Dagur eftir þennan dag 19. nóvember 2008 06:00 Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun