfa allar aðgerðir að byggja á mannréttindum og leiðum til að uppfylla þau.Ríkisstjórnir heims hafa dregið lappirnar við að tryggja öll mannréttindi. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar er brýnt að allsherjarþing SÞ samþykki að opnuð verði kæruleið við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og þannig tryggð aukin vernd gegn brotum á réttindum fólks til vinnu, heilsu, menntunar, húsnæðis, fæðis, félagslegs öryggis, viðunandi lífsafkomu og þátttöku í menningarlífi. Fórnum ekki mannréttindumSagan sýnir að efnahagslegir erfiðleikar geta leitt til alvarlegra skerðinga mannréttinda. Nú þegar berast fréttir m.a. frá Ástralíu og Bretlandi um hertar aðgerðir gegn innflytjendum. Áhrif slíkra aðgerða eru margþætt, ekki síst í upprunalöndum innflytjenda þar sem fjölskyldur reiða sig á peningasendingar. Önnur hætta hertra aðgerða gegn farandverkafólki og innflytjendum er rasismi, þjóðernishyggja og mismunun í móttökulöndum. Reynslan sýnir að niðursveifla í efnahag landa leiðir oft til félagslegs óróa, aukinna mótmæla og andófs gegn yfirvöldum. Við slíkar aðstæður er hætta á auknu eftirliti, strangari reglum og skerðingu mannréttinda. Mannréttindi eru ekki munaður í góðæri. Mannréttindi eru fyrir alla - alltaf. Viðbrögð yfirvalda um allan heim við þeim efnahagslegu þrengingum sem virðast vera yfirvofandi verða að tryggja að mannréttindi verði ekki fyrir borð borin. Fjárfestum í mannréttindum og byggjum samfélag sem hefur Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við orðið vitni að miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og teikn eru á lofti um efnahagsþrengingar og spurningar vakna um áhrif þeirra á líf og afkomu fólks. Mikil reiði hefur ríkt hér á landi í kjölfar frystingar eigna íslensks fjármálafyrirtækis í Bretlandi. Reiðin tengist því að aðgerðirnar voru heimilaðar á grundvelli hryðjuverkalaga. Undanfarin ár hafa fjölmörg lönd sett lög um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Mannréttindasamtökin Amnesty International eru gagnrýnin á ýmis ákvæði slíkra hryðjuverkalaga og heimildir sem standast ekki alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Amnesty International hefur bent á hættuna á misnotkun slíkra laga. Þúsundir manna sitja nú í fangelsum á grundvelli hryðjuverkalaga, t.d. í fangabúðunum í Gvantanamó. Sú staðreynd að ákvæði í hryðjuverkalöggjöf Breta hefur nú verið beitt gegn íslensku fyrirtæki sýnir enn og aftur að gagnrýni Amnesty International er á rökum reist. Um miðjan október 2008 fór fram önnur umræða á Alþingi um frumvarp til breytinga á hegningarlögum. Þar er m.a. að finna mjög víðtækar heimildir til eignaupptöku. Íslandsdeild Amnesty Internationa gagnrýndi frumvarpið m.a. fyrir óljósaa skilgreiningu hugtaksins hryðjuverk. Löglegt andóf getur vegna loðins orðalags frumvarpsins fallið undir hryðjuverk. Alþingi verður að tryggja að hið íslenska frumvarp verði þannig úr garði gert að engin hætta sé á misbeitingu laganna. Mannréttindi og fjármálakreppanMannréttindasamtök hafa hvatt ríkisstjórnir og viðskiptaheiminn til að huga betur að neikvæðum áhrifum hins alþjóðlega efnahagskerfis sem hefur vaxið gífurlega undanfarin ár. Áhrifum sem harðast koma niður á fátækum. Athugasemdirnar náðu því miður ekki eyrum þeirra sem réðu för. Amnesty International hefur barist lengi fyrir bindandi alþjóðlegum samningi um mannréttindaskyldur fyrirtækja og fjármálastofnana. Uppkast slíks samnings er fyrir hendi en skort hefur pólitískan vilja til að samþykkja hann.Í septemberlok, þegar fjármálafyrirtæki riðuðu til falls, var haldinn fundur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kom að fá ríki munu ná þúsaldarmarkmiðum samtakanna um að draga úr fátækt fyrir árið 2015. Á þeim fundi kom fram að verðhækkun á mat og orku hefur þurrkað út þann litla árangur sem þó hafði náðst.Viðbrögð yfirvalda víða um heim við fjármálakreppunni hafa miðað að því að bjarga fjármálafyrirtækjum. Nýlega veittu bandarísk yfirvöld tryggingafyrirtæki 123 milljarða dollara til að bjarga því fyrir horn, upphæð sem er helmingi hærri en þarf til að ná þúsaldarmarkmiðum SÞ. Evrópuríki hafa líka veitt milljörðum til endurfjármögnunar bankastofnana. Hin skjótu viðbrögð eru í fullkomnu ósamræmi við þann hægagang sem einkennt hefur allar aðgerðir ríkisstjórna síðustu sextíu ár varðandi uppfyllingu mannréttindaloforða.Hinn 10. desember eru 60 ár frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar SÞ. Markmið mannréttinda er að skapa samfélag þar sem fólk nýtur málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um líf og afkomu. Nú þegar fjármálakerfi heimsins riðar til falls þurfa allar aðgerðir að byggja á mannréttindum og leiðum til að uppfylla þau.Ríkisstjórnir heims hafa dregið lappirnar við að tryggja öll mannréttindi. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast í heiminum í kjölfar fjármálakreppunnar er brýnt að allsherjarþing SÞ samþykki að opnuð verði kæruleið við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og þannig tryggð aukin vernd gegn brotum á réttindum fólks til vinnu, heilsu, menntunar, húsnæðis, fæðis, félagslegs öryggis, viðunandi lífsafkomu og þátttöku í menningarlífi. Fórnum ekki mannréttindumSagan sýnir að efnahagslegir erfiðleikar geta leitt til alvarlegra skerðinga mannréttinda. Nú þegar berast fréttir m.a. frá Ástralíu og Bretlandi um hertar aðgerðir gegn innflytjendum. Áhrif slíkra aðgerða eru margþætt, ekki síst í upprunalöndum innflytjenda þar sem fjölskyldur reiða sig á peningasendingar. Önnur hætta hertra aðgerða gegn farandverkafólki og innflytjendum er rasismi, þjóðernishyggja og mismunun í móttökulöndum. Reynslan sýnir að niðursveifla í efnahag landa leiðir oft til félagslegs óróa, aukinna mótmæla og andófs gegn yfirvöldum. Við slíkar aðstæður er hætta á auknu eftirliti, strangari reglum og skerðingu mannréttinda. Mannréttindi eru ekki munaður í góðæri. Mannréttindi eru fyrir alla - alltaf. Viðbrögð yfirvalda um allan heim við þeim efnahagslegu þrengingum sem virðast vera yfirvofandi verða að tryggja að mannréttindi verði ekki fyrir borð borin. Fjárfestum í mannréttindum og byggjum samfélag sem hefur Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun