Þriðju stoðinni slegið upp á ný 19. nóvember 2008 04:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. Hugbúnaðariðnaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur án efa ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Samtök upplýsingatæknifyrirtækja afhentu á Iðnþingi í mars 2005 stjórnvöldum tilboð sem þeir kölluðu þriðju stoðina og átti að skapa hér 2.000 ný störf. Áhugaleysi stjórnvalda vakti hins vegar furðu. Hefði tilboðinu verið tekið hefði ávinningur stjórnvalda verið verulegur. Vert er hins vegar að skoða hvernig til hefur tekist þrátt fyrir skort á stuðningi. HugbúnaðariðnaðurinnÞegar iðnaðurinn er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur vaxið töluvert á undanförnum árum. Veltan hefur vaxið verulega eða frá 7,4 milljörðum árið 1998 upp í 33,6 milljarða árið 2006. Fleiri fyrirtæki eru nú í þessum iðnaði og munar þar mikið um að nokkur fyrirtæki eru orðin mjög stór og stöndug. Ef við greinum þessa veltuaukningu nánar þá hefur hún tuttugufaldast að raungildi síðastliðin 16 ár. Til samanburðar þá tvöfaldaðist velta annarra atvinnugreina að raungildi.En útflutningur hefur líka vaxið á sama tímabili úr 31 milljón árið 1990 upp í 6,2 milljarða árið 2006. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson forstjóra CCP í Markaðnum í fyrra, nefndi hann að stjórnvöld ættu að geta komið til móts við hugbúnaðarfyrirtæki alveg eins og kvikmyndaiðnaðinn. Nefndi hann þá lægri skatta og endurgreiðslu sem kvikmyndaleikstjórinn Clint Eastwood fékk þegar hann var hér á landi með tökulið sitt.CCP er eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum iðnaði sem hafa vaxið og styrkst. Árið 2004 var CCP með 15 prósent af heildarútflutningi hugbúnaðar en árið 2006 var hlutfallið 29 prósent. Hjá þessu eina fyrirtæki hefur starfsmannafjöldi farið úr 30 í 283 á fáum árum. Þá hefur nokkrum fyrirtækjum tekist að taka það sem þau hafa verið að vinna fyrir ákveðnar iðngreinar og heimfært það yfir á stærri markaði með góðum árangri. SamkeppninSamkeppnisumhverfið á Íslandi er ágætt fyrir þessi fyrirtæki. En það eru helst ákveðnir skattalegir þættir sem þarf að breyta og auka rannsóknarfjármagn. Almennur stuðningur við atvinnugreinina er lítill sem enginn í dag. Þó hafa verið þættir sem hafa gagnast iðnaðinum að mati viðmælenda sem ég ræddi við sem tengjast iðnaðinum. Þeir nefna til dæmis útboðstefnu ríkisins. Hún hafi verið ágæt fyrir stærri fyrirtæki en skiptir minna máli fyrir smærri fyrirtæki.Samtök iðnaðarins hafa unnið gott starf fyrir iðnaðinn og svo skilaði hlutur Rannís í átaki fyrir nokkrum árum sér vel. Almennt er velvild í garð iðnaðarins en það vantar að bæta umhverfið eins og lagt var til í þriðju stoðinni. Mikið vantar upp á að íslenskur hugbúnaðariðnaður nái Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hvað varðar samkeppnishæfni, hvort sem litið er til hlutfalls af heildarútflutningi eða af vergri þjóðarframleiðslu.Ef vægi hátækni í útflutningi er skoðað, þá kemur fram að Ísland er með í kringum 7,0 prósent á móti yfir 20 prósentum hjá bæði Svíþjóð og Finnlandi (Iðntæknistofnun, 2006). Þá kom fram í skýrslu Rannís árið 2005 að hátækniiðnaður fær mun meiri styrki og fyrirgreiðslur frá stjórnvöldum þessara landa. Enda hafa stjórnmálamenn í þessum löndum séð það fyrir löngu að þeim fjármunum er vel varið, því vöxtur iðnaðarins undanfarin ár í þessum löndum hefur skilað sér margfalt til baka. Hlutverk stjórnvaldaRíkisstjórnin þarf að jafna aðstöðu og þá þætti sem snúa að þessum rekstri upplýsingatækni. Vinnumarkaðurinn hér á landi er frekar grunnur og það þarf meira af menntuðu fólki í þessum fræðum. Erfitt er að sjá hér í framtíðinni fyrirtæki með tvö til þrjú þúsund manns í vinnu. Slíkur vöxtur þarf að fara fram utan Íslands miðað við núverandi aðstæður. Skattamál og aukning á rannsóknarstyrkjum og líka hvernig fyrirtæki geta fært rannsóknarkostnað, til dæmis með lækkun á tekjuskatti á móti þeirri rannsóknarvinnu, eru nokkur af þeim atriðum sem þarf að vinna betur að. Hér er verið tala um skattalega þætti, sem snúa að endurgreiðslu og frádrætti á rannsóknarstyrkjum. Slíkar breytingar á skattumhverfinu er nauðsynlegur liður í að jafna aðstöðu upplýsingatæknifyrirtækja hér og í nágrannalöndunum.Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að styðja við þær iðngreinar sem geta skapað þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Það eru eflaust aðrar iðngreinar sem hafa mikla möguleika eins og hugbúnaðariðnaðurinn, sem enn á eftir að fjalla um. En þetta snýst um stefnubreytingu og að hugsa hlutina ekki eingöngu út frá því hvað er að gefa þjóðarbúinu miklar tekjur í dag, heldur hvað iðngreinar geta gefið þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Nú þurfa stjórnvöld að hugsa lengra ein eitt kjörtímabil fram í tímann.Nýleg meistararitgerð greinarhöfundar fjallar um samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. Hugbúnaðariðnaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur án efa ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Samtök upplýsingatæknifyrirtækja afhentu á Iðnþingi í mars 2005 stjórnvöldum tilboð sem þeir kölluðu þriðju stoðina og átti að skapa hér 2.000 ný störf. Áhugaleysi stjórnvalda vakti hins vegar furðu. Hefði tilboðinu verið tekið hefði ávinningur stjórnvalda verið verulegur. Vert er hins vegar að skoða hvernig til hefur tekist þrátt fyrir skort á stuðningi. HugbúnaðariðnaðurinnÞegar iðnaðurinn er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur vaxið töluvert á undanförnum árum. Veltan hefur vaxið verulega eða frá 7,4 milljörðum árið 1998 upp í 33,6 milljarða árið 2006. Fleiri fyrirtæki eru nú í þessum iðnaði og munar þar mikið um að nokkur fyrirtæki eru orðin mjög stór og stöndug. Ef við greinum þessa veltuaukningu nánar þá hefur hún tuttugufaldast að raungildi síðastliðin 16 ár. Til samanburðar þá tvöfaldaðist velta annarra atvinnugreina að raungildi.En útflutningur hefur líka vaxið á sama tímabili úr 31 milljón árið 1990 upp í 6,2 milljarða árið 2006. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson forstjóra CCP í Markaðnum í fyrra, nefndi hann að stjórnvöld ættu að geta komið til móts við hugbúnaðarfyrirtæki alveg eins og kvikmyndaiðnaðinn. Nefndi hann þá lægri skatta og endurgreiðslu sem kvikmyndaleikstjórinn Clint Eastwood fékk þegar hann var hér á landi með tökulið sitt.CCP er eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum iðnaði sem hafa vaxið og styrkst. Árið 2004 var CCP með 15 prósent af heildarútflutningi hugbúnaðar en árið 2006 var hlutfallið 29 prósent. Hjá þessu eina fyrirtæki hefur starfsmannafjöldi farið úr 30 í 283 á fáum árum. Þá hefur nokkrum fyrirtækjum tekist að taka það sem þau hafa verið að vinna fyrir ákveðnar iðngreinar og heimfært það yfir á stærri markaði með góðum árangri. SamkeppninSamkeppnisumhverfið á Íslandi er ágætt fyrir þessi fyrirtæki. En það eru helst ákveðnir skattalegir þættir sem þarf að breyta og auka rannsóknarfjármagn. Almennur stuðningur við atvinnugreinina er lítill sem enginn í dag. Þó hafa verið þættir sem hafa gagnast iðnaðinum að mati viðmælenda sem ég ræddi við sem tengjast iðnaðinum. Þeir nefna til dæmis útboðstefnu ríkisins. Hún hafi verið ágæt fyrir stærri fyrirtæki en skiptir minna máli fyrir smærri fyrirtæki.Samtök iðnaðarins hafa unnið gott starf fyrir iðnaðinn og svo skilaði hlutur Rannís í átaki fyrir nokkrum árum sér vel. Almennt er velvild í garð iðnaðarins en það vantar að bæta umhverfið eins og lagt var til í þriðju stoðinni. Mikið vantar upp á að íslenskur hugbúnaðariðnaður nái Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hvað varðar samkeppnishæfni, hvort sem litið er til hlutfalls af heildarútflutningi eða af vergri þjóðarframleiðslu.Ef vægi hátækni í útflutningi er skoðað, þá kemur fram að Ísland er með í kringum 7,0 prósent á móti yfir 20 prósentum hjá bæði Svíþjóð og Finnlandi (Iðntæknistofnun, 2006). Þá kom fram í skýrslu Rannís árið 2005 að hátækniiðnaður fær mun meiri styrki og fyrirgreiðslur frá stjórnvöldum þessara landa. Enda hafa stjórnmálamenn í þessum löndum séð það fyrir löngu að þeim fjármunum er vel varið, því vöxtur iðnaðarins undanfarin ár í þessum löndum hefur skilað sér margfalt til baka. Hlutverk stjórnvaldaRíkisstjórnin þarf að jafna aðstöðu og þá þætti sem snúa að þessum rekstri upplýsingatækni. Vinnumarkaðurinn hér á landi er frekar grunnur og það þarf meira af menntuðu fólki í þessum fræðum. Erfitt er að sjá hér í framtíðinni fyrirtæki með tvö til þrjú þúsund manns í vinnu. Slíkur vöxtur þarf að fara fram utan Íslands miðað við núverandi aðstæður. Skattamál og aukning á rannsóknarstyrkjum og líka hvernig fyrirtæki geta fært rannsóknarkostnað, til dæmis með lækkun á tekjuskatti á móti þeirri rannsóknarvinnu, eru nokkur af þeim atriðum sem þarf að vinna betur að. Hér er verið tala um skattalega þætti, sem snúa að endurgreiðslu og frádrætti á rannsóknarstyrkjum. Slíkar breytingar á skattumhverfinu er nauðsynlegur liður í að jafna aðstöðu upplýsingatæknifyrirtækja hér og í nágrannalöndunum.Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að styðja við þær iðngreinar sem geta skapað þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Það eru eflaust aðrar iðngreinar sem hafa mikla möguleika eins og hugbúnaðariðnaðurinn, sem enn á eftir að fjalla um. En þetta snýst um stefnubreytingu og að hugsa hlutina ekki eingöngu út frá því hvað er að gefa þjóðarbúinu miklar tekjur í dag, heldur hvað iðngreinar geta gefið þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Nú þurfa stjórnvöld að hugsa lengra ein eitt kjörtímabil fram í tímann.Nýleg meistararitgerð greinarhöfundar fjallar um samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar