Horfumst í augu við hinn nýja veruleika Joseph Stiglitz skrifar 9. nóvember 2008 05:00 Það hægir á hjólum efnahagslífins um allan heim; efnahagslægðin verður að líkindum sú versta í aldarfjórðungm jafnvel síðan í Kreppunni miklu. Þessi fjármálakreppa var „búin til í Bandaríkjunum" í fleiri en einum skilningi. Bandaríkin breiddu út eitruðum undirmálslánum um allan heim í formi verðbréfa. Bandaríkin breiddu út kennisetninguna um frjálsan markað sem sætti lítlu eftirliti, sem jafnvel æðstipresturinn sjálfur, Alan Greenspan, hefur nú viðurkennt að hafi verið mistök. Bandaríkin breiddu út vinnubrögð þar sem fyrirtæki þurftu ekki að axla ábyrgð - ógagnsæja kaupréttarsamninga, sem stuðluðu að slælegu bókhaldi sem lék stórt hlutverk í hruninu, rétt eins og í Enron og Worldcom-hneykslismálunum fyrir nokkrum árum. Síðast en ekki síst breiddu Bandaríkin út niðursveifluna í efnahagslífi sínu. Góð hugmynd - slæm útfærslaBush-stjórnin hefur loksins ákveðið að gera það sem allir hagfræðingar hafa þrýst á að hún gerði: að auka eigið fé bankanna. Annmarkarnir liggja hins vegar í útfærslunni og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gæti kollvarpað jafnvel þessari góðu fyrirætlan; virðist hafa fundið leið til að endurfjármagna bankanna með þeim hætti að það leiði ekki til að lánveitingar hefjist á ný, sem boðar ekki gott fyrir efnahaginn.Mestu máli skiptir að skilyrðin sem Paulson setti fyrir fjármagnsaukningu bandarísku bankanna eru mun lakari en þau sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fékk framgengt (að ógleymdum skilmálunum sem Warren Buffet setti fyrir að leggja mun minna fé til stöndugasta fjárfestingabanka Bandaríkjanna, Goldman Sachs). Verð á hlutabréfum sýna að fjárfestar telja sig hafa sloppið vel.Ein ástæða til að vera uggandi yfir þessum slæmu kjörum fyrir bandaríska skattgreiðendur eru yfirvofandi skuldir þjóðarbúsins. Jafnvel fyrir fjármálakreppuna var áætlað að skuldir ríkisins myndu aukast út 5,7 billjónum dollara árið 2001 í rúmlega níu billjónir dollara í ár. Fjárlagahalli þessa árs mun slaga hátt í 500 milljarða dollara; á næsta ári verður hann enn meiri þegar harðnar frekar á dalnum. Bandaríkin þurfa á aðgerðum að halda sem örva efnajagslífið. En íhaldsmennirnir í fjármálageiranum á Wall Street (já, þeir sömu og komu okkur í þessa klípu) munu nú kalla eftir að fjárlagahallinn verði minnkaður (að hætti Andrew Mellon í Kreppunni miklu). Megum engan tíma missaNú hefur kreppan breitt úr sér, eins og vonlegt var, til nýrra markaða og landa sem eru skemmra á veg komin. Þótt ótrúlegt sé virðast Bandaríkin, þrátt fyrir öll sín vandamál, vera öruggasti staðurinn til að geyma peninga. Það þarf ekki að koma á óvart, býst ég við, að þrátt fyrir allt er ríkisábyrgð í Bandaríkjunum trúverðugri en ríkisábyrgð í þróunarlöndum.Nú þegar Bandaríkin þurrka upp sparifé heimsins til að bregðast við vandamálum heima fyrir, áhættuiðgjöld eru í hæstu hæðum, tekjur, verslun og vöruverð um allan heima lækka, standa þróunarlönd frammi fyrir erfiðum tímum. Sum þeirra - þar sem vöruskiptahalli var mikill fyrir fjármálakreppuna, þar sem ríkið glímir við háar skuldir, og þau sem eiga mikið undir í verslun við Bandaríkin - bíða meiri skaða en önnur. Þau lönd sem afléttu ekki höftum á fjármagni sínu og fjármálakerfi að fullu, munu prísa sig sæl fyrir að hafa ekki farið að ráðleggingum Paulson og bandaríska fjármálaráðuneytisins.Mörg ríki hafa þegar leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Hættan er sú, að minnsta kosti í sumum tilfellum, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn grípi til gamalla, misheppnaðra ráða: niðurskurð ríkisfjármála, sem myndi aðeins auka ójöfnuð á heimsvísu. Meðan þróuð lönd grípa til aðgerða sem auka stöðugleikann og draga úr hagsveiflum, þyrftu þróunarlönd að grípa til ráðstafana sem myndu grafa undan stöðugleika og hrekja burt fjármagn sem þau þarfnast sárt. Fyrir áratug síðan, þegar fjármálakreppa gekk yfir Asíu, var mikið rætt um nauðsynlegar endurbætur á fjármálakerfi heimsins. Lítið - allt of lítið, eins og nú er komið í ljós - var aðhafst. Margir töldu á sínum tíma að hátimbraðar yfirlýsingar væru til þess eins gerðar að tefja raunverulegar umbætur: þeim sem hafði farnast vel þegar gamla kerfið var við lýði vissu að kreppan myndi líða hjá, og með henni krafan um umbætur. Við megum ekki láta það endurtaka sig. Róttæk uppstokkun@Megin-Ol Idag 8,3p :Kannski stólum við á nýtt „Bretton Woods" augnablik. Gömlu stofnanirnar hafa viðurkennt þörfina fyrir umbætur en brugðist við á hraða snigilsins. Þær gerðu ekkert til að sporna við núverand kreppu; og uppi eru efasemdir um getu þeirra til að bregðast við henni nú þegar hún er skollinn á.Það tók heiminn fimmtán ár og heimsstyrjöld til að takast í sameiningu á við gallana í alþjóðafjármálakerfinu sem leiddi af sér Kreppuna miklu. Vonandi tekur það ekki jafn langan tíma í þetta sinn; í ljósi þess hversu þétttengd þjóðríki heims eru orðin hver öðru væri það einfaldlega of dýrkeypt.Bandaríkin og Bretland réðu lögum í gamla Bretton Woods-kerfinu. Nú horfir landslag alþjóðamál hins vegar öðruvísi við. Gömlu stofnanirnar innan Bretton Woods reiddu sig líka á nokkrar hagfræðilegar kennisetningar, sem hefur nú sýnt sig að bregðast ekki aðeins í þróunarlöndum, heldur einnig í fósturmold kapítalismans. Á væntanlegum heimsfundi verður að horfast í augu við þennan nýja veruleika, ef ætlunin er að skapa stöðugra alþjóðahagkerfi, sem tryggir meiri jöfnuð.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hægir á hjólum efnahagslífins um allan heim; efnahagslægðin verður að líkindum sú versta í aldarfjórðungm jafnvel síðan í Kreppunni miklu. Þessi fjármálakreppa var „búin til í Bandaríkjunum" í fleiri en einum skilningi. Bandaríkin breiddu út eitruðum undirmálslánum um allan heim í formi verðbréfa. Bandaríkin breiddu út kennisetninguna um frjálsan markað sem sætti lítlu eftirliti, sem jafnvel æðstipresturinn sjálfur, Alan Greenspan, hefur nú viðurkennt að hafi verið mistök. Bandaríkin breiddu út vinnubrögð þar sem fyrirtæki þurftu ekki að axla ábyrgð - ógagnsæja kaupréttarsamninga, sem stuðluðu að slælegu bókhaldi sem lék stórt hlutverk í hruninu, rétt eins og í Enron og Worldcom-hneykslismálunum fyrir nokkrum árum. Síðast en ekki síst breiddu Bandaríkin út niðursveifluna í efnahagslífi sínu. Góð hugmynd - slæm útfærslaBush-stjórnin hefur loksins ákveðið að gera það sem allir hagfræðingar hafa þrýst á að hún gerði: að auka eigið fé bankanna. Annmarkarnir liggja hins vegar í útfærslunni og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gæti kollvarpað jafnvel þessari góðu fyrirætlan; virðist hafa fundið leið til að endurfjármagna bankanna með þeim hætti að það leiði ekki til að lánveitingar hefjist á ný, sem boðar ekki gott fyrir efnahaginn.Mestu máli skiptir að skilyrðin sem Paulson setti fyrir fjármagnsaukningu bandarísku bankanna eru mun lakari en þau sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fékk framgengt (að ógleymdum skilmálunum sem Warren Buffet setti fyrir að leggja mun minna fé til stöndugasta fjárfestingabanka Bandaríkjanna, Goldman Sachs). Verð á hlutabréfum sýna að fjárfestar telja sig hafa sloppið vel.Ein ástæða til að vera uggandi yfir þessum slæmu kjörum fyrir bandaríska skattgreiðendur eru yfirvofandi skuldir þjóðarbúsins. Jafnvel fyrir fjármálakreppuna var áætlað að skuldir ríkisins myndu aukast út 5,7 billjónum dollara árið 2001 í rúmlega níu billjónir dollara í ár. Fjárlagahalli þessa árs mun slaga hátt í 500 milljarða dollara; á næsta ári verður hann enn meiri þegar harðnar frekar á dalnum. Bandaríkin þurfa á aðgerðum að halda sem örva efnajagslífið. En íhaldsmennirnir í fjármálageiranum á Wall Street (já, þeir sömu og komu okkur í þessa klípu) munu nú kalla eftir að fjárlagahallinn verði minnkaður (að hætti Andrew Mellon í Kreppunni miklu). Megum engan tíma missaNú hefur kreppan breitt úr sér, eins og vonlegt var, til nýrra markaða og landa sem eru skemmra á veg komin. Þótt ótrúlegt sé virðast Bandaríkin, þrátt fyrir öll sín vandamál, vera öruggasti staðurinn til að geyma peninga. Það þarf ekki að koma á óvart, býst ég við, að þrátt fyrir allt er ríkisábyrgð í Bandaríkjunum trúverðugri en ríkisábyrgð í þróunarlöndum.Nú þegar Bandaríkin þurrka upp sparifé heimsins til að bregðast við vandamálum heima fyrir, áhættuiðgjöld eru í hæstu hæðum, tekjur, verslun og vöruverð um allan heima lækka, standa þróunarlönd frammi fyrir erfiðum tímum. Sum þeirra - þar sem vöruskiptahalli var mikill fyrir fjármálakreppuna, þar sem ríkið glímir við háar skuldir, og þau sem eiga mikið undir í verslun við Bandaríkin - bíða meiri skaða en önnur. Þau lönd sem afléttu ekki höftum á fjármagni sínu og fjármálakerfi að fullu, munu prísa sig sæl fyrir að hafa ekki farið að ráðleggingum Paulson og bandaríska fjármálaráðuneytisins.Mörg ríki hafa þegar leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir aðstoð. Hættan er sú, að minnsta kosti í sumum tilfellum, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn grípi til gamalla, misheppnaðra ráða: niðurskurð ríkisfjármála, sem myndi aðeins auka ójöfnuð á heimsvísu. Meðan þróuð lönd grípa til aðgerða sem auka stöðugleikann og draga úr hagsveiflum, þyrftu þróunarlönd að grípa til ráðstafana sem myndu grafa undan stöðugleika og hrekja burt fjármagn sem þau þarfnast sárt. Fyrir áratug síðan, þegar fjármálakreppa gekk yfir Asíu, var mikið rætt um nauðsynlegar endurbætur á fjármálakerfi heimsins. Lítið - allt of lítið, eins og nú er komið í ljós - var aðhafst. Margir töldu á sínum tíma að hátimbraðar yfirlýsingar væru til þess eins gerðar að tefja raunverulegar umbætur: þeim sem hafði farnast vel þegar gamla kerfið var við lýði vissu að kreppan myndi líða hjá, og með henni krafan um umbætur. Við megum ekki láta það endurtaka sig. Róttæk uppstokkun@Megin-Ol Idag 8,3p :Kannski stólum við á nýtt „Bretton Woods" augnablik. Gömlu stofnanirnar hafa viðurkennt þörfina fyrir umbætur en brugðist við á hraða snigilsins. Þær gerðu ekkert til að sporna við núverand kreppu; og uppi eru efasemdir um getu þeirra til að bregðast við henni nú þegar hún er skollinn á.Það tók heiminn fimmtán ár og heimsstyrjöld til að takast í sameiningu á við gallana í alþjóðafjármálakerfinu sem leiddi af sér Kreppuna miklu. Vonandi tekur það ekki jafn langan tíma í þetta sinn; í ljósi þess hversu þétttengd þjóðríki heims eru orðin hver öðru væri það einfaldlega of dýrkeypt.Bandaríkin og Bretland réðu lögum í gamla Bretton Woods-kerfinu. Nú horfir landslag alþjóðamál hins vegar öðruvísi við. Gömlu stofnanirnar innan Bretton Woods reiddu sig líka á nokkrar hagfræðilegar kennisetningar, sem hefur nú sýnt sig að bregðast ekki aðeins í þróunarlöndum, heldur einnig í fósturmold kapítalismans. Á væntanlegum heimsfundi verður að horfast í augu við þennan nýja veruleika, ef ætlunin er að skapa stöðugra alþjóðahagkerfi, sem tryggir meiri jöfnuð.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar